Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 10
Að brosa framan / tannlækni Fólk bölvar tannlæknum óskaplega. Bæði vegna þess að það getur verið sársaukafullt að heimsækja þá og einnig vegna þess hvað það er dýrt. Við sársaukanum er ekkert að gera og okkur dettur ekki í hug að tannlæknar séu að pína fólk að gamni sínu. En það er annað mál með kostnaðinn. Ef það viðurkennist að tannlækningar falli undir heilsuvernd má spyrja hvernig á því standi að hið opinbera tekur ekki meiri þátt í tannlæknakostnaði en raun ber vitni. Og ekki síður hvernig á því stendur að taxti tannlæknafélagsins er svona hár. Það er víða pottur brotinn, hjá tannlæknum sem öðrum. En allt um það getið þið lesið hér á næstu síðum. Texti: EIRÍKUR JÓNSSON Ljósm: JIM SMART Hver borgar brúsann á íslandi? Það var ekki fyrr en árið 1975 sem hið opinbera fór að taka þátt í endurgreiðslu vegna tannlæknakostnaðar. Fylgdi það í kjölfar samnings sem gerður var á milli Tryggingastofnunar ríkisins annars vegar og tannlæknafélagsins hins vegar. Að vísu höfðu skólatannlækningar verið við lýði í fjöldamörg ár í Reykjavík, en sú starfsemi fór nú fram hjá fíestum einhverra hluta vegna. Enda má segja það staðreynd að börn sem slitu sínum fyrstu skóm fyrir 1975 séu nú yfirleitt með mjög skemmdar eða viðgerðar tennur. Það þarf ekki að koma neinum á óvart, því eins og taxti tannlæknafélagsins var og er má telja næsta ógjörlegt fyrir barnmargar fjöl- skyldur með meðaltekjur að reka hákarla- útgerð eins og þá að láta gera við tennur. En breytingin 1975 var þó ekki alger. Fyrir það fyrsta átti endurgreiðslan, í grófum dráttum, aðeins að ná til fólks á aldrinum 3-16 ára svo og til ófrískra kvenna, fávita og aldraðra. Um síðustu áramót voru svo ófrískar konur teknar út af þessum lista. Annað var, að það voru ekki allir tannlæknar sem skrifuðu undir þennan samning. Hvaða ástæður lágu á bak við það má lesa um annars staðar í grein þessari. Gert var ráð fyrir að Tryggingastofnun ríkisins greiddi 50% kostnaðarins og sveitarfélög legðu fram jafnmikið á móti. Engar tölur var hægt að fá um hversu mikið þetta kostaði opinbera aðila á síðast- liðnu ári, en hins vegar voru tölur frá 1976 aðgengilegar. Kemur þá í ljós að kostnaðurinn var rúmlega 500 milljónir fyrir það árið. Síðan hefur verðbólgan geisað og getur því fólk margfaldað þessa tölu með henni. Hvað slíkt endurgreiðslukerfi myndi koma til með að kosta opinbera aðila ef þeir tækju að sér að greiða mestan eða allan hluta tannlæknakostnaðar, líkt og gert er hjá læknum, getur enginn sagt um, því þær tölur yrðu að byggjast á framtölum tannlækna og í þeim málum veit enginn hvað rétt er. Ef til kæmi, þá myndi heildar- kostnaður vegna tannlæknaþjónustu ekki koma í ljós fyrr en einu ári eftir að ný lög hefðu tekið gildi og er mjög liklegt að þær tölur kæmu ýmsum á óvart. Tannlæknar eru nefnilega í mjög góðri aðstöðu til þess að ákvarða skatta sína sjálfir, og er nokkuð sem bendir til þess að þeir séu á einn eða annan hátt betri eða verri en venjulegt fólk sem svíkur undan skatti ef það mögulega getur? Við bara spyrjum. Skipan tannlæknaþjónustu í öðrum löndum í nágrannalöndum okkar er skipan tannlæknaþjónustu með ýmsu móti sem vonlegt er. Danir virðast vera með mjög svipað kerfi og við íslendingar höfum búið við eftir 1975. Munurinn er aðeins sá, að þar í landi hefur hið opinbera haft hönd í bagga með þessum málum í lengri tíma en hérlendis. í dag fá 90% danskra skólabarna á aldrinum 6-12 ára tannlæknaþjónustu hjá skólatannlækningum. Eftir tvö ár verða 4-5 og 13-14 ára börn einnig komin inn í þetta kerfi. Danska sjúkrasamlagið greiðir ekki tannréttingar né falskar tennur nema sérstaklega sé sótt um það, og þá aðeins að hluta. Þegar skólaaldri sleppir heldur hið opinbera áfram að greiða hluta tannlæknakostnaðar hjá þeim sem fara reglulega til tannlæknis. Þeir sem trassa það missa réttinn til endurgreiðslu. í Noregi er talið að tannlæknamál séu einna best skipulögð. Þar eru tannlæknastofur reknar af því opinbera skv. lögum frá 1949. Börn á aldrinum 6-17 ára fá ókeypis tannlæknaþjónustu. Aldurshóparnir 3-5 ára og 18-20 ára greiða hálft gjald. Fullorðnir greiða fullt gjald eftir taxta sem hið opinbera ákveður, en ekki tannlækna- félagið sjálft eins og tíðkast hérlendis. Og e.t.v. gerir það gæfumuninn. í Frakklandi hefur málum verið þannig ÍO Vikan 51. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.