Vikan


Vikan - 04.01.1979, Síða 22

Vikan - 04.01.1979, Síða 22
MAÐURINN SEM KOM INN ÚR KULDANUM STARMIX SH 3 (þýsk) Verð: 65.500 kr. Fylgihkitir: 2 sogstykki. Sogkraftur 430 mm. 700 w mótor. Pokastærð: 1 litri. Aukahlutir: 100 w rafmagnsbursti á 35.500 kr. STARMIX SM 601 (þýsk) Verð: 92.500 kr. Fylgihlutir: 2 sogstykki. Sogkraftun 1500 mm. 970 w mótor. Pokastærð: 6 litrar. STARMIX SM 603 (þýsk) Verð: 115.000 kr. Fylgihkitir: 2 sogstykki. Sogkraftun 1760 mm. 1000 w mótor. Pokastærð: 6 litrar. Stillanlegt sogafl. Aukahlutir: Breiður bursti á 11.500 kr. Pappirspokar á 175 kr. stykkið. Fást m.a. í Pfaff, Bergstaðastræti 7. GIRMI AP20 (itölsk) Verð: 59.000 kr. Fylgihlutir: 4 sogstykki. 800 w mótor. Er á hjólum. Fæst m.a. i Rafiðjunni, Kirkjustræti 8b. PHILIPS HR 6244 (hollensk) Verð: 99.026 kr. Fylgihlutir: 6 sogstykki. 850 w mótor. Barkinn snýst i 360 gráður. PHILIPS HR 6246 (hollensk) Verð: 106.246 kr. Fylgihlutir: 6 sogstykki. 850 w mótor. Barkinn snýst í 360 gráður. Inndregin snúra. PHILIPS HR 6248 (hollensk) Verð: 119.674 kr. Fylgihlutir: 6 sogstykki. 850 w mótor. Barkinn snýst i 360 gráður. Inndregin snúra. Stillanlegt sogafl. PHILIPS HR 6215 (hoHensk) Verð: 152.827. Fylgihhitir: 6 sogstykki. 850 w mótor. Barkinn snýst i 360 gráður. Inndregin snúra. Stillanlegt sogafl. Gúmmfhöggvari á ryksugunni. Mælir sem sýnir þegar pokinn fyllist Geymsla fyrir poka og aðra fylgihluti inni í vólinni. Fást m.a. i Heimilistækjum, Hafnar stræti 3. Hann tók eftir, að ókunni maðurinn sat með hægri höndina á kafi í vasa Ijósa bómullarfrakkans. Hann hafði séð nægilega margar glæpamyndir til að vita hvað það þýddi, þegar skugga- legir náungar með svartan fílthatt dreginn niður í augu sátu svona með hönd í vasa, tilbúnir til að stökkva á fætur . . . Harry leit á rafmagns- klukkuna fyrir ofan glymskratt- ann. Hún var að verða 12 á miðnætti. Eftir tæpa klukku- stund var komið að lokunartíma. Þá gat hann aflæst og slökkt ljósið. Raunar var alveg eins gott að gera það strax. Allir gestirnir voru farnir, og það bættust tæplega nýir við á þessum tíma og í þessu óveðri. Gistihúsið var langt frá alfara leið, og þeir fáu, sem ætluðu að gista, voru löngu farnir í háttinn. Hann þurrkaði síðustu glösin og setti þau í hilluna ofan við afgreiðsluborðið. Hann leit út um gluggann, þar sem ískalt regnið lamdi rúðurnar, og stormurinn svipti til skiltinu með nafninu „Gistihús Harrys”. Andartak fann hann til óhugnaðar, hann var aleinn. Hann var nýbúinn að lesa frétt um strokufanga, sem hafði á flótta sinum myrt bensínsala. Með köldu blóði. Fanginn hafði síðast sést á þessum slóðum. Það var aldrei að vita nema... Harry hrökk upp frá þessum dapurlegu hugsunum sínum við það að dyrnar opnuðust. Þéttvaxinn, skuggalegur náungi kom inn úr kuldanum og hristi af sér vætuna. Hann var órakaður og hafði dregið svartan fílthattinn niður i augu. Hann horfði flöktandi augum yfir salinn. Svo gekk hann að afgreiðsluborðinu og bað um viskí. — Eruð þér einn hérna, spurði hann svo. Rödd hans var slík, að Harry rann kalt vatn milli skinns og hörunds. — Ég? Nei, við . . humm, . . Við erum þrír. Hinir skruppu bara frá. Þeir hljóta að fara að koma, laug hann. — Hvarersíminn? Harry benti á klefa í einu horninu. Við spilatækin. Sá ókunni settist við borðið næst glymskrattanum. Hann sneri stólnum þannig, að hann sæi vel til dyranna. Hann slökkti í hálf- reyktum vindlingi í ösku- bakkanum, kveikti sér í nýjum, saug að sér reykinn, en slökkti svo líka í honum. Harry laumaðist til að draga fram blaðið og fletti upp á lýsingunni á strokufanganum, sem nú var leitað vegna morðsins á bensínsalanum. Þéttvaxinn, dökkur yfirlitum, nokkuð undir meðalhæð, í ljósum bómullarfrakka og með mjúkan, dökkan hatt. Þetta passaði allt saman. Harry fann hvernig blóðið steig honum til höfuðs og hjartað barðist um í brjóstinu. Hvað átti hann að gera? Kalla á hjálp? En hvernig? Síminn! Ef hann gætti þess að loka vel á eftir sér, gat hann hvíslað án þess að það heyrðist fram í salinn. Kannski gæti hann náð í lögregluna? Hann 2Z Vikan X.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.