Vikan


Vikan - 04.01.1979, Side 19

Vikan - 04.01.1979, Side 19
farmenn halda annarri eins tryggð við skipin sín. Hallfrid er kannski dæmigerð fyrir þetta fólk. Hún er búin að vera yfirþjónn á sama skipinu í 22 ár, þó hefur hún verið sjóveik allt frá fyrsta dagi og er enn. Hallfrid ólst upp á lítilli eyju, og þar hefur hún sjálfsagt setið og horft á skipin koma og fara. Dreymt um að komast að heiman. Svo stígur hún um borð, og hennar heimur verður siglingin á milli Bergen og Kirkjuness. Þessir farmenn eru bara heima hjá sér í leyfum sínum. Annars sjá þeir lítið annað af heimilum sínum en reykinn, sem liðast upp úr reykháfunum, um leið og þeir sigla fram hjá. Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki, og bókin er tileinkuð því. Ég átti við það náin og ánægjuleg kynni, bæði sem háseti og leiðsögumaður um borð í þessum skipum. Þegar ég loks lét fjötrast í heilaga hlekki hjónabandsins fyrir fimm árum, fannst mér ekki annað koma til greina en að halda upp á atburðinn um borð í því strandferða- skipinu, sem ég þekkti best. Þetta var í febrúar og stormasamt við ströndina, hafði einmitt verið óvenju stormasamt þetta árið. Gleði gesta var þvi tvíeggjuð, er þeir fengu boðskortið í þessa óvenjulegu veislu. Það runnu jafnvel tvær grímur á konuefnið, en hún er frá Suður-Noregi. 25 af vinum og vandamönnum sýndu þó þann kjark að þiggja boðið. Skipstjórinn, sem er gamall vinur minn, Martines — fann fljótlega út hvað hann œtti að gera við réðskonuna. Ljóms.: Dag Sörli. Pöl Espolin Johnson hélt brúðkaup sitt um borð i strandferðaskipi með mikilli viðhöfn. Meira að segja febrúarstormurinn hélt sér i skefjum. Siðan var Jialdið til Þréndheims, og veislan stóð i 3 daga að góðum og gömlum sið. hafði gert allt sem hann gat til að gera brúðkaupið sem hátíðlegast. Skipið var skúrað hátt og lágt, dregnir fram rauðir dreglar og lýst upp með kyndlum. Sem betur fer fyrir kvíðafulla brúði og brúðkaupsgesti lægði storminn einmitt þennan dag, er við gengum um borð í Bergen. Þetta varð því öllum ógleymanleg veisla, og konan min stóðst eldraunina með prýði. Enda hefur hún bundist Norður- Noregi sterkum böndum, engu síður en ég. Ég hef að undanförnu kennt bókmenntir við háskólann í Tromsö, en ætla nú að taka mér hvíld til eigin skrifta. Við höfum þó sist í hyggjur að yfirgefa Norður-Noreg, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Töfrar hans verða öllum þeim sem kynnast ógleymanlegir. J. Þ. l.tbl. Vikan 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.