Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 48
heitir Gilbert og þegar hún talar um
hann, verður rödd hennar svo skrítin
og feimnisleg. Mér finnst það hlægilegt.”
„Mér þætti gaman að vita, hvernig
hann litur út.”
„Ó, ég er alveg viss um, hvernig hann
er, mjög stór og fyrirferðarmikill,
sköllóttur með stóra gullfesti framan á
ístrunni, stórt, feitt og nauðrakað, rautt
andlit og drynjandi rödd.”
Frú Fowler kom inn. Hún var í
svörtum kjól úr stífu silki, pilsið var vitt
með slóða, hálsmálið var V-laga og
ermarnar náðu fram að olnboga. Hún
var með silfurhálsfesti, greypta
gimsteinum, hún hélt á löngum,
svörtum hönskum og blævæng úr
svörtum strútsfjöðrum. Henni tókst það,
sem fáum er gefið, að lita út ná-
kvæmlega eins og sú manneskja sem
hún var. Maður hefði ekki getað hugsað
sér annað en virðulega ekkju eftir mikils-
virtan iðnrekanda.
„Þú hefur verulega fallegan háls,
Jane,” sagði frú Tower og brosti
vingjarnlega.
Háls hennar var raunar einkennilega
unglegur samanborið við útitekið andlit
hennar, hann var hvítur og sléttur og ég
tók eftir þvi, að hún bar höfuðið vel.
„Hefur Marion sagt þér fréttirnar?”
sagði hún og brosti til min sínu fagra
brosi, eins og við værum gamlir vinir.
„Ég hlýt aö óska þér til hamingju,”
sagðiég.
„Bíddu með það, þangað til þú hefur
séð kærastann minn.”
„Mér finnst það of dásamlegt að
heyra þig tala um kærastann þinn,”
sagði frú Tower brosandi.
Augu frú Fowler ljómuðu bakvið af-
káraleg gleraugun. „Þú skalt ekki
ímynda þér hann mjög gamlan. Þú
mundir ekki vilja, að ég giftist örvasa
gamalmenni með annan fótinn i
gröfinni, vildirðu það?"
Þetta var eina viðvörunin og það var
heldur ekki meiri tími til umræðu, því að
þjónninn hratt dyrunum opnum og
tilkynnti hárri röddu: „Herra Gilbert
Napier.”
Inn kom ungur maður í vel sniðnum
jakkafötum. Hann var grannur, ekki
mjög hár, með ljóst, liðað hár og blá
augu. Hann var ekki sérlega fríður, en
hann var viðfelldinn og alúðlegur. Eftir
tíu ár yrði hann sennilega fölur og
gugginn, en núna, í blóma æskunnar,
geislaði hann af fjöri. Hann var
áreiðanlega ekki meira en 24 ára. Mín
fyrsta hugsun var, að þetta væri sonur
unnusta frú Fowler (ég vissi ekki, að
hann væri ekkjumaður) og að hann
kæmi til að segja, að faðir hans gæti ekki
komið til miðdegisverðarins vegna
skyndilegs giktarkasts. En hann leit
strax til frú Fowler, andlit hans ljómaði
og hann gekk til hennar með útréttar
hendur. Hún rétti honum hendurnar,
brosti hæversklega og sneri sér að mág-
konu sinni.
„Þetta er kærastinn minn, Marion,”
sagði hún.
Hann rétti henni hönd sína.
„Ég vona, að þér geðjist að mér, frú
Tower,” sagði hann. „Jane segir mér, að
þú sért eina manneskjan á jörðinni
henni nákomin.”
Þá var dásamlegt að sjá andlit frú
Tower. Ég sá þá með hrifningu, hvernig
gott uppeldi, siðfágun og borgaralegar
venjur gátu dulið tilfinningar venjulegr-
ar konu. Undrunin og óttinn, sem hún
gat ekki dulið i andartakinu, hurfu skjótt
og andlit hennar lýsti aðeins alúð. En
auðsjáanlega gat hún ekki komið upp
orði. Það var ekki óeðlilegt, að Gilbert
færi svolítið hjá sér, og ég átti fullt i fangi
með að verjast hlátri. Frú Fowler var sú
eina, sem var fullkomlega róleg.
„Ég veit, að þér mun geðjast að
honum, Marion, það er enginn sem
nýtur þess betur að borða góðan mat.”
Hún sneri sér að unga manninum.
„Miðdegisverðir Marions eru frægir.”
„Ég veit,” og andlit hans Ijómaði.
Frú Tower tautaði eitthvað í skyndi
og við fórum niður.
Ég mun seint gleyma skopleik þessar-
ar máltíðar. Frú Tower gat ekki gert það
upp við sig, hvort þau væru að gera grín
að henni, eða hvort Jane hefði af ásettu
ráði leynt aldri hans, svo að hún yrði sér
til skammar. En Jane gerði aldrei að
gamni sínu og var aldrei illgjörn. Frú
Tower var undrandi, reið og ringluð, en
hún hafði náð valdi yfir sér. Ekkert gat
látið hana gleyma því, að hún var
fullkomin húsmóðir og að það var
skylda hennar að gestaboöið heppnaðist.
Hún talaði fjörlega, en ég velti þvi fyrir
mér, hvort Gilbert Napier sæi harðan
hefndarsvipinn í augum hennar bak við
alúðina, sem hún sýndi honum. Hún
athugaði hann, hún reyndi að finna út,
hvaöa mann hann hafði að geyma. Ég sá
að hún var í miklum hugaræsingi, því að
kinnar hennar glóðu undir andlits-
farðanum.
„En hvað þú ert rjóð, Marion,” sagði
Jane og leit bliðlega til hennar gegnum
stór, kringlótt gleraugun.
„Ég klæddi mig í flýti og hlýt að hafa
málað mig fullmikið.”
„Ó, er það farði. Ég hélt að það væri
eðlilegt, annars hefði ég ekki minnst á
það.” Hún brosti feimnislega, til
Gilberts. „Þú skilur, við Marion vorum
saman í skóla, þú mundir ekki trúa þvi
nú, þegar þú sérð okkur saman, en
auðvitað hef ég lifað mjög kyrrlátu lífi.”
Ég veit ekki, hvað hún meinti með
þessum athugasemdum. Það var
næstum óhugsandi, að hún sagði þær i
algjörri einlægni. En hvað sem þvi leið,
þá ollu þær Marion slíkri bræði, að hún
kastaði frá sér öllum hégómaskap. Hún
brostiglatt ogsagði:
„Hvorug, okkar verður fimmtug
aftur, Jane.”
Ef þessari athugasemd var ætlað að
koma ekkjunni úr jafnvægi, mistókst
það.
„Gilbert segir, að hans vegna megi ég
JANE
ekki játa að vera eldri en 49 ára,” sagði
hún blíðlega.
Hendur frú Tower titruðu lítillega og
hún sagði hvasst: „Það er náttúrlega
nokkur aldursmunur á ykkur.”
„27 ár,” sagði Jane, „finnst þér það of
mikið?” Gilbert segir, að ég sé mjög
ungleg eftir aldri. Ég sagði þér, að ég
vildi ekki giftast manni, sem væri
kominn á grafarbakkann.”
Ég gat ekki varist hlátri og Gilbert hló
lika. Hlátur hans var óþvingaður og
drengjalegur. Svo virtist sem honum
þætti allt skemmtilegt, sem Jane sagði.
En frú Tower virtist vera alveg að missa
stjórn á sér, svo að ég óttaðist að ef ekki
bærist hjálp, mundi hún gleyma að hún
var veraldarvön heimskona. Ég reyndi
að koma til hjálpar, eins og i minu valdi
stóð.
„Ég geri ráð fyrir, að þú sért önnum
kafin að kaupa þér fatnað fyrir
giftinguna,” sagði ég.
„Nei, ég vildi kaupa hann hjá fata-
kaupmanninum, sem ég hef skipt við I
Liverpool, síðan ég gifti mig fyrst, en
Gilbert vill ekki leyfa mér það. Hann er
mjög ráðrikur og auðvitað hefur hann
frábæran smekk.”
Hún leit til hans og brosti ástúðlega
og feimnislega, eins og 17 ára ýngismær.
Frú Tower náfölnaði undir farðanum.
„Við förum í brúðkaupsferð til Italíu.
Hann hefur aldrei fengið tækifæri til að
kynna sér renaissance byggingarlist, það
er auðvitað nauðsynlegt fyrir arkitekt,
og við munum stansa i Paris til að kaupa
mér föt."
„Verið þið lengi í burtu?”
„Gilbert hefur samið um það við
skrifstofu sina að vera í burtu í 6
mánuði. Þetta verður mikil ánægja fyrir
hann, heldurðu það ekki? Þú skilur,
hann hefur aldrei fengið meira en hálfs
mánaðar leyfi.”
„Hvers vegna ekki?” spurði frú Tower
ísköldum rómi.
„Hann hefur aldrei haft efni á því,
blessaður.”
„Ó,” sagði frú Tower með mikilli
áherslu.
Kaffi var borið fram og konurnar fóru
upp á loft. Við Gilbert hófum handa-
hófskennt tal saman, eins og þeim er
lagið sem ekkert hafa að tala um, en
tveim mínútum síðar færði þjónninn
mér bréfmiða. Hann var frá frú Tower,
og á honum stóð: „Komdu strax upp á
loft og farðu svo eins fljótt og þú getur
og taktu hann með þér. Ef ég get ekki
sagt Jane meiningu mína og komist til
botns í þessu, fæ ég slag.”
„Frú Tower er með höfuðverk og
verður að fara i rúmið,” skrökvaði ég
hiklaust. „Ég held við ættum að fara, ef
þérersama.”
4® Vlkan f X. tbl,