Vikan


Vikan - 22.06.1978, Page 37

Vikan - 22.06.1978, Page 37
Bláa nœlan „Já, þakka þér fyrir.” Steve þrosti til Maggie og kinkaði kolli i átt til glugga- hleranna. „Á Dick Evans vinur þinn annríktnúna?” „Ekki býst ég við því. Eftir hljóðinu að dæma er verið að færa til húsgögn. Evans getur ekki gert það, er það nokk- uð?” „Það er fátt, sem hann ekki getur, annað en að ganga. Ertu ekki búin að sjá, hvað handleggir hans og axlir eru sterklegar?” „Jú, ég veit það,” sagði hún. „En Steve — skilaði frú Bates þér lyklinum aðíbúðinni?” „Það hugsa ég,” sagði Steve. „Hún setur hann yfirleitt í stóra vasann I búð- inni, þegar hún er búin að þrifa. Á ég að aðgæta það?” „Nei, þetta er allt i lagi,” svaraði Maggie. „Mér datt þetta bara í hug.” „Hún kemur þá með hann næst, ef hún er ekki búin að skila honum. Hún er fyllilega heiðarleg.” Þegar Maggie og Ross óku af stað, spurði Ross hvasst: „Skil ég það rétt, að Steve Rennie hafi lykil að íbúðinni?” Hún hló. „Ekki beinlínis, ástin mín. Hann geymir lykil fyrir Donnu, þvi hún er svo skæð með að Iæsa sig úti.” „Ég hefði haldið, að hún léti Jules geyma lykilinn fyrir sig.” „Jules býr ekki lengur yfir búðinni, Ross. Dick Evans gerir það, og ég get ekki ímyndað mér, að hún kæri sig um að geyma lykil hjá honum. Steve er miklu nærtækari.” „Einum of nærtækur,” urraði Ross. Hann hélt áfram að tauta um Steve, þar til hann neyddist til að einbeita sér að akstrinum vegna mikillar umferðar. Í^AU voru svo heppin að fá autt borð i eftirlætisveitingahúsinu sínu, og þegar þjónn fylgdi þeim að því, tók Maggie eftir þvi, hvað maðurjhennar var þreytulegur. „Þú hefur lagt of hart að þér við vinnuna, elskan mín," sagði hún, þegar þjónninn var farinn. „Þvæla,” svaraði Ross. „Mundu, að ég er konan þin. Mér leyfist að segja, að þú sért þreytulegur.” „Ég gleymi þvi ekki eitt andartak, að þú sért konan mín,” sagði hann stífur. En þú?” „Ég man það líka, Ross, og mér líkar það ekki, þegar þú ert í burtu. En...” „En hvað?” „Ég finn til sektarkenndar, þegar ég er að vinna, og enn meiri sektarkenndar, þegar ég er ekki að þvi. Æ, ég veit, hvernig þér líður...” Maggie lyfti hendinni þegar eiginmað- ur hennar lyfti brúnum og bjóst til að segja eitthvað. „Ég veit, að þú ætlar að segja, að það sé ekki nauðsynlegt fjárhagsins vegna, að ég vinni. Það er auðvitað alveg satt, en veðskuldin okkar er mikil, og þegar við setjum á stofn fjölskyldu, þá ætla ég að hætta að vinna í nokkur ár að minnsta kosti. Þá verða útgjöldin meiri en nú, og þess vegna er þetta tímabært. Og,” bætti Maggie hreinskilnislega við, „ég hef mjög gaman af vinnu minni.” Ross andvarpaði og sagði: „Ég veit það.” Hann fór að lesa matseðilinn. Á meðan þau snæddu, sagði hann henni frá þeirri auknu ábyrgð, sem stöðuhækkunin i Hollandi hefði i för með sér. „Það er ekkert ákveðið enn,” sagði hann með áherslu — og flýtti sér svo að skipta um umræðuefni. „Segðu mér frá Donnu og Jules,” sagði hann. „Jules hefur ekki farið með henni, því ég sá hann fara inn í búðina sina í morgun. Hann virtist vera að gera það gott eins og venjulega.” „Já, ég held, að það sé rétt, en ég kann samt ekki vel við hann.” „Persónulega eða Donnu vegna?” „Hvort tveggja. En hann hefur samt gert góðverk á Dick Evans.” Maggie sagði honum frá starfi Evans sem skartgripahönnuðar og frá íbúðinni, sem sagt var, að Jules hefði búið út fyrir hann. Hún bætti við: „Steve segir, að Jules finnist sér að einhverju leyti vera að kenna um meiðsli hans. Þeir voru víst að drykkju saman kvöldið fyrir slysið. Honum finnst, að hann hefði átt að koma i veg fyrir, að Evans tæki þátt í kappaksturskeppninni.” „Það hefði sjálfsagt enginn getað stöðvað hann,” sagði Ross. „Ég hef heyrt, að Evans hefði orð á sér fyrir að vera kærulausari en kappakstursmenn — Hundinum líður ekki sem best. — Honum þykir grænmeti gott, en að öðru leyti er hann gáfaður! ca. kr. 3.450.000.- ALLT ÞETTA ER INNIFALIÐ I VERÐI: Upphituð afturrúða, tauáklæði, bólstrað stýri, höfuðpúðar, 5 girar, öryggisstýri stillanlegt, tveggja hraða þurrkur teppi, klukka, snúningshraðamælir, þjófalás á stýri, stillanleg bök á framsætum, olíuþrýstimælir, hitastokkar afturí, fjögur Halogenljós, tvöfaldir hurðaþéttilistar. Fullkomin ryðvörn, skrásetning og fullur af bensíni. LANCIA BETA er framhjóladrifinn. Diskabremsur á öllum hjólum. 4ra dyra, rúmgóður 5 manna bíll. LANCIA BETA BÝÐUR AÐEINS ÞAÐ BESTA: Orku, þægindi, öryggi og lágan rekstrarkostnað. LANCIA BETA er þvi sannarlega boðlegur þeim sem gera kröfur. Hljóð- og hitaeinangrun er milli vélar og farþegarýmis, því er billinn sérlega hljóður í keyrslu. Ný gerð mæla og mattsvart mælaborð. Árangur LANCIA í Rall keppnum er í sérflokki. Nú heimsmeistari í World Rally Championship, hvert árið á eftir öðru. IIIanciaBB 'Su““^ BJÖRNSSON ACO BÍLDSHÖFÐA 16 — SÍMI 81530 zo. I BL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.