Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 12

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 12
— Við hvað er miðað þegar taxti tannlæknaféiagsins er gerður? — Til skamms tíma bjuggu tannlæknar til taxta sinn algjörlega upp á eigin spýtur en þegar samningarnir voru undirritaðir við Tryggingastofnun ríkisins 19. apríl 1975 varð breyting á. í samráði við Tryggingastofnunina var búin til ímynduð vísitölutannlæknastofa. Þar var flest tekið inn í dæmið, þvottur, ræsting, tímarita- kaup, mannakaup, afskriftir af tækjum og allt mögulegt. Laun tannlækna síðan miðuð við nokkra launaflokka hjá B.H.M. Á grunni allra þessara upplýsinga var taxtinn siðan byggður. Hann er endur- skoðaður á þriggja mánaða fresti og fylgir því verðlaginu. — Hver endurskoðar hann? — Það er tannlæknafélagið og starfsmaður Hagstofunnar. — Nú finnst eflaust mörgum taxti ykkar hár, alveg burtséð frá þvi hvort hið opinbera á að taka þátt í kostnaðinum eða ekki. Er taxtinn rýmilega áætlaður út frá vísitölutannlæknastofunni? — Sjáðu nú til. Þegar ungur tannlæknir lýkur námi og ætlar að opna stofu er stofnkostnaðurinn ógurlegur — á milli 15 og 20 milljónir. Þetta þarf svo allt að endurnýja á 5-10 ára fresti. Þessa peninga verður tannlæknirinn að leggja fram sjálfur, hann verður að taka allt sitt í gegnum „praksís” og þess vegna verður taxtinn að vera hár. Fólk tekur eftir hvað þetta er dýrt vegna þess að það borgar tannlækninum beint. Ég efast um að hver tímaeining hjá tannlækni sé nokkuð dýrari en hjá almennum læknum. Það er bara spurning hvort greiða eigi þetta úr sam- eiginlegum sjóði eða ekki og það er stjórn- valda að taka ákvörðun um það. Annars tel ég að það hefði ótvíræða ókosti í för með sér ef hið opinbera færi að skipta sér meira af þessum málum en nú er. Tannlæknaþjónustan yrði ekki ódýrari við það vegna allrar skriffinnskunnar sem nauðsynlega fylgir starfsemi hins opinbera. Þeir sem í henni stæðu þyrftu að fá eitthvað fyrir sinn snúð. — En gæti ekki verið að þessi aukakostnaður myndi skila sér í auknum skatttekjum til ríkisins frá tannlæknum? — Ef þú ert að tala um skattsvik þá vil ég að það komi fram að tannlæknar eru bókhaldsskyldir og verða að skrifa niður tekjur sínar eftir hvem dag. Hver fylgist með því? Það er náttúrlega hægt að gera allan fjandann en ég tel að ef ekki er um meiri skattsvik að ræða í þjóðfélaginu en hjá tannlæknum þá væri flest í sómanum. — Get ég fengið taxta tannlækna- félagsins með mér til skoðunar? — Nei, við látum hann ekki frá okkur. — Hvers vegna ekki ? — Hann er okkar einkamál. „Þetta er pólitísk spurning" Nokkrir tannlæknar skrifuðu ekki undir samninginn sem gerður vai við Tryggingastofnunina 1975. Aðallega voru þetta tannlæknar sem fást við tannréttingar en slíkar aðgerðir hafa mjög færst í vöxt hin síðari ár. Margur hefur þá hugsað sem svo að nú ætluðu þessir þrjótar að halda áfram að svíkja undan skatti og því ekki skrifað undir. Einn þessara tannlækna er Ólafur Björgúlfsson. Við spurðum hann hvers vegna hann hefði ekki skrifað undir. með vexti og þróun andlits og kjálka. Það er töluvert frábrugðið venjulegum tann- lækningum eins og hver maður ætti að geta séð. Við leggjum til góð ráð og tæki og síðan veltur allt á sjúklingnum hvernig til tekst með framhaldið. Ef þriðji aðili kemur þarna inn í spilið, þ.e. hið opinbera, þá teljum við að allt aðhald hverfi en það er einmitt það sem er svo nauðsynlegt í tannréttingum. Ástæðan fyrir því að við skrifuðum ekki undir þennan samning var að í honum var gert ráð fyrir því að hið opinbera greiddi tannréttingar að fullu en við lögðum til að ríkið greiddi verulegan hluta kostnaðarins á móti sjúklingnum, t.d. 75%. — En nú er starfandi sérfræðingur í tannréttingum á Akureyri og hann skrifaði undir. — Ég tel mig vita að sá maður sé á sama máli og við hérna í Reykjavík um skiptingu kostnaðar á milli hins opinbera og sjúklinganna sjálfra. Það er e.t.v. erfiðara um vik í fámenninu þarna fyrir norðan. — Er ástæðan ekki sú að með því að skrifa ekki undir samninginn getið þið haldið áfram að ákvarða skatta ykkar sjálfir? — Ég get að sjálfsögðu aðeins svarað fyrir sjálfan mig. Ég bý i bæjarfélagi þar sem fólk er yfirleitt vel stætt og þar ber ég höfuð og herðar yfir aðra hvað skatta varðar. Það getur varla verið að skatt- svikarar greiði hæstu skattana. Einnig vil ég nefna að ég gef öilum mínum sjúklingum kvittun fyrir greiðslu en hvort þeir henda henni strax og þeir koma út veit ég ekkert um. — Hefur þú einhverja skynsamlega skýringu á því hvers vegna það er svona dýrt að fara til tannlæknis? — Tannlækningar hafa alltaf verið 12 Vikan Sl.tbl. „Þetta er lýjandi starf.'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.