Vikan


Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 25

Vikan - 21.12.1978, Blaðsíða 25
Eftir Laird Koenig. Þýð.: Auður Haralds. ÚTDRÁTTUR: Rynn var óvenju vel gefin, las ljóð, orti en átti enga vini. Hún átti sér lika leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að kæmist i hámæli. Heimsóknir frú Hallet og sonar hennar eru henni þvi ekkert gleðiefni. Frú Hallet er ógeðfelld miðaldra kona, sem fólkið I þorpinu segir, að sé sifellt með nefið I annarra leyndarmálum. Sonur hennar er einkennilegur fullorðinn maður, með sérstæðan áhuga á litlum stúlkum. Einn góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet. Það veit það enginn nema Rynn litla að þann dag var hún einmitt i eftirlitsferð 1 húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet þangað að kvelja og hóta Rynn litlu svo Rynn, sem ekki lét fullorðna nokkru sinni ráða yfir sér, notaði tækifærið og hrinti frú Hallet niður i kjallarann. Það varð ekki aftur snúið. Hvað tæki það annars konuna þarna niðri langan tima að (ieyja. Þrjá daga . . . ? Nú virtist eina vandamálið að losna við Bentleyinn hennar frú Hallet. Hann stóð fyrir utan húsið og var ógnvekjandi sönnunargagn. Hún hringir eftir aðstoð og þá kynnist hún hinum sérkennilega, fatlaða töframanni — drengnum Mario. Aðeins þegar hann heyrði vélina fara í gang gaf Mario innibyrgðri hræðslu sinni lausan tauminn. ,,Svei-ei mér! Hvernig fannst þér þetta? Hryllingur, ha? Ég meina, var þetta ekki....” En Rynn hafði snúið sér frá honum og virtist hin rólegasta vera að hella víni í glas. Hún rétti Mario það sem svolgraði það í sig. „Ég meina, hvernig á maður að vita hvað er þarna fyrir utan? Ekki satt?” Stúlkan plokkaði vaxdropa upp af borðinu við kertastjakana. „Það var engin ástæða til að vera hræddur.” Mario deplaði augunum og hristi höfuðið til að sýna að hann gæti vart trúað að hún gæti verið svona róleg. „Þú getur sagt það núna. En þú varst hrædd, maður. Þú varst að gera á þig úr hræðslu.” Af hverju neitaði hún að deila með honum hrolli augnabliksins? Mario kastaði slánni yfir axlir sér, skellti silkihattinum á höfuð sér og veifaði hókuspókus stafnum. „Hvernig leist þér á þegar ég lét föður þinn hverfa?” „Þú laugst.” „Það geturðu bitið í rassinn á þér upp 4. Hvað átti ég að gera?” Hann gat ekki skilið af hverju hún vUdi ekki taka þátt í spennunni með honum, af hverju hún lét hann ekki njóta sannmælis fyrir hversu vel hann hafði staðið sig í yfirheyrslu frænda síns. „Hlustaðu!” Rynn heyrði líka höggin á dyrunum. „Jesús,” sagði drengurinn. „Hann er kominn aftur!” Rynn hinkraði við dyrnar með höndina á lásnum. Hún gaf Mario bendingu um að fylgjast með hvernig hún sæi um lögregluþjóninn. Hún kippti dyrunum upp á gátt. Frank Hallet stóð á dyraþrepinu. Xl.kafli. Hún barðist við að dylja hræðsluna sem steyptist yfir hana. Hún barðist líka við að skilja hvað hafði skeð. Lögreglu- þjónninn hafði komið að þessum sömu dyrum, en hann hafði ekið burtu eftir trjágöngunum. Það hafði ekki verið lögregluþjónninn sem varpaði skuggan- um á gluggatjöldin. Allan þann tíma sem Miglioriti hafði staðið við og fengið sér vínglas með Rynn og Mario, hafði Hallet verið viö húsið. Hallet hafði beðið. Maðurinn í dyrunum strauk löngum flygsum af flóknu hári yfir glampandi skallann. Vatnsósa blá augun komu upp um að reiðhjólið á ganginum kom honum á óvart. Augu hans skutust inn í stofuna og fundu drenginn í slánni. Hallet stóð hreyfingarlaus. Bak við hann í svartri nóttinni hristi vindurinn naktar trjágreinarnar svo þær skullu og smullu saman. Rynn bað þess með sjálfri sér að maðurinn gæti ekki séð hvernig fætur hennar titruðu undir kaftaninum. Hún, sem venjulega var svo fljót að fram- kvæma, svo róleg, alltaf með svar á Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Ekki fyrr en tóbakið skíðlogaði þrýsti hann því að hinu auga veinandi rottunnar. Eitt andartak horfði hann athugandi á Gordon, sem engdist í hendi hans, og f leygði síðan dýrinu í eldinn. Reiðilega lagfærði hann slána, kom hattinum fyrir með stílfærðum halla og skellti stafnum í gólfið. Hann var á hraðri leið hin fáu skref til dyra, þegar Rynn sagði: „Hvert heldur þú að þú sért að fara?” Ef hún barðist við örvænting- una sýndi rödd hennar þess engin merki. Hann hvorki sneri sér við né svaraði. Hann vissi að hún fylgdist með hverju skrefi hans og hann notaði stafinn til að ganga eins beint og hann gat að dyrunum. Rynn flýtti sér á eftir honum. Hann sneri sér við. Glottið náði aftur fyrir eyrun. „Bara að reyna þig. Það lítur út fyrir að þú viljir alls ekki að ég fari neitt, er það?” Hún hristi höfuðið neitandi. „Einmitt,” sagði hann glaðlega með sinni enskustu rödd. Hann renndi hand- leggnum utan um mitti hennar og hún byrjaði að hlæja. Hún leyfði hlátrinum að magnast þangað til hún veinaði og öskraði af hlátri, vitandi að hann var að horfa á brotnu tönnina. En hún hélt bara áfram að hlæja. Og Mario fór líka að hlæja. Þau hlógu þangað til þau féllust í faðma og héngu hvort á öðru. Mario varð fyrri til að hætta. Jl.tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.