Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 31

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 31
Plakat Vikunnar: enn á ný Sænska hljómsveitin Abba virðist ekki enn hafa runnið skeið sitt á enda. Hún er nú orðin ein stærsta útflutnings- vara Svia og er þar engin breyting á, ef dæma má af nýjustu blaðafregnum. Hljómsveitin hefur nýlokið hljómleika- og auglýsingaferð um Bandaríkin og vakti þar mikla athygli, þótt ekki tækist henni að koma nýju LP-plötunni, The Album, i efstu sæti vinsældalistanna þar í landi. En þau eru ekkert á því að gefast upp og nú er enn ein plata frá þeim á leið á markaðinn. Hún kemur reyndar alveg i tæka tið fyrir jólin, svo ekki ætti að verða erfiðleikum bundið að velja jólagjöfina fyrir börn á aldrinum fjögurra ára til sjötugs. Eins og flestir vita mynda hljómsveitina ABBA tvenn hjón, Agnetha Fáltskog og Björn Ulvaeus, en þau eiga tvö börn saman, og Annifrid Lyngstad og Benny Anderson, sem að vísu eru ekki gift, en búa saman. Þau síðarnefndu eiga tvö börn hvort frá fyrra hjónabandi. ABBA kom fyrst fram í Grand Prix keppni í Sviþjóð, en varð þá ekki fyrir valinu til þess að taka þátt i Evrópukeppninni. En þau voru ekkert á því að gefast upp og næsta ár sigruðu þau. Sá sigur var upphafið að einstæðum frægðarferli, sem enginn veit ennþá hvernig endar. Plötur þeirra seljast mest allra norrænna platna og enn eru þau söluhæst allra fjölskyldu- hljómsveita heims. Varla er mögulegt að skrifa um velgengni ABBA hljómsveitarinnar án þess að minnast nokkrum orðum á umboðsmann þeirra, Stickan Anderson. Hann var áður kennari í sveit, en lærði um skemmtanaiðnaðinn í bréfaskóla. Stickan er nú orðinn stærsti forvígismaður tónlistarútgáfu á Norður- löndum. í þessum störfum er hann þrautþjálfaður og ýmsar hugmyndir hans, sem henta vel hinni einu sönnu ímynd ABBA í augum fólksins, hafa slegið í gegn. Vinsældir ABBA hafa lítið breyst á undanförnum árum. Sumir segja að þær byggist talsvert á góðu skipulagi, en varla er það þó eina ástæðan fyrir vinsældunum. Lögin þeirra eru létt og auðlærð og eiga nokkuð greiðan aðgang að heimsmarkaðnum. Þau eiga aðdáendur á öllum aldri, eru létt í framkomu, bæði á sviði og í umgengni. Og síðast en ekki síst, þau hafa þénað svo mikið að þau geta dregið sig í hlé nokkurn veginn áhyggjulaust, þurfa aðeins að hugsa um hvernig í ósköpunum þau eiga að verja ölium þessum gróða. baj Sl.tbl. Vikan3I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.