Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 4

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 4
Islensku feröafólki í París vísað til veitingahúsavegar I dagstofu Parísarbúa I dag: Kaffihús Parísar Þar lesa menn frönsku útgáfurnar af Dagblaðinu og Vikunni, skrifa bréf eða hringja í vini sína. Þar lesa menn lexi- urnar sínar, biða eftir stúlkunni sinni eða rita æviminningar sínar. Þar finna menn nýjar heimspekikenningar, semja unt viðskipti eða hella sig fulla. Þar mælir fólk sér mót eða situr bara og horfir á lifiðstreyma hjá. Þetta eru kaffistofurnar i Paris, sem eru eins konar framlengd dagstofa Parisarbúa. Þar sitja þeir, þegar þeir eru ekki að vinna eða sofa. Enda eru litil takmörk sett þeim notum, sem Parisar- búar geta haft af kaffistofunum, horn- steini daglegs lifs þeirra. Hvorki bar, pöbb né knæpa Frönskum kaffihúsum er ekki hægt að líkja við ameríska bari, breska pöbba, þýskar knæpur né islensk kaffihús. í Paris selja kaffistofurnar jöfnum höndum kaffi og kakó, létt vín og bjór, sterka drykki. snarl og heilar máltiðir. Kaffihúsin i Paris heita oftast Café. Stundum heita þau Bistro og einstaka sinnum Tabac. Munurinn er afar litill, ef hann er nokkur. Á Bistro er stundum meira úrval af léttum vínuni eða bjór en á venjulegu Café. Og Tabac er tóbaks- vörubúð um leið og hún er kaffistofa. Þú færð að sitja og sitja Lýðræðið blómgast á kaffihúsum Parísar. Þú velur þér sjálfur laust sæti úti á gangstétt eða inni við gafl. Þú getur pantað þér einn kaffibolla að morgni dags og setið yfir honum til kvölds. Þjónarnir ónáða þig ekki, þvi að það er siðvenja. að hver fái að sitja eins lengi og honum þóknast. Mest er um að vera á kaffistofunum upp úr klukkan tólf á hádegi og sex að kvöldi, þegar menn þyrpast inn til að fá sér glas fyrir matinn. Þá fara menn að „diskinum", sem Frakkar kalla Zinc, og drekka standandi, þvi að þá sleppa menn við 15% þjónustugjaldið. Aðrir, sem nógan timann hafa, láta fara vel um sig i stól úti á gangstétt og líta letilega í kringum sig. Það eru ekki bara túristar, sem hanga við gangstéttar- borðin. Þar eru lika Parisarbúar að skoða mannlífið. Kaffið gott og súkkulaðið best Kaffi er gott á frönskum kaffihúsum, mun betra en menn eiga að venjast á íslandi, og kostar 4-5,50 franka. Af te er viða hægt að fá nokkurt úrval á 5-6,50 franka. Best er þó súkkulaðið. sem er i hollenskum gæðaflokki og kostar 4-6,50 franka. Bjór er vondur og kostar 4,50-5,50 franka. Útlendur bjór, sem er betri, kostar mun meira. Vinglasið kostar um 5-8,50 franka eftir gæðum vínsins og stöðu kaffihússins. Koníakið kostar 10- 14 franka og flestir lystaukar (aperitiv) 6,50-10franka. 1 Paris borga menn ekki hvern drykk fyrir sig. Menn borga um leið og þeir fara. Þá leggur þjónninn 15% gjald ofan á verðin, sem lýst hefur verið hér, og hreinsar til af borðinu. Kaffistofurnar eru opnar, þegar eigendunum þóknast. Yfirleitt loka þeir ekki fyrr en sárafáir viðskiptavinir eru eftir. Margir loka klukkan eitt að nóttu, aðrir klukkan tvö og sumir loka aldrei. í öllum hverfum er hægt að finna opna kaffistofu á hvaða tima sólarhringsins sem er. Gott að sitja við elstu kirkjuna Frægasta kaffihús i Paríser Cafédela Pai.x við óperutorgið, Place de l’Opéra, á hægri bakkanum. Þetta er fremur dýr stofa, en ekki óhugnanlega. Nú orðið er þar orðið litið um Frakka. Hins vegar er sagt, að sitji maður þar einn dag. sjái menn um síðir hvern einasta Bandaríkjamann, sem staddur er i París þann daginn. Vinir, Pygmearnir hafa undirbúið • stórkostlega veislu, gjörið svo vel að setjast til borös._ 4 Vlkan Sl.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.