Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 28

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 28
„Gordon?” Stúlkan kinkaði kolli. „Elskarðu Gordon?” Hún kmkaði aftur kolli. „Ég spurði þig spurningar." „Já.” „Jáhvað?” „Já, ég elska Gordon.” Rödd hennar var eins bitur og köld og nóttin úti fyrir. Aðeins höfuð Gordons stóð út úr rauðum hnefanum sem hélt honum þéttingsfast. Hallet lyfti litla dýrinu í hæð við blá augu sin þar til bleikt og hvítt snjáldrið titraði í bylgjandi sígarettureyknum og litlu rauðu augun ranghvolfdust i leit að undankomuleið. „Ég held að Gordon elski þigsagði Hallet. Með lausu hendinni sló maðurinn öskuna af sígarettunni, hélt henni að glansandi vörunum og saug að sér reyk- inn þar til glóðin var logarauð. Hann hélt þétt á sígarettunni og færði glóðina að hvítu rottunni. Rynn kæfði óp. Hallet þrýsti glóandi sigarettunni að öðru auga Gordons. Rottan kveinaði. Hönd Rynn bældi öskur hennar. „Jesús,” hvíslaði Mario. Rottan kveinaði aftur og aftúr og aftur. Stúlkan greip i Mario og gróf andlitið i slánni hans. Drengurinn lagði skjálfandi handlegginn utan um axlir hennar. Hallet hélt sígarettunni upp og blés á endann þar til hann var hvítglóandi. Ekki fyrr en tóbakið skíðlogaði þrýsti hann þvi að hinu auga veinandi rott- unnar. Eitt andartak horfði hann athugandi á Gordon sem engdist í hendi hans og fleygði síðan dýrinu í eldinn. Hann kastaði sígarettunni inn i arininn. Hallet rak höndina framan I stúlkuna. Rispur I holdugum lófanum vætluðu blóði. „Helvitis dýrið klóraði mig.” Hann sagði drengnum að ná í sótt- hreinsunarlyf. „í lyfjaskápnum uppi?” spurði Mario. Skjálfandi gat Rynn ekki svarað. Mario haltraði gegnum herbergið, hengdi regnfrakkann upp I holinu og fór uppstigann. Hallet stóð fyrir framan stúlkuna og kannaði rispurnar í lófa sínum með yfir- bragði manns sem hefur friðþægt sjálfum sér með vel unnu verki. Hann lét sig síga niður I ruggustólinn og hallaði honum hægt fram á við þar til hann andaði beint í andlit Rynn. „Jæja. Hvar er pabbi þinn?” Stúlkan tuldraði eitt einasta orð. „Ég heyri ekkitil þín.” „Sofandi,” tókst stúlkunni að koma upp. „Uppi?” Hún hristi höfuðið. „Ég spurði þig hvort hann væri uppi?” „1 næsta herbergi.” Það var vart hægt að greina rödd hennar. Hallet ýtti erminni á tweedjakkanum upp af úlnliðnum og leit á armbands- úrið. „Hann fer snemma að sofa.” „Hann vakti í alla nótt. Við þýðingar.” „Já?” Manninum tókst að gefa í skyn með þessu eina orði, að þótt fullyrðing hennar gæti verið dagsönn, þá tryði hann henni ekki eitt andartak. „Hvar? 1 þessu herbergi?” Hann hnykkti höfðinu í átt að vinnuher- berginu. „Já.” „Hversu mörg voruð þið til kvöld- verðar?” Rynn gat enn ekki fengið sig til að líta á manninn. „Þú getur séð það.” „Ég spurði.” „Tvö.” „Bara þið tvö?” Rynn kinkaði kolli. Áður en maðurinn byrsti sig, og hún vissi að hann myndi gera það, sagði hún upphátt. „Já.” „Pabbi?” Litla stúlkan við endann á trjágöngunum „Nei.” „Nei, hvað?” „Faðir minn borðaði ekki...” Hún barðist við tárin. „Þú sagðir að hann hefði verið þreyttur.” „Já.” Mario hafði komið niður stigann og inn í herbergið hljóðlaust. Með sótt- hreinsunarlyfið I hendinni haltraði hann til mannsins. Hallet sneri sér að drengnum. „Góður kvöldverður?” Mario talaði einnig með röddu sem var tæpast meira en hvisl. „Já." Hallet reif af honum flöskuna. „Alein?” Drengurinn sendi Rynn örvæntingar- fullt augnaráð eins og hann gæti ef til vill lesið úr andliti hennar hvað hún hafði sagt. En hún hafði snúið sér út í homið. „Nei.” „Alein, en ekki ein?” Maðurinn málaði rispurnar I lófa sér með rauðu joði úr litla glasinu. „Ef þið eruð ekki ein, hvar er hann þá?” „Hver?” „Sá, sem við erum að tala um.” Hallet hélt hendinni að ljósinu. „Pabbi hennar.” „Hann er í næsta herbergi,” sagði Rynn snöggt og fann lyktina af joðinu. „Ekki uppi?” „Nei.” „Þú sagðir uppi.” „Nei, það gerði ég ekki.” „Ekki uppi.” Hallet lauk við að mála höndina. Hann skrúfaði tappann á aftur og rétti drengnum sem beið flöskuna. „Þar sem hann vinnur.” „Já.” „Ekki að vinna I þetta sinn. Sefur.” Stúlkan kinkaði kolli. Flýtti sér síðan aðsegja „Já.” „En ekki uppi.” Maðurinn sagði þetta eins og einhver sem vill að það liggi alveg ljóst fyrir að hann vill ekki gera neina skyssu. Hallet reis upp úr ruggustólnum sem marraði hægt fram og aftur. Við arininn tók hann upp skörunginn og skaraði i eldinn. Hann talaði við stúlkuna, sem sat á eldiviðarkassanum, en hnykkti höfðinu í átt til drengsins. „Hann er?” „Éger Mario Pedesta.” Hallet leit ekki á drenginn. Hann snéri sér að Rynn. „Ég spucði þig.” „Hann er Mario Pedesta.” Hægt snéri hann sér að drengnum. „Það rétt?” IAWEX frískandi þurrkur vættar spritti á skrifstofuna íbílinn í ferdalög Heildsölubirgdir Halldór Jónsson hf Drengurinn kinkaði kolli, en flýtti sér að bæta við „Já.” „Ég hef séð þér bregða fyrir.” „Frændi minn,” sagði drengurinn. „Hann er lögga.” „Já.” „Hann var hér fyrir augnabliki.” Hallet smellti fingrunum svo Mario liti beint í augu honum. „Af hverju?” „Hann kemur aftur.” „Það var ekki það sem ég spurði þig um.” „Segðu honum það,” sagði Rynn, „Já, segðu mér það,” sagði Hallet. „Hann komi hingað vegna þess að þú hringdir i hann. Að spyrja um móður þína. Af hverju hún væri ekki komin heim. Hann hélt þú kæmir kannski hingað að gá að henni.” „Af hverju ætti hún að vera hér?” Rauðröndótt hönd benti Rynn að svara ekki. Hann vildi heyra svarið frá drengnum. „Sultukrukkurnar eru þarna. Hún ætlaði að koma við og sækja þær.” „Og þarna eru þær,” sagði Hallet. „Miglioriti lögregluþjónn ætlar að koma aftur,” sagði Rynn. „Sagði hann þaö?” „Já.” „Ég er viss um,” sagði Hallet og settist varfærnislega I ruggustólinn, „að hann gerir þaðeinhvern daginn.” XII. kafli. Hallet leit á úrið sitt. „Hvar haldið þið að þessi móðir mín geti haldið sig á þessum tíma sólarhrings?” Það gat verið blekking af völdum flöktandi birtunnar sem maðurinn ruggaði I, en Rynn var viss um að hann brosti. Hann rétti bleikar hendurnar að eldinum. „Þarna um kvöldið,” sagði hann og andlitið var skærrautt í bjarmanum frá arninum, „sagðistu ekki eiga neinn kær- asta.” Þetta var ekki bein spurning og Rynn var búin að sýna að hún fékkst aðeins til að tala þegar maðurinn krafðist þesr óvefengjanlega. í stað þess að toga úr úr henni svar sneri maðurinn spurningunni aðdrengnum. „Ert þú kærastinn hennar?” „Já.” Hallet sneri blóðrauðu andlitinu að stúlkunni. „Þú sagðir „enga kærasta”.” Augu mannsins hvíldu á borðinu ogdiskunum tveim. „Mér sýnist þú halda kvöldverðarboð fyrir þá. Með kertaljósi og víni.” Snögglega sneri Hallet sér að Mario. „Hún er mjög ung. Hvað sagði hún þér, að hún væri gömul?” „Þrettán.” „Fjórtán, þrettán — yngri en þú, ekki satt?” Mario kinkaði kolli. „Þekkirðu engar stúlkur á þinum aldri? Eða vilja stúlkur á þinum aldri kannski dansa?” Framhald í næsta blaði. 28 Vlkan 51. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.