Vikan


Vikan - 04.01.1979, Side 7

Vikan - 04.01.1979, Side 7
Viltu spá einhverju um stjórnmálalífíö hér á landi á næsta ári? — Stjórnmálaleg þreyta almenn- ings fer vaxandi, og það verður sífellt erfiðara fyrir stjórnmálamenn að vekja á sér athygli. Vissulega koma upp margvísleg mál á þingi, en mikill hluti þeirra verður svæfður í nefndum, eða að þing- meirihluta skortir til að koma þeim fram. — Mikil innanflokksátök eru framundan í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki, og eru menn almennt núna forvitnari um framtíð Alþýðuflokksins. Ég spái ekki afgerandi breytingum í forystuliði þar, og ungu, reiðu mennirnir temja sér ögn rólegri framkomu. Það brestur hátt í innviðum flokksins út af embættisveitingu úr hendi Alþýðuflokksráðherra, veitingu, sem er greinilega pólitísk og veldur megnri óánægju innan viðkomandi stofnunar og hneykslun annarra. Heldur stjórnin velli? — Stjórnin riðar til falls oftar en einu sinni, en tvennt er það einkum, sem heldur í henni lífinu. í fyrsta lagi er það vinveitt afstaða verka- lýðsforystunnar, en í öðru lagi hin almenna stjórnmálalega þreyta, sem kemur í veg fyrir, að nokkurn stjórnmálaflokkanna beinlínis fýsi að leggja út í slag. Tekst núverandi ráðamönnum frekar en fyrirrennurunum aö hafa hemil á verðbólgunni? — Því miður treysti ég mér ekki að spá neinu góðu í því efni. Þetta verður, að minni hyggju, verulega erfitt ár í fjármálalegu tilliti, og skapast víða miklir erfiðleikar af þeim sökum. Öngþveiti í fjármálum sjálfrar höfuðborgarinnar verður e.t.v. mest áberandi, og unga fólkið þar heldur áfram að leita út á land. En hverju viltu spá um atvinnu- málin? — Það er nú ekki einfalt að spá um þau. Það verður nóg að gera í kringum fiskinn, aflabrögð í góðu meðallagi. Landbúnaðarmálin verða mjög í brennidepli, bændur deila hart um framtíðarskipan mála. Miklar breytingar eru framundan á heildarstefnu í landbúnaðarmálum, en kannski ekki á þessu ári. Iðnaðarmenn munu leita talsvert út fyrir landsteinana eftir atvinnu, líkt og stundum hefur gerst áður við svipaðar aðstæður, en ekki verða þær ferðir allar til fjár. Iðnaðurinn á við mikla erfiðleika að stríða á árinu, en ekki vil ég spá neinu sérstöku í því sambandi. Hins vegar má vænta tíðinda í sambandi við flugrekstur, og þar spái ég umtalsverðum breytingum, sem ekki ganga hljóðalaust fyrir sig. Hvernig leika náttúruöflin okk- ur? — Veturinn verður snjóþungur og allerfiður landsmönnum, og ég vildi hvetja fólk til að vera á varðbergi, þar sem hætta er á snjóflóðum. Nokkurt tjón verður af völdum veðurs, en sumarið bætir veturinn fyllilega upp. Þá munu iður jarðar láta til sín taka, en um það vil ég ekkert frekar segja. Tveir fyrirtækjabrunar verða á árinu, a.m.k. annar þeirra af dularfullum orsökum. Nokkrar breytingar væntanlegar í herstöðvarmálunum? — Ekki spái ég því. Það verður hins vegar alls ekki hljótt í kringum herinn, og talsverðar umræður verða um það, að Bandaríkjamenn virðast í fullri alvöru farnir að undirbúa stofnun nýrrar herstöðvar á norðurslóðum. Veldur það miklum áhyggjum sumra. Hverju viltu spá um menningar- og félagsmál almennt? Ég spái áframhaldandi grósku í bókmenntalífinu, en þar verður nokkur stefnubreyting, því rithöf- undar átta sig á því, að fólk hefur fengið einum of stóran skammt af neikvæðri lýsingu á vandamálum kvenna, og lífið fer að öðlast meiri tilgang í bókmenntunum. Allt það umtal, sem nú á sér stað um Félaga Jesú, mun draga dilk á eftir sér og verður tilefni enn frekari umræðna og jafnvel breytinga í ráðum. Leik- listarlíf er í nokkurri lægð þetta árið, þó kemur fram a.m.k. eitt íslenskt verk, sem athygli vekur. Langmest gróska er í tónlistarlífinu, þrátt fyrir það að hljómplötuútgáfa dregst nokkuð saman. íslenskur tónlistarmaður nær góðum árangri á erlendum vettvangi, svo að eftir verður tekið. Leysist deilan um Kjarvalsstaði? — Lausn þeirrar deilu er ekki langt undan, og listamenn koma til með að una vel við sinn hlut. í heild má segja, að menningarmál standi með nokkrum blóma á komandi ári. Hins vegar verðum við að sjá á bak nokkrum af okkar fremstu lista- mönnum. — Vandamál unglinga verða tals- vert í brennidepli, og unglingar munu láta að sér kveða. Of sterkt er kannski að tala um unglinga- uppreisn, en við verðum tilneydd að horfast í augu við vanda, sem hefði mátt koma í veg fyrir. — Þá má einnig minnast á heilbrigðismálin, sem verða ofarlega á baugi, en þar spái ég, að fólki með geðræn vandamál verði meiri gaumur gefinn en áður. Talsvert verður deilt um framtíðarskipan heilbrigðismála í landinu. Sakamál? — Fjársvikamálum fer fjölgandi, og stórfenglegt eiturlyfjamál kemur upp á árinu. Er eitthvaö fleira, sem þú vilt spá um atburöi hér innan lands? — Ég spái tíðindum í sambandi við virkjunarmál, en þau verða á annan veg en búist hefur verið við. Kann svo að fara, að brúnin léttist á sumum. — Ég spái gróskumiklu ári á íþróttasviðinu, þar sem tveir viðburðir verða einkum til að setja svip sinn á árið. Ég er ekki viss, en ég held, að þeir verði á sviði skíða- íþróttar og í einhverju hlaupi. Þá virðist mér, sem það muni verða talsverð þátttaka almennings í iþróttum og ekki ólíklegt, að efnt verði til samnorrænnar keppni í einhverri grein. — Ég spái aðgerðum í sambandi við húsfriðunarmál, og kemur Bernhöftstorfan þar enn við sögu, ég held helst, að þar verði um einhverjar framkvæmdir að ræða. I. tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.