Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 23
— Þetta er vopnað rán, sagði hann ákveðinn og ógnaði gjald- keranum með leikfanga- byssunni. — Verið bara róleg, en gætið þess að snerta ekki við aðvörunarbjöllunum . . . Gerið svo vel að koma hingað, gjaldkeri... June æpti upp yfir sig og hörfaði óttaslegin til baka. Hún var þegar farin að tína seðla- búntin fram í lúguna. — Komið hingað og flýtið yður nú, sagði Ted skipandi. — Ég? Ted kinkaði kolli bak við dökkbláa klútinn og húfuna. Svo þreif hann miskunnarlaust í June og dró hana til sín. — Já, en peningarnir . . . Ætlið þér ekki... Ted leit bara með háðsbrosi á seðlabúntin í lúgunni. Það voru önnur verðmæti, sem hann hafði áhuga á. Hann ýtti June að dyrunum. í sömu andrá kom faðir hennar, útibússtjórinn, fram af skrifstofunni sinni. — Stöðvið þjófinn, hrópaði hann æstur og leit í kringum sig eftir næstu viðvörunarbjöllu. Áður en honum tækist að ýta á hana hafði Ted sveiflað June á bak sér. Svo þaut hann út með byrði sína. Tíu sekúndum siðar ók hann á feikna hraða eftir Watermoor Street. Það hvein í hjólunum, er hann beygði fyrir horn, og fimm mínútum síðar var hann kominn út úr bænum. Hann hélt áfram eftir fáförnum hliðargötum til Yewlands Grove. Og nú gaf hann sér fyrst tíma til að fjarlægja dökkbláa klútinn og húfuna. — Ted, stundi June og faðmaði hann að sér. — Þér tókst þá eftir allt saman að fá mig. Jafnvel þó pabbi vilji ekki heyra minnst á það að eignast leikara fyrir tengdason. Og mikið lékstu hlutverkið vel! Hún hjúfraði sig ástúðlega að honum, og hann jók hraðann. Borgardómarinn í Yewlands Grove beið þeirra, tilbúinn til hjónavígslu. Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. k i BIABIÐ Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, simi 27022 f I. tbl. Vlkan u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.