Vikan


Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 11

Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 11
vakti mjög mikla athygli og vakti mikla eftirvæntingu lesenda, enda var tímaritið óspart lesið beggja megin Atlantshafsins. Vonbrigði þeirra allra urðu því ekki lítil, þegar fréttirnar af láti Dickens bárust um heiminn. Myndu lesendur nú aldrei fá að vita, hvernig þessi spennandi leynilögreglu- saga endaði? Hvergi var að finna í plöggum skáldsins drög að sögunni eða lausn sakamálsins. Það leyndarmál tók Dickens með sér í gröfina, eins og slíkt er stundum orðað. En lesendur þurftu ekki að örvænta, svarið var á leiðinni. Og það átti eftir að koma úr vægast sagt mjög óvæntri átt. Þeir atburðir eru allir hinir furðulegustu. Kemur hér glögglega fram, að það sem gerist í sálrænum efnum er stundum með svo miklum ólíkindum, að það er líkara efni skáldsagna en raunveruleikanum sjálfum. Hér kemur við sögu ungur prentari, sem fluttist til Brattleboro réttu ári eftir lát Dickens. Hann hét Thomas P. James. Þetta var ungur, léttlyndur og kvenhollur ungur maður og ágætur prentari. Þegar hann var nýfluttur til Brattleboro, heillaðist hann af ungri, fallegri stúlku, sem hann sá á gangi á götunni. Hann þekkti hana auðvitað alls ekki, en langaði afar mikið til þess að kynnast henni. Hann ásetti sér þess vegna að týna ekki þessari heillandi stúlku og fylgdi henni því eftir til þess að komast að raun um hvar hún ætti heima. Honum tókst það og til þess að missa áreiðanlega ekki af henni tók hann sér herbergi á leigu hinum megin við götuna. Prentarinn okkar, Thomas P. James, átti eftir að lenda i mjög undarlegu ævintýri út af þessum áhuga sínum á þessari ungu stúlku. Og nú raðast upp atvik með svo furðulegum hætti, að það verður eins og vel skipulagt mynstur atburða, þegar það er skoðað eftir á. James komst fljótlega að því, að hin nýja húsmóðir hans eða leigusali var mikill aðdáandi spíritismans og hafði sterkan áhuga á þeim málum. Þetta var ræðin og mjög viðfelldin kona, sem oft tók leigjanda sinn tali og bar þá þetta áhugamál hennar á góma. Það endaði með því, að hún tók að bjóða unga prentaranum á miðilsfundi, sem hún hélt í húsi sínu. Ungi maðurinn var forvitinn og tók boði hennar og sótti nokkra sambandsfundi hjá henni. Þegar James var síðar spurður nánar um þetta, kvaðst hann aldrei hafa orðið persónulega fyrir neinum áhrifum fyrr en í október 1872, að hann hefði komist í samband við anda Charles Dickens sjálfs, og er skemmst frá því að segja, að þessi frægi rithöfundur hefði falið sér að ljúka við ófullgerðu sakamálasöguna um Edwin Drood (það var nafn söguhetjunnar). Húsmóðir James varð alveg furðu lostin, að hinn mikli Dickens skyldi virða þennan lífsglaða leigjanda hennar svo mikils að fela honum svona mikilvægt hlutverk. En vitanlega hefur þessi ungi maður orðið fyrir valinu af þeim sökum einum, að hann hafði til þess rétta sálræna hæfileika. Frúin varð stórhrifin af þessu og áleit það skyldu sína að koma til móts við óskir skáldjöfursins, og bauðst hún þess vegna til þess að gefa James frítt fæði, þangað til hann lyki þessu merkilega verkefni. Mörg vitni skýrðu síðar frá því, að James hefði eftir þetta jafnan fallið í djúpan trans, sem stundum varaði í margar klukkustundir. Og þegar hann vaknaði tók hann að skrifa. Hann sagðist ekki vera að semja neitt, einungis skrifa það sem Dickens segði honum, meðan hann væri í dásvefninum. Stundum skrifaði hann margar blaðsiður, stundum aðeins örfáar linur. Loks kom bókin á markaðinn tæpu ári eftir að James byrjaði á henni. Bókmennta- gagnrýnendur voru sem steini lostnir. Hér var ritverk eftir ungan höfund, sem skrifaði nákvæmlega eins og hinn látni Dickens. En allir luku miklu lofsorði á bókina. í blaði einu í Springfield i Massachussetts var Thomas P. James kallaður verðugur eftirmaður Dickens, og blað eitt í Boston lofaði bókina hástemmdum orðum. Greinin endaði á þessum orðum: „James hefði aldrei getað skrifað þessa bók án aðstoðar Charles Dickens.” Arthur Conan Doyle, höfundur sagnanna um hinn ódauðlega Sherlock Holmes, skrifaði grein um Thomas P. James í tímaritið Fortnightly Review í desember 1927. Hann segir þar, að James hafi hvorki fyrr né síðar sýnt neina rithöfundarhæfileika, nema rétt á meðan hann skrifaði þessa sögu. Hann hefði engrar menntunar notið, nema fimm vetra skólagöngu í barnaskóla, en samt hafði hann á valdi sínu, þegar hann skrifaði þessa bók, ritstíl, orðaforða og jafnvel hugsana- gang Charles Dickens. Það var sannarlega vel af sér vikið. Og hvað varð svo um Thomas James? Frægð hans varð skammvinn, og er hans að engu getið, hvorki i sambandi við ritstörf né spíritisma eftir þetta. Þegar hann andaðist var hann öllum gleymdur. En í nokkrum bókasöfnum eru til eintök af bók sem nefnist: Sagan af Edwin Drood, sakamálasaga eftir Charles Dickens og Thomas P. James. I.tbl. Vikan II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.