Vikan


Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 25

Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 25
Eftir Laird Koenig. Þýð.: Auður Haralds. ÚTDRÁTTUR: Rynn var óvenju vel gefin, las ljóö, orti en átti enga vini. Hún átti sér líka leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að kæmist I hámæli. Heimsóknir frú Hallet og sonar hennar eru henni því ekkert gleðiefni. Frú Hallet er ógeðfelld miðaldra kona, sem fólkið í þorpinu segir, að sé sifellt með ncfið i annarra leyndarmálum. Sonur hennar er einkennilegur fullorðinn maður, með sérstæðan áhuga á litlum stúlkum. Einn góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet. Það veit það enginn nema Rynn litla að þann dag var hún einmitt í eftirlitsferð I húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet þangað að kvelja og hóta Rynn litlu svo Rynn, sem ekki lét fullorðna nokkru sinni ráða yfir sér, notaði tækifærið og hrinti frú Hallet niður i kjallarann. Það varð ekki aftur snúið. Hljóðin neðan úr kjallaranum taka að lokum enda og þá er bara losna við Bentleyinn hennar frú Hallet. Þar sem hann stóð fyrir utan húsið var hann óþægilegt sönnunar- gagn. Hún hringir eftir aðstoð og kynnist þá hinum sérkennilega, fatlaða töframanni, — drengnum Marió. Hann aðstoðar hana gegn þvi skilyrði að hún segi honum allan sannleikann. Eftir það gengur allt nokkurn veginn snurðulaust nema hinn afbrigðilegi sonur frú Hallet virðist vita meira en æskilegt væri . . . og hann kemur til þess að kvelja þau. „t London hafði faðir minn verið í meðferð vegna þess sem við héldum að væri magasár. Eitt kvöldið — um vorið — þegar bjart var fram eftir kvöldi, eitt af þessum kvöldum sem fuglarnir kvökuðu enn, gengum við þangað sem hafði verið — áður en hann veiktist — uppáhalds veitingahúsið okkar. Indverskt. Faðir minn bað.um karryrétt. Maður með magasár? Einn af þessum hræðilega sterku karryréttum. Ég starði á hann. Hann hallaði sér yfir borðið, kyssti mig og sagði að það skipti engu máli lcngur." Hún var búin að hella tei i báða bollana. „Mjólk og sykur?” Mario kinkaði kolli. Hreyfingar stúlk- unnar voru þaulæfðar. Tvær örsmáar skeiðar af sykri fóru í teið hans. Hún hellti nákvæmlega þeirri mjólk, sem þurfti til að fylla bollann, út í. Og með snöggu lagi frá úlnliðnum kippti hún könnunni upp án þess að einn dropi færi til spillis. Hún rétti honum bollann. Hann hélt á honum og bollinn glamraði við undirskálina. Hún setti aðeins nokkur sykurkorn i sinn bolla, lyfti honum fínlega, en i stað bess að dreypa á honum tók hún 'eskeiðina og hrærði í teinu. einu sinni áður en hún kom hingað. Það var þegar faðir minn fékk verðlaun fyrir jóðin sín og hún fann peningalykt. Þar yrir utan var hann ekki efnaður, •kilurðu. En það var nóg til þess að við gátum verið viss um að þegar hann létist, myndi hún koma svífandi og sökkva stóru lökkuðu klónum í mig.” Hún bauð drengnum af diskinum með smákökunum. „Kexköku?” Drengurinn fékk sér eina með möndlum á. „Ég hefði farið til lögfræðings.” „Nei, það hefðir þú ekki.” Harkan i rödd hennar kom honum á óvart. „Af hverju nota alla peningana í lögfræðinga og verða siðan að gera eins og dómstólarnir segja. Eini árangurinn sem það myndi bera, væri að dómstól- arnir ákvæðu hvernig ég yrði alin upp, sem þýðir hvaða skóla þeir myndu loka mig inni í.” „Þið hefðuð átt að fá forráðamenn.” „Guðföður?” „Méreralvara.” „Hvern? Faðir minn átti enga ættingja á lifi. Eina fólkið sem við þekktum voru brjáluð ljóðskáld. Það getur vel verið aö skáldin sem við þekktum hafi haft óendanlega listræna hæfileika, en — fyrir utan föður minn — þá hefðu þeir ekki verið góðir foreldrar.” „Fyrir utan að þú ert svo ofboðslega greind að þú þarft ekki á neinum að halda." Litla stúlkan við endann á trjágöngunum „Faðir minn sagði mér að ég væri ekki lík nokkurri annarri manneskju í veröldinni. En sumt fólk myndi ekki skilja það og því reyna að breyta mér eins og það vildi að ég væri. Og þar sem ég væri aðeins barn gæti ég lítið annað gert en að vera ein, koma mér ekki í vandræði og láta lítið fara fyrir mér í heiminum." „Eftir að faðir minn og ég lukum vif þennan kvöldverð, gengum við ot gengum í mjúkri Londonnóttunni. Við ráögerðum saman — mjög vandlega — hvað við yrðum að gera til að koma i veg fyrir — þegar faðir minn væri látinn — að móðir mín, sem hafði búið á Italíu, kastaði sér yfir mig.” Bolli og undirskál drengsins skröltu, og hann setti hann aftur upp á borðið. Stúlkan tók bréfið og stakk því aftur inn undir kaftaninn. „Þegar ég segi orðið „móðir” þá hefur það enga þýðingu fyrir mig. Það eina sem ég man eftir henni eru skærrauðar neglurnar. Hún hafði hlaupist í burtu mörgum árum áður. Sem var í rauninni afskaplega gott, því hún hafði einu sinni verið tekin föst fyrir að misþyrma mér. Einn daginn kom faðir minn heim og fann hana þar sem hún veltist um húsið dauðadrukkin, mig bláa og marða, og hann sparkaði henni út á staðnum og ól mig upp einn. Ég sá konuna aðeins 1. tbl. Vikan 2S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.