Vikan


Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 32

Vikan - 22.06.1978, Qupperneq 32
Lítil saga um ástina Hún skall harkalega á bílnum og féll í götuna. Hún slapp án minnstu skrámu — og þó fór illa. Nú var ómögulegt að fara heim með honum. Hún hafði losnað úr álögum. Hún reyndi að henda reiður á tilfinn- ingum sínum, koma orðum að þeim, Þetta var gamalkunn tilfinning, hún dul- bjóst ekki. En ekki var hún hingað komin til að skilgreina tilfinningar. Hér sat hún klukkustund eftir klukkustund með þess- um óvenjulega, ljóshærða manni með hrukkótta ennið og átti að ljúka samn- ingsdrögum milli lífeyrissjóðsins og sjón- varpsins. Hann var lögfræðingur, hún leikkona. En það var langt um liðið, síð- an hún stóð á sviði. Siðustu tiu árin — „meðan börnin voru lítil”, eins og gat að lesa í vikublaðagreinunum, — hafði hún lesið bækur inn á band fyrir Blindra- félagið og leikið öðru hverju fyrir útvarp og sjónvarp. H ún neitaði að viðurkenna, að móðurhlutverkið hefði eyðilagt frægðarferil hennar, en undir niðri sló hjarta hennar fyrir rauðsokka. Auðvitað var hún undirokuð. Undir- okuð, ráðvillt og viðkvæm. En það mátti vel vera, sagði hún, þegar vel lá á henni, að föðurhlutverkið krefðist lika vissra fórna. Hver vissi svarið? Hver gat í rauninni reiknað út, hver sigurvegarinn var, þegar upp var staðið? Hún hafði sveigjanlegan vinnutíma. Og sveigjanlega sál. Stefnulaus, sagði hennar innri maður. Hæstánægð, sagði rödd skynseminnar. — Ef ég hefði haft annað starf, sagði hún gjarnan við manninn sinn, hefðum við kannski ekki lifað i jafn hamingju- sömu hjónabandi. Okkur hefur tekist að sigla milli skers og báru með tilliti til hinna margvíslegu vandamála kynjanna i dag. Við höfum komið þeim undan. og þau liggja djúpt í undirmeðvitundinni. — Satt segirðu, sagði maður hennar, án þess að sýna nokkur merki hrifningar yfir gáfulegum athugasemdum hennar. — Og hefðum við verið veik, hélt hann áfram, hefðum við lent á sjúkrahúsi, og hefðum við verið geðill, hefðum við rif- ist, og hefðum við verið óheppin, og ef börnin okkar hefðu ekki verið jafn gáf- uð, falleg og skemmtileg og raun ber vitni, og ,og, og.... Þau höfðu forðast margt, en þau höfðu líka verið opin fyrir svo mörgu. Þegar máninn leið yfir þökum raðhús- anna, höfðu þau legið hlið við hlið og rætt um dauðann og hvernig það yrði að deyja, um ótryggð og freistingar, þreytu og leiðindi og hve auðvelt væri að hlaupa frá öllu saman og hve erfitt væri að finna tilganginn með öllu baslinu mitt í dagsinsönn. Eiginmaðurinn var líka hennar besti vinur og félagi, og hvorki I vinnunni eða heima fyrir hafði hún þurft að þola fyrir- litningu. Verst var hennareigin fyrirlitn- ing. En það var ekki þessi sjálfsfyrirlitn- ing, sem hélt aftur af henni, þegar hana langaði mest til að snerta hönd lögfræð- ingsins. Auðveld byrjun, én flókið áframhald, hugsaði hún og reyndi að fela fátið, sem á henni var og beygði sig snöggt niður eftir bréfaklemmu. Hún henti henni í öskubakkann. 32VIKAN 25. TBL. — Hvað var þetta? spurði hann og hrökk við. 1 þögninni bak við grá glugga- tjöldin, sem huldu þau umhverfinu, varð hvert minnsta hljóð eins og hvell síma- hringing. — Ekkert, sagði hún, og augu þeirra mættust. Ef ég lít ekki undan, verður hann að gera það, hugsaði hún. Hann hlýtur a.m.k. að depla auga, hugsaði hún. En augu hans voru mjúk og hlý, full af einhverju, sem líktist helst himnu, gljáandi himnu, og hún vissi að augu þeirra föðmuðust með blygðunarlausum ákafa, og nú var of seint að draga til sín hönd eöa bæla niður hugsun, því það hafði þegar gerst. Hún var í uppnámi og reyndi að dylja það með snöggum hlátri. Ennþá var ekki of seint að afneita þessari kennd, hugs- aði hún. — Hvað finnst þér um grein fimm? spurði hún með styrkri röddu. — Er nægilega skýrt að orði komist? Og því höfum við farið inn á skattaspursmál? Gift eða ógift, í sambúð eða skilin, ekki ætti ætti það að skipta máli i sambandi við eftirlaun. Allt, sem lækkar greiðslur til hjónabandsfólks, er eins og skattur á það að sofasaman. Þetta var heimskulega að orði komist, hún sá það strax. Hún fann roðann leita fram i kinnarnar. — Og við ættum ekki að láta það hafa áhrif á okkur, sagði hún og mætti augnaráði hans. — Hvað þá — skattinn eða hvort menn sofa saman? sagði hann. Þau skelltu upp úr. Þau hlógu óeðlilega hátt og mikið og urðu svo skyndilega grafalvarleg. Það setti það þeim hroll. — Það er kalt hérna, sagði hún, og hann tautaði eitthvað um, að þau ættu ekki mikið eftir. — Svona, við getum þá farið, sagði hann. Þau höfðu ekki vikið einu orði að því að verða samferða, þó vissu þau bæði, aðsvomyndi verða. Þau gengu í takt, og gatan var mjúk undir skósólunum. Þegar þau gengu framhjá götukaffihúsi, braut hann blóm af runna og rétti henni. Hún tók við þvi og brosti. Margir aðrir brostu líka, og hún hugsaði með sér: Við gerum þetta ófeimin, frammi fyrir öllum. Þurfum við að auglýsa það fyrir umheiminum? í huganum sá hún manninn sinn með blaðið og skjölin frá ráðuneytinu fyrir frman sig, kannski var hann bara að hræra i baunapottinum og ræða stj- órnmál við börnin. Því skyldi hún segja honii.n frá þessu? Þetta kom honum ekki við. Og þegar hann gerði slikt hið sama einhvern tima seinna, myndi hún standa utan við, það yrði sárast, Hún elskaði hann, en hann hafði ekkert með þessa til tilfinningu aðgera. Þetta var eitthvað annað en ást. Þessi einkennilega krefjandi tilfinning innra með henni var eins og hitasótt, skipunar- orð varðandi svo til bláókunnuga mann- veru við hlið hennar, mann með töbaks- gula fmgur, feitlaginn með hræðilega ljótan og hlægilegan hatt. Þegar maður hennar einhvern tíma — hugsaði hún. Nú hugsaði hún ekki leng- ur ef’, heldur þegar. Hún hafði aldrei leitt hugann að því, hve margar konur hefðu verið í lífi hans. Miklu frekar að hún hefði undrast, ef hann hefði verið henni trúr, hann sem var á eilifum ferða- lögum og ráðstefnum. Þau höfðu kynnst fyrir fimmtán árum. Þá var hún tuttugu og fimm ára og hann þrem árum eldri. Bæði áttu að baki sér misheppnuð sam- bönd og höfðu lifað hinu Ijúfa lífi. Dálít- iðvilltlíf, sagði húnoftogreyndiaðaf- saka sig. En hann bað ekki um slikt, hennar kæri eiginmaður. Hann vildi vera frjálslyndur í hugsun. „Maður á að- eins að sjá eftir því, sem maður hefur ekki gert,” sagði hann hressilega, þegar framhjáhald bar á góma. Þetta var hans mottó. Bara að hann rekist nú ekki á okkur fyrir tilviljun, hugsaði hún. Hún gat hugsað ótruflað, förunautur hennar gekk þögull við hlið hennar ... Þau gengu yfir torgið og stefndu suður borg- ina. Ef maðurinn minn kemur gangandi núna, hugsaði hún, neyðist ég til að vera tvær manneskjur. Önnur brosandi, sem kysstir hann á kinnina, tekur undir hand- legginn á honum og dregur hann með sér á veitingahús, hin, sem vitl halda honum — sínum eigin manni — í fjar- lægð. Fingur þeirra snertust. Var það ekki nóg? Átti hún kannski að segja það? Þetta er nóg. Stopp, þetta er meira en nóg. Hvað getur orðið úr þessu annað en áhyggjur og erfiðleikar, óleysanleg bönd, kröfur á báða bóga, særandi orð og leið- indi? En líkama hennar virtist finnast allt annað. Hann vildi, að þau gengju hrað- ara, að þau tækju leigubíl á eitthvert hótel. Líkaminn var ákveðinn og kröfu- harður. Honum féll ekkert hik og vanga- veltur. Meðan þau stóðu og biðu við rautt Ijós, tók hann hönd hennar. Hann þrýsti hana svo fast, að hana kenndi til. Þau stóðu eins og dæmd. Er þetta byrjun á ást? hugsaði hún. Enn hafði henni ekki dottið sá möguleiki í hug. — Við erum sjálfsagt hamingjusam- lega gift? hvíslaði hún, þetta var ein- kennileg spurning, ekki sist þegar tekið var tillit til þess, að þau höfðu ekki talast við allan tímann og hvorugt rætt til- ganginn með þessari gönguferð. — Við erum hamingjusamlega gift, staðhæfði hann, án þess að lina takið um hönd hennar. Hún andvarpaði af fegin- leik og þrá ... Hana langaði til að gráta, en vissi ekki hvers vegna. Henni varð lit- ið á þennan skelfilega hatt, sem hann bar, og langaði mest til að sjá hann fljóta í gosbrunninum. Brátt myndi hún finna stíft silkibindið undir fingrum sér og finna hlýjuna frá likama hans — húð hans, allt hið óþekkta með ilmandi leyndarmál myndi opinberast henni innan stundar. En ef hann vildi ekki láta gæla við sig? Hugmyndir hans voru kannski gamal- dags, hann vildi ef til vill ruddaleg hvílu- SmásagaeftirJane Wallace

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.