Vikan


Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 45

Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 45
NY FRAMHALDS SAGA eftir Georgette Heyer Félagsskapurinn, sem fýldur yfirþjónn visaði inn í gula salinn í húsi sir Richard Wyndham við St. James Square, samanstóð af tveimur hefðar- frúm og einum tregum herramanni. Herramaðurinn, sem var ekki mikið yfir þritugt, en sorglega haldinn offitu, virtist finna vanþóknun yfirþjónsins, þvi þegar sá virðulegi maður tilkynnti hinni eldri af hefðarfrúnum tveim, að sir Richard væri ekki heima þá leit hann á hann biðjandi augnaráði og sagði bænarrómi: „Haldið þér ekki, lafði Wyndham —? Louisa, ættum við ekki —? Ég meina, það þjónar engum tilgangi að fara inn, elskan mín, finnst þér það?” Hvorki kona hans né tengdamóðir virtust veita hinni hugleysislegu ræðu hans neina athygli. „Ef bróðir minn hef- ur farið út, þá munum við bíða þess, að hann komi aftur,” sagði Louisa hvatlega. „Vesalings faðir þinn var alltaf að heiman, þegar einhver þurfti að ná i hann,” sagði lafði Wyndham i kvörtunarróm. „Það er mjög raunalegt að sjá Richard líkjast honum meira og meira með hverjum degi.” Dvínandi orð hennar voru svo kjökri blandin að það virtust allar líkur til þess, að hún myndi leysast upp í tárum á dyraþrepi sonar síns. George, Trevor lá- varður, var óþægilega meðvitandi um vasaklút krepptan í litlum hanska- klæddum hnefanum og mótmælti því ekki frekar inngöngu, en fór inn i 'kjölfari lafðanna tveggja. Um leið og hún afþakkaði allt boð um hressingu, fylgdi lafði Trevor móður sinni inn í gula salinn og kom henni þægilega fyrir í satínklæddum legubekk og tilkynnti, að hún ætlaði sér að bíða hér við St. James Square í allan dag, ef slíkt yrði nauðsynlegt. George, fullur samúðar í garð mágs síns, vegna þeirrar hugmyndar, sem hann gerði sér um viðbrögð hans, þegar hann kæmi heim til sin og hitti þar fyrir sendinefnd frá fjölskyldu sinni, leyndi ekki óánægju sinni: „Mér finnst, að við ættum ekki að gera það, í hreinskilni sagt þá finnst mér það ekki! Mér líkar þetta alls ekki. Ég vildi, að þið hættuð við þessa hugmynd ykkar.” Kona hans, sem var upptekin við að taka af sér geitarskinnshanskana, leit á hann með vorkunnsamri fyrirlitningu. GLA UMGOSINN Sir Richard Wyndham er fremur kæruleysislegur spjátrungur, glaumgosi og glæsimenni — barn síns tíma á marga vegu. Það er komin dögun. Lundúnaþokan er köld að venju og hann er kófdrukkinn á leið heim til sín og veltir fyrirhugaðri trúlofun sinni fyrir sér með viðbjóði. Skyndilega fellur ung stúlka, klædd sem drengur, niður úr húsglugga og beint í fang hans — og erfiðar kringumstæður hins fagra flóttamanns opna honum sjálfum undan- komuleið. „Kæri George, ef þú ert hrætídur við Richard, þá fullvissa ég þig um, aðéger þaðekki.” „Hræddur við hann! Nei, svo sannarlega ekki! En ég vildi óska, að þið ihuguðuð það, að maður, sem er tuttugu og niu ára, fagnar þvi alls ekki, að aðrir séu að skipta sér af hans einkamálum. Auk þess er ég viss um, að hann vill fá að vita, hvernig ég er flæktur inn í þetta mál, og ég get ekkert sagt honum, ég vildi, að ég hefði ekki komið.” Louisa gaf engan gaum að þessari athugasemd, henni fannst hún ekki svaraverð sem hún heldur ekki var þar sem hún stjórnaði lávarði sínum með járnhnefa. Hún var myndarleg kona I. tbl. Vikan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.