Vikan


Vikan - 22.06.1978, Síða 35

Vikan - 22.06.1978, Síða 35
Framhaldssaga eftirLois Paxton 4.hluti Bláa nœlan Það, sem áður er komið: flissaði reiðinnar býsn, þegar það kom í Ijós, að þú varst ekki heima.” Maggie rýndi niður í tóma kaffikrús- ina sína og spurði: „Er Margriet falleg?” „Mjög. Lítil og dökkhærð. Mér líst betur á Ijóshærðar konur.” Ross leit tal- andi augnaráði á hana, og hún þóttist ekkert taka eftir þvi. Eftir andartak sagði hann: „Mér skilst, að þú trúir mér?” „Ó, já. Sagan er svo lygileg, að þú gætir ekki hafa búið hana til. Hvað hefði nú gerst, ef ég hefði ekki lánað Maxwell- hjónunum húsið — ef þú hefðir komið þangað með Margriet og allt hefði verið tómt, dimmt og í eyði?" „Ég vil helst ekki hugsa til þess,” sagði Ross. „Þá ættirðu sjálfsagt atvinnulaus- aneiginmann.” Maggie brosti og setti frá sér krúsina. „Þess í stað á ég eiginmann i frii. Hvaö langar þig til að gera fyrst?” Ross stóð á fætur og gnæfði yfir henni. Hann spurði mjög bliðlega: „Þarftu að spyrja að því? Mig langar að fara beina leið I rúmið.” „Það var skritið,” sagði Maggie, and- Maggie er í uppnámi út af misklíð við eiginmanninn. Þau skilja ósátt, hann flýgur til Amsterdam að kynna sér nýj- an starfsvettvang, en hún hyggst hrista af sér áhyggjurnar í London, þar sem hún á íbúð með yngri systur sinni, Donnu. Maggie kemst hins vegar brátt að þvi, að Donna hefur meira en nóg með sin eigin vandamál, sem virðast á einhvern hátt tengd mjög fallegri blárri nælu, sem raunar á tvífara. Gamall kærasti sveimar i kringum Maggie, hann heimsækir hana jafnvcl snemma morguns, og Maggie er enn í nátt- sloppnum. Maggie vandaði klæðnað sinn mjög, áður en hún fór út með manni sínum. En þegar hún ætlaði að skreyta sig með bláu nælunni, fann hún hana hvergi. Hver gat hafa tekið næluna? stutt og skjálfrödduð. „Mig langar líka til þess.” Þau fóru saman upp á loft. Ma GGIE vandaði klæðnað sinn mjög, áður en hún fór út með manni sín- um. Hún málaði sig og leitaði að næl- unni, sem henni fannst svo falleg, og ætlaði að sýna Ross hana við kjólinn, sem hún hafði keypt sér. Hún vissi ná- kvæmlega, hvar hún hafði sett næluna — fremst i skúffu i svefnherbergi sinu. Hún rótaði til í skúffunni um stund, en tæmdi hana svo. Næluna var hvergi aðsjá. Það fór um hana hrollur. Fyrir utan Ross var Rosie Bates eina manneskjan, sem hafði komið inn í herbergið, þannig að hún hlaut að hafa tekið hana. Eða hvað? Reiðin í garð Rosie vék fyrir ónotatil- finningu, þegar Maggie minntist þess, að Jules hafði lykil og að Steve geymdi lyk- ilinn fyrir Rosie. En hvað vildu þeir svo sem með næluna? Rosie hlaut að vera sökudólgurinn. Maggie bældi niður löngun hjá sér til að segja Ross allt af létta. Manni hennar Þó að Maggie væri full grunsemda, fannst henni Ross lita út fyrir að vera að segja sannleikann. „Haltu áfram.” „Jæja, ég átti að snæða með van Goyen í kvöld, en Frederik, faðir stúlk- unnar, fékk flensu og sömuleiðis systir hans, sem átti að fara hingað til Eng- lands með Margriet í dag. Hún átti að dvelja hjá vinafólki hér.” „Þá ertu kominn að þvi, hvers vegna þú komst i gærkvöldi, en ekki i dag,” benti Maggie honum á. „Þeim datt i hug, að mig myndi langa heim um helgina, fyrst matarboðinu var frestað. Ég sagði, að mig langaði til þess, en að ég kysi helst að fljúga heim á föstudagskvöldi. Þá spurðu þeir, hvort ég gæti ekki fylgt Margriet, en þá hefði það þurft að vera á laugardegi, þvi vinir hennar gátu ekki tekið á móti henni fyrr. Ég stóð fast á föstudegi og sagði, að það myndi bara gleðja konu mína að hýsa Margriet eina nótt.” „Æ,æ!” sagði Maggie hljóðlega. „Hvers vegna fylgdi móðir stúlkunnar henni ekki?” „Og fara frá sjúkum eiginmanni? Þannig framkomu lætur engin góð holl- ensk eiginkona sér til hugar koma.” „Hm. Þú reyndir ekki að hringja til að fullvissa þig um, að þetta væri allt i lagi mín vegna.” „Ég bar fullt traust til konu minnar og vilja hennar til að vinna að hag fyrirtæk- isins." „Og þegar þú komst heim, þá var kona þin ekki til staðar.” „Einmitt. Anna sagði, að þú hefðir neyðst til að fara að heiman, vegna þess að systir þín væri veik. Ég hafði ekki hugmynd um það, að hún væri svona út- smoginn lygari.” Maggie lét þetta sem vind um eyru þjóta. „Síðan lét Anna Margriet i té hitt svefnherbergið — okkar herbergi — og þú fórst á „Lambið”. Hefðirðu ekki get- að sofið á sófanum?” „Ég hefði getað gert það,” svaraði Ross, „en mér fannst þægilegt rúm meira freistandi. Ég sótti Margriet í morgun og ók henni til vinafólks henn- ar. Og svo kom ég hingað." „Hvað fannst stúlkunni um þetta? Varð hún skelfingu lostin?" „Varð hún hvað! Ég er farinn að halda, að gætni foreldra hennar haft haft við eitthvað að styðjast. Hún gaf það í skyn, að einhver vinur hennar gæti tekið upp á því að koma til Englands og 25. TBL.VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.