Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 24

Vikan - 23.11.1978, Page 24
„Faðir minn og ég elskum þetta hús....” „Þetta er svo einmanalegur staður fyrir litla stúlku, sem er svona mikið ein. Nei, ég held að við breytum áætlunum.....” „Við erum með leigusamning til þriggja ára.” Frú Hallet hélt áfram að núa saman bleikum höndunum. „Það hefur hent að samningum hafi verið riftað. Nei. Það kæmi mér ekki á óvart að heyra að faðir þinn hefði þegar ákveðið að fara eitthvað annað þar sem færi betur um ykkur.” „Þú ættir ekki að hafa áhyggjur af okkur, frú Hallet.” „Þarna er hann aftur. Þessi stöðugi háðstónn. Og horfðu ekki á mig þessum sáru augum, að þykjast hafa verið mis- skilinn. Þú reynir að láta sem þú ætlir orðunum ekki að hljóma eins og þú segir þau. En þú og ég vitum báðar nákvæmlega hvað það er, sem þú ætlar þér.” „Þarna eru sultukrukkurnar frú Hall- et. Á þorðinu." „Ertu að reka mig út?” Orðlaus hlustaði Rynn á djúpan and- ardrátt konunnar. „Kallaðu á föður þinn?” Rödd hennar var hrá af reiði. „Samstundis!” „Ég sagði þér það. Það má ekki ónáða hann.” Frú Hallet var farin frá arninum og komin fram í holið þar sem hún hikaði með hendina á dyrahúninum að vinnu- herberginu, eins og hún biði eftir skipun frástúlkunni. Rynn hafði aldrei talað með meiri festu. „Ekki opna þessar dyr.” „Þú og ég vitum mætavel að hann er ekki þarna,” sagði frú Hallet. Rödd Rynn var hljóð og róleg. „Opn- aðu þessar dyr, frú Hallet, og ég neyðist til að segja föður mínum frá syni þinum.” „Syni minum?” Hönd frú Hallet féll af dyrahúninum og orðin voru eins og urr fangaðs dýrs. „Frá kvöldinu, sem hann var hér. Ég hef ekki enn sagt föður mínum frá því.” Þó Rynn gæti ekki séð frú Hallet í dimmu holinu vissi hún ekki að andlit konunnar var afmyndað af heift. daosins með lylilol cr nátlúrulcgt sictici'n sykurlaust tyssigúmmí frá Wrigleys LAWEX frískandi þurrkur vættar spritti a skrifstofuna íbílinn í ferdalög Heildsolubirgdir Halldór Jórisson hf. FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 Litla stúlkan við endann á trjágöngunum „Sagt föður þinum hvað?” „Það, sem skeði hér." Rynn beið og leyfði þögninni að sakfella son konunn- ar. „Hvernig hann hagaði sér. Greinilega veit fólkið í þorpinu allt um hann ..” Frú Hallet stökk út úr skugganum. „Miglioriti! Hann er lygari!” Ekki Miglioriti lögregluþjónn, frú Hallet.” Andstætt rauðri hrárri móður- sýki konunnar varð stúlkan rólegri og náði taumhaldi á skapi sinu. „Hvað sagði þessi bölvaður italadólg- ur þér?” „Ekkert, frú Hallet.” „Ekkert? Þegar hann hefur alltaf hat- að Frank? Sagði hann þér að áður en Frank giftist henni, hélt hann við konu sonar mins? Ertu hissa að hann skuli hata son minn?” „Hann ætlaði ekki einu sinni að vilja segja mér að börn sonar þíns eru ekki hans börn. Ég varð að spyrja hann.” „Hvað annað sagði hann? Ég heimtai að fá að vita hvað hann sagði.” „Jafnvel þegar ég spurði um sálfræði- lega meðhöndlun fyrir son þinn eða af hverju lögreglan gerir ekki neitt...” Ekkert sem frú Hallet hefði gen á þessu augnabliki hefði komið Rynn á óvart. Konan var farin að blána i fram- an, en nú var komið að henni að beisla reiði sina. „Hvers vegna ættu þeir að gera eitt- hvað?” „Þegar sonur þinn býður litlum stúlkum sælgæti...?” Af óhamdri grimmd rak konan stúlk- unni sviðandi löðrung. Með logandi and- lit hljóp Rynn að borðinu og ýtti kassan- um með glamrandi glerkrukkunum fram á brúnina. „Krukkurnar þinar, frú Hallet.” „Þú ætlar að koma þcr út úr þessu húsi!” „Minu húsi, frú Hallet.” Rynn hélt aftur af heitum tárunum. „Með eða án föður þíns...” Rynn kyngdi ekka. „Það er satt, þetta er einmanalegur staður hérna neðst í trjágöngunum. Ég er oft ein. Það veldur mér engum áhyggjum, frú Hallet. Ef það veldur þér áhyggjum, þá er það vandamál, sem þú ættir að reyna að leysa með syni þínum!” „Djöfullinn hirði þig!” Regnið lamdi þakið. Frú Hallet færði sig að borðinu og rak höndina niður í kassann. „Engir hringir,” sagði hún. „Án gúmmíhringjanna eru glösin einskis nýt.” Rynn rýndi í kassann. Hönd hennar leitaði æðislega milli skröltandi glas- 24 Vikan 47. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.