Vikan


Vikan - 23.11.1978, Page 27

Vikan - 23.11.1978, Page 27
o o IM-KRIMMINN WÍLLY BREINHOLST Þýð. Jóhanna Þráinsdóttir. ALLT í STEIK MEÐ KASSANN Hann tók upp simann og hringdi til rannsóknariögreglunnar. Þeir komu og tóku skýrslu. — Þatta er alveg augljóst, sögðu þeir. Gjaldkeri bankans haffli stolið úr kassanum og eytt öllu þýfinu ó veðreiðabraut- unum. Spilafýsnin hafði haitekið hann og eyðilagt Iff hans. — Hann fsar þrjú ór i forsæiunni, sögðu nóungamir fró rannsóknariögregl- unni . .. Sörensen gjaldkeri var að gera upp kassann. Hann gat ekki fengið hann til að stemma, það vantaði 6000 krónur. Hann sat enn og taldi, þegar hitt starfs- fólkið fór í yfirhafnirnar og heim. — Vill hann ekki stemma, Sörensen? spurði bankastjórinn, á leið sinni út i bilinn. — Það vantar 6000 krónur, herra forstjóri. — Það var nú verri sagan. Reyndu að telja einu sinni enn. Þó að bankinn væri hvorki stór né umsvifamikill, var samt nauðsynlegt að kassinn stemmdi. Sörensen taldi peningana enn einu sinni. Það vantaði enn 6000 krónur, og úr því varð ekki bætt. Hálfum mánuði síðar vantaði aftur I kassann. Þegar Sörensen gerði hann upp, vantaði 30.000 krónur. Hann fór inn til forstjórans og sagði honum frá því. Forstjórinn kom sjálfur með honum fram og athugaði kassann. Gleymduð þér kannski að telja gullið, Sörensen? Hann hafði ekki gleymt að telja gullið. — Getur ekki verið, að eitthvað af þúsund króna seðlunum hafi limst saman? Allt starfsfólkið safnaðist saman kringum kassann, með meðaumkunar- svip á andlitinu. Engir seðlanna voru límdir saman. Fólk hristi höfuðið skilningsvana. Sörensen hafði unnið hjá bankanum í tæp 25 ár, og kassinn hafði alltaf stemmt hjá honum. — Jæja, þér finnið þetta kannski á morgun, sagði forstjórinn og klappaði Sörensen hvetjandi á lotnar axlirnar. Þér skuluð ekki sitja hérna og brjóta heilann þar til kvarnirnar hrökkva í sundur vegna þessara 30.000 króna. Það er miðvikudagur i dag, svo þér farið senni- lega á veðreiðarnar í kvöld? Sörensen kinkaði kolli. Veðreiðar voru eftirlætis tómstundagamanið hans. Svo læsti Sörensen kassanum og fór á veðreiðar. Þremur vikum seinna kom hann aftur inn til forstjórans. — Hvað er nú að, Sörensen? Stemmir kassinn ekki? Sörensen hristi höfuðið örvæntingar- fullur. — Það vantar 60.000 krónur, herra forstjóri. — Þetta er fjandans klúður, Sörensen, sagði hann dálítið gramur. — Kassinn á aðstemma. Sörensen varð niðurlútur. Svo gekk hann að kassanum sínum og taldi öll búntin með þúsund króna seðlunum enn einu sinni, meðan forstjórinn taldi sjálf- ur fimm þúsund króna seðlana. Allt starfsfólkið fylgdist vandlega með talningunni. — Nei, nú er mér ofboðið, sagði forstjórinn og lagði síðasta búntið af fimm þúsund króna seðlunum aftur niður I skúffuna. Það vantar nákvæm- lega 60.000. Þér verðið að sitja eftir og reyna að finna þetta. — Ég ætlaði annars á veðreiðar . . . tautaði Sörensen auðmjúkur. — Það er mikilvægara að fá kassann til að stemma en að þér eyðið laununum yðar i einhverja aflóga bikkjuna, sagði forstjórinn ákveðinn og gekk út. Sörensen var greinilega farinn að fara I taugarnar á honum. Tvær vikur liðu. Svo barði Sörensen enn einu sinni að dyrum hjá forstjóranum, skömmu eftir lokun bankans. — Kassinn . . . það vantar 600.000, sagði hann hásróma. Forstjórinn þaut á fætur, ýtti Sören- sen til hliðar og gekk beint að kassanum. Hann taldi sjálfur hvern einasta seðil, jafnvel líka gull og smámynt. Starfs- fólkið fylgdist með talningunni og hélt niðri i sér andanuin af æsingu. — Þetta er meira en litið undarlegt, Sörensen. Svona getur þetta ekki gengið, þú mátt vera viss um það. Ef þér fáið ekki kassann til að stemma, er ég hræddur um að ég neyðist til að tilkynna það til aðalstöðvanna. Forstjóranum varð litið á veðreiða- skrána, sem Sörensen hafði stungið í kassann við hliðina á tékkunum. Hann greiphana ogleithvasstáSörensen. — Veðjið þér oft, spurði hann stuttur I spuna. Svona 300 krónum einstaka sinnum, tautaði Sörensen án þess að líta upp. Forstjórinn snérist á hæli og yfirgaf salinn þungur í spori. 600 þúsundin fundust ekki. Forstjórinn tilkynnti það að vísu ekki til aðalstöðvanna, en tók upp á því að loka aldrei dyrunum á skrifstofunni sinni, svo að hann gæti betur fylgst meö Sörensen. Nokkrum vikum seinna gekk hann að kassanum, þegar Sörensen var aðgera hann upp. — Má ég telja lika, Sörensen, sagði hann. Sörensen vék ófús til hliðar. Starfs- fólkið færði sig nær kassanum. Forstjór- inn taldi peningana þrisvar sinnum og varð stöðugt æstari. Svosló hann harka- lega I borðið og snéri sér að Sörensen. — Nú er nóg komið, æpti hann. — Það vantar 6 milljónir! Frandsen, hringið til rannsóknarlögreglunnar! Frandsen hringdi til rannsóknar- lögreglunnar, og þeir tóku skýrslu. Þetta var alveg augljóst. Sörensen hafði stolið úr kassanum og eytt öllu þýfinu á veðreiðabrautunum. Spilafýsnin hafði heltekið hann og eyðilagt líf hans ... — Hann fær þrjú ár, sagði lögreglu- foringinn. Málið kom fyrir rétt, og margir báru vitni. — Þetta er alveg augljóst, sagði dómarinn: — Þrjú ár. Hann barði I borðið með hamrinum sinum. Skömmu seinna kom Frandsen kvöld nokkurt heim til forstjórans, æstur i skapi. — Sörensen .... sagði hann. — Sörensen er búinn að fremja sjálfsmorð. — Aumingja kallinn, sagði forstjór- inn, eftir að hann hafði náð sér eftir líðindin. — Bíðið andartak. Frandsen! Hann stóð á fætur og gekk inn i húsbóndaherbergið. Hann tók málverk niður af veggnum og opnaði leynihólfið sitt. Þar lágu tvö þúsund króna búnt og 3 fimrn þúsund króna búnt. Hann tók fimrn þúsund króna seðil úr einu búntinu ogrétti Frandsen hann. — Hérna, sagði hann. — Sjáið um að kaupa fallegan krans og láta hann á kistu Sörensens með persónulegum kveðjum frá mér. Hafið á kransinum rauðan silkiborða með áletruninni: „Hafið þökk fyrir allt.” 47. tbl. Vikan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.