Vikan


Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 04.01.1979, Blaðsíða 31
Eins og svo mörgum öðrum stjörnum fannst Bob Dylan sitt rétta skírnarnafn bæði langt og óþjáft. Hann er fæddur 24. maí í Duluth í Minnesota, og stuttu seinna var hann skírður hinu hljóm- fagra nafni Robert Allen Zimmerman. Hann byrjaði að spila á gítar þegar hann var 12 ára og í menntaskóla lék hann með skólahljómsveitum. 1959 hóf hann háskólanám og þá var það sem hann tók sér nafnið Dylan, líklega til heiðurs skáldinu Dylan Thomas. Hann gafst upp á náminu ári seinna, og í janúar 1969 lagði hann af stað til New York i átt til frægðar og frama. Frá fyrstu stundu var hann sannfærður um að hann mundi geta gert draum sinn að veruleika. Hann hóf að leika og syngja í litlum klúbbum strax og hann kom til New York. Dylan lagði mikið upp úr því að komast í innsta hóp þjóðlagasöngvaranna og hrósaði sér mikið af kynnum sínum við þjóðlagahetjuna Woody Guthrie. Einnig komst hann fljótt í kynni við aðal-klíkuna í New York, en það voru Ramblin’ Jack Elliot og Cisco Houston og yngri skáld eins og Dave Van Ronk og Tom Paxton. Það er sagt um Dylan að hann hafi verið mjög áhrifamikill persónuleiki, hafði kröftuga og hrjúfa rödd og var duglegur við að koma sér áfram. Hann var ekki búinn að vera nema tvo mánuði í New York þegar fólk fór að veita honum athygli og um vorið 1961 kom hann fram á tónleikum John Lee Hooker í Gerde’s Folk City í Greenwich Village. Fyrsta plata hans, sem bar nafnið Bob Dylan, kom út seint á árinu 1961, og þegar næsta plata hans The Freewheelin Bob Dylan kom á markaðinn var ljóst að honum hafði tekist það sem hann ætlaði sér. Nú er Bob Dylan orðinn eitt af stærstu nöfnunum í tónlistarsögunni. Og þeir eru ekki fáir aðdáendur hans hér á íslandi, þvi við höfum hvað eftir annað verið þrábeðin um að birta myndir af honum í Vikunni. Nú látum við verða af þvi að uppfylla þá ósk myndarlega og birtum hvorki meira né minna en opnu-plakat í litum af kappanum. Gjörið þið svo vel! HS Honum tókst það sem hann ætlaði sér BOB DYLAN: I. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.