Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 51

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 51
en peninganna, helduröu það? Auðvitað getur það ekki enst. Ég vona bara, að hún þurfi ekki að ganga gegnum þær þrengingar, sem hún verðskuldar.” Ég hló. Hin vingjarnlegu orð voru töluð í þeim tón, að ég efaðist ekki um hvaðhún meinti. „Jæja, ef það endist ekki, geturðu huggað þig við að segja: „Þetta sagði ég," sagði ég.” „Það skal ég aldrei, því lofa ég.” „Þá getur þú glaðst yfir því að hafa þá sjálfstjórn að segja ekki: „Þetta sagði ég þér,” sagði ég.” „Hún er gömul, ósmekklega klædd og leiðinleg.” „Ertu viss um, að hún sé leiðinleg?” sagði ég. „Það er rétt, að hún segir ekki mikið, en þegar hún segir eitthvað, er það mjög hnittið." „Ég hef aldrei heyrt hana gera að gamni sinu.” Ég var farinn aftur til Austurlanda, þegar þau Gilbert og Jane komu heim úr brúðkaupsferðinni, og í þetta sinn var ég tvö ár í burtu. Frú Tower stundaði ekki bréfaskriftir, og þó að ég sendi henni póstkort annað slagið, heyrði ég ekkert frá henni, en ég hitti hana innan fárra daga, þegar ég kom aftur til London. Mér var boðið út að borða og þegar ég settist að borðinu, sá ég, að ég sat við hliðina á henni. Þetta var heilmikið samkvæmi, ég held að við höfum verið tuttugu og fjögur. Þar sem ég kom heldur seint og var hálfutan við JANE mig yfir þessu fjölmenni, áttaði ég mig ekki strax á því, hverjir voru þarna. En þegar ég leit yfir hópinn, sá ég, að þarna voru margir vel þekktir menn, sem myndir birtast af í blöðum. Gestgjafi okkar hafði mikinn áhuga á frægu fólki og þetta var óvenjulega glæsilegt sam- kvæmi. Þegar við frú Tower höfðum skipst á nokkrum orðum, eins og venja þeirra er, sem ekki hafa sést i nokkur ár, spurði égeftir Jane. „Henni líður vel,” sagði frú Tower dálitið þurrlega. „Hvernig hefur hjónabandið gengið?” Frú Tower þagði um stund og tók salta möndlu af fatinu fyrir framan hana. „Það virðist mjög farsælt.” „Þú hefur þá haft rangt fyrir þér?” „Ég sagði, að það mundi ekki standa lengi og ég segi það enn. Það er andstætt mannlegu eðli.” „Er hún hamingjusöm?” „Þau eru bæði hamingjusöm.” „Ég geri ekki ráö fyrir, að þú hittir þau oft.” „Fyrst hitti ég þau oft. En nú...”, frú Tower kipraði varirnar. Jane er orðin mjög mikilsháttar persóna.” „Hvað áttu eiginlega við?” sagði ég hlæjandi. „Ég held ég ætti að segja þér, að hún er hérna í kvöld.” Mér varð bilt við, ég leit i kringum mig aftur. Gestgjafi okkar var mjög indæl og skemmtileg kona, en ég gat ekki ímyndað mér, að hún myndi bjóða til slíks samkvæmis álappalegri, eldri' konu lítt þekkts arkitekts. Frú Tower sá vandræði mín og var nógu kæn að sjá, hvaðég hugsaði. Hún brosti dauflega. „Líttu til vinstri við gestgjafa okkar.” Ég leit þangað. Svo undarlega vildi til, að konan, sem sat þar, hafði vakið athygli mína, þegar mér var vísað inn i stofuna, vegna fjarstæðukennds útlits. Mér hafði fundist ég sjá blik í augum hennar eins og hún kannaðist við mig, en eftir minni bestu vitund hafði ég aldrei séð hana áður. Hún var ekki ung kona, því hár hennar var grátt. Það var mjög stutt klippt og féll að vel sköpuðu höfði hennar í þéttum lokkum. Hún reyndi ekki að sýnast ung, og skar sig úr þessu samkvæmi, vegna þess að hún notaði hvorki varalit, farða eða púður. Andlit hennar, sem ekki var sérlega laglegt, var rautt og útitekið, en vegna þess að ekkert hafði verið gert til þess að fegra það, var það eðlilegt og mjög viðfelldið. Það var í einkennilegri mótsetningu við hvítar axlir hennar, þær voru raunar alveg stórkostlegar. Kona um þritugt hefði mátt vera stolt af þeim. En kjóllinn hennar var óvenjulegur, ég hef ekki oft séð djarfari klæðnað. Kjóllinn var svartur og gulur, mjög fleginn, pilsið stutt, eins og þá var í tísku. Hann verkaði næstum eins og grímubúningur, en hann klæddi hana og þó að hann hefði verið hræðilegur á öðrum, virtist hann alveg blátt áfram á henni. Og til þess að fullkomna áhrifin af öfgunum og íburðinum í klæðaburðinum, sem þó var ekki tildurslegur, bar hún einglymi i svörtu bandi. „Þú ætlar ekki að segja mér, að þetta sé mágkona þin,” sagði ég undrandi og greip andann á lofti. „Þetta er Jane Napier,” sagði frú Towerkuldalega. Á þessu andartaki var hún að spjalla, húsráðandinn snéri sér brosandi að henni, eins og hann skemmti sér vel. Hvíthærður, sköllóttur maður með skarpleitt, gáfulegt andlit hallaði sér fram eftirvæntingarfullur, og par, sem sat á móti þeim, hætti að tala saman og hlustaði spennt. Hún lauk máli sínu og fólkið slengdi sér skyndilega aftur á bak i sæti sínu og hló hátt. Frægur stjórn- málamaður, sem sat hinum megin við borðið, yrti á frú Tower: „Mágkona þin hefur enn sagt eitt- hvað fyndið.” Frú Tower brosti. „Hún er alveg ein- stök, ekki satt?" „Ég ætla að fá mér ærlegan sopa af kampavíni og segðu mér svo, í guðanna bænum, alla söguna,” sagði ég. Framhald í nœsta blaði. f X. tbl. Vlkan JI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.