Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 6

Vikan - 23.11.1978, Page 6
MAÐUR UNDRANNA Þó ekki væri talinn nema helmingur þeirra undra, sem fólk varð vitni að i návist Daniels Dunglass Homes, þá hlýtur hann að vera meðal þeirra sem furðulegastir verða að teljast meðal manna á jörðinni. Þessi maður var svo magnaðúr miðill, að hann hefur aldrei átt sinn líka meðal manna. Og það voru ekki fáfróðir og illa upplýstir menn, sem urðu vitni að undrum hans, heldur best menntuðu menn Evrópu og Ameríku. Hann var ævinlega reiðubúinn að láta rannsaka hæfileika sina með þeim skilyrðum sem honum voru sett, til þess að koma í veg fyrir öll hugsanleg brögð, enda var hann rannsakaður af ýmsum færustu vísindamönnum síns tíma, sem allir urðu að viðurkenna að undur hans væru óskiljanleg. Aðrir tóku þá afstöðu, til þess að þurfa ekki að komast að sömu niðurstöðu, að neita að rannsaka þessa furðulegu hæfileika, en rægja hann samt sem svikara. Undur þau, sem þessi óviðjafnan- legi miðill gat sýnt, voru með þeim hætti, að margur hefur átt erfitt með að trúa sínum eigin augum. í 1000 blaðsíðna bók um dulsálarfræði, sem kom út í fyrra, er kafli um hann þar sem því er lýst afdráttar- laust yfir að þessi maður hafi aldrei beitt svikum. Daniel Dunglass Home gat látið ósýnilegt afl lyfta sér upp í albjartri stofu, færa sig útum glugga í margra hæða húsi og koma innum annan. Hann gat tekið upp glóandi kol með berum höndum og núið þeim um andlit sér án þess að svo mikið sem hár sviðnaði á honum. Slíkt og miklu fleira gerði hann í viðurvist tignasta fólks Evrópu. Meðal aðdáenda hans voru t.d. skáldkonan Elizabeth Barrett Browning, Thackeray, Mark Twain, Napóleon III., Evgenia keisarafrú, hinn mikli Tolstoy og fjöldi annarra hámenntaðri manna beggja megin Atlantshafsins. Hann gekkst undir hundruð prófana hjá kunnustu vísinda- mönnum samtíma síns eins og Sir Williams Crooks og dr. Roberts Hares. Daniel Dunglass Home fæddist í Edinborg á Skotlandi 20. marz 1833. Sagt var að þessu litla barni hefði iðulega verið vaggað af ósýnilegum verum. Þegar fjögurra ára gamall tók hann að sjá sýnir, sem reyndust vera réttar. Það var sagt, að móðir hans hefði líka verið skyggn, en hann var tekinn í fóstur af frænku sinni frú Mary McNeal Cook strax þegar hann var eins árs og kom skyggni hans í ljós jafnskjótt og hann gat farið að tala. En hann var veiklað barn og fékk snemma berkla, svo bernska hans varð að miklu leyti barátta við að halda heilbrigði. Þegar hann var níu ára gamall fluttu þau frænka hans og frændi með hann til Bandaríkjanna og settust að í Greenville í Connecticut. UNDARLEG ATVIKIV. ÆVAR R. KVARAN Home var seytján ára, þegar hin efnislegu fyrirbæri hófust, sem áttu eftir að móta örlög hans. í endurminningum sínum segir Home frá þvi, að fyrst hafi hann heyrt þrjú þung högg á höfðalagið á rúminu sínu, eins og lamið væri með hamri. Það fyrsta sem honum datt í hug var að einhver hefði falið sig í svefnherberginu hans til þess að skjóta honum skelk í bringu. En við morgunverð morguninn eftir skalf og titraði matborðið allt af höggum. Frænka hans og fóstra varð skelfingu lostin og kallaði þrjá klerka í þorpinu sér til hjálpar til þess að reka þessa djöfla út úr húsinu hennar. En bænir klerkanna höfðu engin áhrif og ráðlögðu þeir henni að lokum að láta eins og ekkert væri um að vera. Þessi borðhögg voru nú eitt út af fyrir sig, en þegar húsgögnin tóku að fara sjálf- krafa á kreik um herbergin fannst frú Cook fullmikið á sig lagt, að ætlast til þess að hún léti eins og hún vissi ekki af því. Þetta spurðist um allt og fólk í bænum tók að flykkjast til þeirra til þess að sjá þessi óskiljanlegu furðuverk. Þetta endaði með því, að Home fór að hafa sambands- fundi, sem fólk úr nágrenninu tók að sækja til þess að spyrja „talandi borðið”. Borðið hreyfðist sem svar við spurn- ingum þessa fólks, sem stóð á öndinni af undrun. Jafnvel sterkustu karlmenn gátu hvergi bifað borðinu, nema Daniel væri viðstaddur til þess að stjórna því. Home varð eðlilega frægur af þessu og brátt fóru að streyma til hans vísindamenn, klerkar og læknar til þess að reyna að útskýra þessa dularfullu hæfileika unga mannsins, en þeir færðust með hverjum deginum i aukana. Margir einstaklingar vottuðu, að þessi ungi, sálræni maður hefði læknað þá á stundinni af ótrúlegustu meinsemdum. Þá kom einnig í ljós hjá honum furðulegur hæfileiki til þess að skyggnast fram í tímann og ennfremur að sjá með skyggnigáfu sinni það sem var að gerast í órafjarlægð. Þegar Daniel Dunglass Home kom i fyrsta sinn til New York árið 1852 hafði frægð hans borist þangað á undan honum og beið fjöldi manns þess með óþreyju að fá tækifæri til þess að sjá með eigin augum þau undur, sem þessi ungi miðill var sagður hafa getað gert. Alkunnur og virtur vísindamaður, dr. Robert Hare, fyrrverandi prófessor i efnafræði við háskólann í Pennsylvaniu, hafði þegar lýst því yfir opinberlega, að fyrirbæri Homes væru algjörlega sönn. Og þótt þessi virti maður væri félagi í Ameriska vísindafélaginu neitaði félagið að hlýða á skýrslu um þessar rannsóknir hans. Enda þótt þetta virta félag vísindamanna tæki þá afstöðu að neita hvorutveggja, að hlýða á skýrslu virts félaga síns um þessi fyrirbæri og að rannsaka þau, kom það þó ekki í veg fyrir það að mestu hefðarmenn meðal æðri stéttanna í New York sæktust eftir að fá Home til að sýna þessa furðulegu hæfileika i einkahíbýlum sínum. Það sem fína fólkið aðhefst hefur ætíð verið blaðamatur og þá ekki síður, þegar þetta fólk tók að segja hinar furðulegustu sagnir af þvi sem það hafði séð með eigin- augum og orðið vart við. Fundarmenn fullyrtu að þeir hefðu verið snertir ósýni- legum höndum og þyngstu húsgögn hefðu farið á kreik af sjálfsdáðum. Til dæmis um viðbrögð þessa fólks skal hér rifjað upp eitt dæmi. F.C Andrue skrifaði bréf, sem birtist í blaðinu The Republican, þar sem hann lýsti nótt einni (25. september 1854) sem hann hafði eytt i sama herbergi og Home í hibýlum Elmer- fjölskyldunnar. Andrue skrifaði, að skömmu eftir að þeir voru háttaðir „þá fórum við að heyra dauf 6 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.