Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 15

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 15
Það er freistandi að leyfa sér óhóf um jólin en alls engin nauðsyn í „innkaupaleiðangri" með Vik- unni á neytendamarkaði Jólahaldið kostar allt mikla peninga — kannski alla þá peninga, sem þú hefur hand- bæra — stundum jafnvel meira en þá. — Það er talið mjög óskynsamlegt að eyða meiru en aflað er. Enn óskynsamlegra er að fá peninga að láni til þess að „haldajól”. Það verður hreinlega að reyna að halda jólin eftir buddunni sinni og sníða sér stakk eftir vexti. Auðvitað getur stundum verið gaman að láta eftir sér eitthvert óhóf í mat, en það verður enginn saddari, þótt maturinn kosti nokkrum þúsund krónum meira. Vel er hægt að matbúa ódýrari kjöttegundir, eins og lambakjöt, og bera fram hátíðlega i stað þess að nota dýrari kjöttegundirnar, sem til eru á markaðinum. Flestir eru þó sennilega sammála um, að jólahangikjöt- inu megi ekki sleppa. Það verður að vera með á matseðlinum, hvað sem tautar og raular. „Fokheldur matseðill" Neytendasíða Vikunnar bjó til tvo mjög einfalda matseðla fyrir aðfangadagskvöld, jóladag og annan í jólum. Fórum við síðan inn í Hagkaup og „versluðum” fyrir þessar máltíðir. Önnur máltíðin var dýr — hin eins ódýr og hægt var að koma við — en matnum samt haldið innan við hátíða- rammann. — Þetta var svo sem lítil verslun hjá okkur og matseðlarnir varla nema rétt „fokheldir”, eins og það er kallað, aðeins það nauðsynleg- asta keypt. Við reiknuðum með fjölskyldustærð svona 4 til 6. Svínakjöt eða lambakjöt Á dýrari matseðlinum var boðið upp á svínakótelettur á aðfangadagskvöld, hangikjöt á jóladag og svinasteik á annan í jólum. Á ódýrari matseðlinum var lambahryggur á aðfanga- dagskvöld, hangikjöt á jóladag og lambalæri á annan í jólum. Ellefu tegundir af vörum Alls urðu þetta ellefu vöru- tegundir, sem við „keyptum”. Fyrir utan kjötið var þetta niðursoðið grænmeti, sulta, niðursoðnir ávextir og munnþurrkur. Dýrari karfan okkar lagði sig á 17.786 kr. og sú ódýrari á 1 1.958 kr. Verðmismunurinn liggur aðallega í kjötinu, það var ótrúlega lítill munur innan vörutegundanna í Hagkaupi. Kjötið í ódýrari körfunni kostaði allt samtals 8.738 kr. í dýrari körfunni var svínakjöt, eins og áður segir, og það ásamt hangikjötinu kostaði samtals 14.416 kr. Þarna munar talsverðu á kjötverðinu, eða 5.678 kr. Annað sem við keyptum var: Grænar baunir, gulrætur, rauðkál, jarðarberjasulta, kokkteilávextir, jarðarber, perur og jólaserviettur. Þessar vörur kostuðu 5.370 kr. í dýrari körfunni og 3.196 kr. i þeirri ódýrari. Einna mestur munurinn var á niðursoðnu jarðarberjunum. Að vísu voru ekki til samsvarandi dósastærðir af dýrustu og ódýrustu jarðarberjunum, þannig að við reiknuðum ih ídlóverð beggja tegundanna. Á dýrari tegundinni kom kílóið út á 1.329 kr. en sú ódýrari kostaði 675 kr. kg! Það er því greinilega alls ekki sama hvaða tegund af jarðarberjum keypt er. Inni- haldið er sennilega mjög svipað. Á perunum munaði 140 kr. Ódýrari tegundin var kínversk. Sagði verslunarstjórinn, Gestur Hjaltason, sem aðstoðaði okkur við þessi „innkaup”, að mjög gott verð væri á niðursuðu- fengust í Hagkaupi. vörum frá Kína. Er þetta ágætis- vara, þó getur komið fyrir, að ávextirnir séu trénaðir. Dýrari grænbaunadósin kostaði 539 kr. Við vorum fyrst búin að velja grænar baunir frá Ora, sem kostuðu 305 kr„ í ódýrari körfuna. Þá rákum við augun í þurrkaðar baunir frá Erin. Þær voru langtum ódýrari, tókum við tvo pakka, sem hvor um sigkostaði 115 kr. Þetta eru prýðisgóðar baunir, sem tekur ekki nema fáeinar mínútur að matreiða, en þær eru í þurrkuðu ástandi í pakkanum — svokallaðar „skyndibauhir” (instant). Þar að auki eru þær fallegri á að líta en Ora- baunirnar, skærgrænar á lit. Rauðkálið í ódýrari körfunni var íslenskt, frá Ora, og kostaði 549 kr. Það dýrara var útlent og kostaði 759 kr. Þarna munaði 210 kr. Alltaf gleðst maður, þegar innlendar iðnaðarvörur standast samanburð við þær, sem erlendar eru, en rauðkálið frá Ora er prýðilega gott og fyrsta flokks vara. Litill verðmunur var á kokkteilávöxtunum, eða nákvæmlega 100 kr. Það er samt sjálfsagt að skeyta um hundrað krónur hér og hundrað krónur þar, því smáupphæðir eiga það til að safnast saman og verða að stórri upphæð, áður en við er litið. Ýmislegt eftir En þarna er ekki hægt að láta staðar numið. Enn er eftir að kaupa ýmislegt, eins og t.d. kaffi, rjóma, ís, sem flestum þykir ómissandi á hátiðaborðið, gosdrykki handa yngstu kynslóðinni og jólaöl handa þeim, sem eldri eru. Þá er enn sennilega margt eftir — en oft á tiðum er það mjög einstaklings- bundið, hvað fólk telur sig þurfa á miklu að halda til þess að halda hátíð með fjölskyldunni. Sumir telja t.d., að ekki sé fært að borða hátíðamat án þess að með honum sé drukkið rauðvín. Ef það er gert hleypir það kostnaðinum mjög fljótt duglega fram. Langódýrasta rauðvínið, sem fæst i Áfengis- versluninni, kostar 1450 kr. (búlgarskt). Reiknað er með sex rauðvínsglösum úr einni flösku, og glasið kostar því um 200 kr. Hins vegar er líka til miklu dýrara rauðvín, eða 6.250 kr. (franskt). Glasið af því kostar um 1000 kr.! Dýrt eða ódýrt? — skiptir litlu máli En hvort heldur sem við kaupum skynsamlega inn til jólahaldsins eða höfum látið kylfu ráð kasti og hleypum okkur í skuldir til þess að halda jólin hátíðleg, má benda á, að innri gleði jólahaldsins fer ekki eftir því, hve miklu hefur verið varið til sjálfrar hátíðarinnar í peningum. Það er eitthvað allt annað sem skiptir máli sem ekki verður fjallað um á þessum vettvangi. Neytendasíða Vikunnar óskar öllum lesendum sínum gleðilegra jóla. A.Bj. Wœ&ÆtmJUAl'ÆLKyjl Jt \ ^ ii| i 11 JjÉf ■pfifTíwfe; m m M MÍ * iP | ( Grœnar baunir frá Ora eru langödýr- ustu niðursoðnu baunirnar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.