Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 11
hagað um langan aldur, að fólk sem ekki
hefur náð 26 ára aldri fær endurgreitt 80%
af tannlæknakostnaði ef það er skráð i
sjúkrasamlag. Auk þess sem upphæðirnar
þar eru ekki nándar nærri eins háar og hér
á landi.
í Bretlandi eru til tvær tegundir
tannlækna. Annars vegar þeir sem starfa
sjálfstætt, hjá þeim er stuttur biðtími og
verðið hátt, og svo hins vegar þeir sem
starfa hjá því opinbera. Hjá þeim
síðarnefndu er biðtími yfirleitt langur en
kostnaður greiddur niður af opinberum
aðilum. Álitið er að um vandaðri vinnu sé
að ræða hjá þeim tannlæknum sem starfa
sjálfstætt. Ríka fólkið skiptir við þá, á
meðan sauðsvartur almúginn deilir sér
niður á þá tannlækna sem starfa fyrir hið
opinbera. Má segja að þetta sé nokkuð góð
lausn mála, þar sem fólk hefur mismunandi
háar tekjur, en þó þurfa allir að fara til
tannlæknis.
Er þá íslenska kerfið
nokkuð slæmt?
Einhverjir myndu nú spyrja þessarar
spurningar og samkvæmt framangreindum
upplýsingum mætti ætla að svo væri ekki.
En gleymum því ekki að það eru
tannlæknar sem ákveða sjálfir taxta sinn,
sem er lágmarkstaxti og eins og fram kemur
í viðtölum hér á eftir telja tannlæknar hann
ekki vera of lágan. Það eru ekki margar
stéttir í þessu landi sem eru ánægðar með
kjör sín. En tannlæknar kvarta aldrei og
það er eingöngu vegna þess að þeir hafa
nóg, og meira en það. Venjulegir læknar
hafa farið í verkföll, en aldrei tannlæknar.
Og ekki er nóg með að stétt þessi ákveði
hvaða þóknun skal taka fyrir að gera við
tennur, heldur er hún einnig í sérstaklega
góðri aðstöðu til þess að ákveða hvað hún
borgar í skatta. Hver ætti að fylgjast með
því hversu mikið kemur í kassa tannlæknis
eftir daginn. Að vísu eru tannlæknar
bókhaldsskyldir, en það er eitt að vera
bókhaldsskyldur og annað að borga réttan
skatt. Forréttindahópar eiga ekki rétt á sér
á meðan forréttindi þeirra bitna á afkomu
almennings. Forréttindi konunga og
keisara eru af göfugum toga spunnin,
forréttindi tannlækna ekki. Því tæpast er
hægt að segja að tannlæknaiðnin sé svo
göfug iðja að launin eigi að vera margföld.
Þrengra verksvið en mannsmunn er tæpast
hægt að hugsa sér. Og að bora þar í tennur
og fylla síðan upp í er eðli málsins
samkvæmt ekkert merkilegra en að grafa
hitaveituskurð, þó vissa sérþekkingu þurfi
til, og skal ekki dregið úr gildi hennar.
En öll mál hafa tvær hliðar í það minnsta
og til þess að varpa einhverju ljósi á þá hlið
sem ekki hefur verið dregin fram hér á
undan, birtum við tvö viðtöl við tannlækna
um þessi mál.
„Taxtinn
er okkar
einkamál"
Rætt við Kristján Ingólfs-
son formannTannlækna-
félags íslands
— Hvers vegna telur þú að hið opinbera
taki ekki meiri þátt i kostnaði við tann-
lækningar?
Þetta er fyrst og fremst spurning um
peninga og hvaðan á að taka þá.
Heilsugæsla er nú þegar orðin það dýr að
ég held að stjórnvöld séu ekki ginnkeypt
fyrir því að auka þau. Annað er, að ef
tannlækningar yrðu greiddar að fullu eða
allt að því yrði straumurinn til tannlækna
það mikill að þeir myndu ekki anna
honum.
— En myndi tannlæknafélagið ekki vera
andvígt þeim breytingum ef til þeirra
kæmi?
— Það eru að vísu skiptar skoðanir um
þetta innan félagsins en ég held að ég megi
fullyrða að tannlæknafélagið myndi ekki
setja sig upp á móti þvi. Kerfið hér á íslandi
í dag er ekki svo slæmt. Það er sniðið eftir
norskri fyrirmynd sem byggist á því að skila
fólki fram á fullorðinsár með heilar tennur
og síðan geti það séð um sig sjálft. Enda tel
ég ekki rétt að taka alla ábyrgð af fólki með
því að endurgreiða því allan kostnað, þá
gætir það ekki tannanna eins vel og ella.
Sl.tbl. Vikan IX