Vikan


Vikan - 04.01.1979, Page 49

Vikan - 04.01.1979, Page 49
GLA UMGOSINN George, og leit með aðdáun á flókna hnýtinguna á bindi glaumgosans. „Ég fer hjá mér, George, þú færð mig til þess að fara hjá mér.” „Svei”, heyrðist i Louisu. „Einmitt, mín kæra Louisa," sagði sir Richard vinalega. „Reyndu ekki að ergja mig, Richard!” sagði Louisa i viðvörunartón. „Þú gerir allt, svo að framkoma þín verði aðdáunarverð. þaðerégviss um.” „Maður gerir sitt besta,” muldraði Richard. Reiðin ólgaði I brjósti hennar. „Richard.éggæti lantið þig!” sagði hún. Bros hans breikkaði, svo að hún greindi stórkostlegar, hvítar tennur. „Ég held, að þú gætir það ekki, vina mín.” George gleymdi sér svo, að hann leyfði sér að hlæja. Hræðilegu augna- ráði var beint til hans. „Þegiðu, George!" sagði Louisa. „Ég verð nú að segja það,” játaði lafði Wyndham, en móðurstolt hennar var ekki auðvelt að bæla, „það lítur enginn eins vel út og þú, Richard, nema auðvitaðhr. Brummel.” Hann hneigði sig, en hann virtist ekki vera neitt yfirmáta upp með sér af þessari lofræðu. Kannski tók hann hana sem sjálfsagðan hlut. Hann var mjög eftirtektarverður glaumgosi. Allt frá blásnu hárinu til tánna á gljáfægðum fótabúnaðinum, gat hann verið aug- lýsing fyrir hvaða tiskublað sem var. Fagrar axlirnar voru huldar kápu úr besta efni; bindið, sem vakið hafði hrifn- ingu Georges áður, var meistaralega hnýtt, vestið smekklega valið, Ijós- brúnar buxurnar voru tandurhreinar, og skórnir með gylltum spennunum höfðu ekki aðeins verið smiðaðir hjá Hoby, heldur voru þeir lika burstaðir, að því er George hélt, með skósvertu, blandaðri kampavíni. Einglyrni hékk í svartri snúru unt hálsinn, úrvasi hékk við mittið og í annarri hendi hélt hann á fínum neftóbaksdósum. Loftið i kringum hann var mettað af leiðindum, en hvorki fatnaðurinn né kæruleysið gátu falið vöðvana á lærunum eða herðunum. Fyrir ofan stífðan flibbann sýndi þreytulegt, myndarlegt andlit glögglega raunsæi eiganda síns. Þunn augnalokin féllu yfir grá, gáfuleg augun, brosið, sem kom á festulegan munninn virtist spotta samtímamenn sir Richards. Jeffries kom aftur inn i herbergið með bakka, sem hann setti á borðið. Louisa afþakkaði allt boð um hressingu, en lafði Wyndham þáði hana. og George, sem fann hvatningu í veikleika tengdamóður sinnar, fékk sér glas af Madeira. „Það mætti segja mér,” sagði Louisa, „að þú værir að furða þig á því, hvers vegna viðerum hérna.” „Ég eyði aldrei tíma minum i slikar einskis nýtar hugleiðingar,” sagði sir Richard rólega. „Ég er viss um, að þið eigið eftir að segja mér, hversvegna þið eruðhingað komin.” „Mamma og ég erum hingað komnar til þess að tala um hjónaband við þig,” sagði Louisa og tók af skarið. „Og hvers vegna," spurði sir Richard „er George hingað kominn?” „Auðvitað af sömu ástæðu.” „Nei, það er ekki rétt!” sagði George fljótmæltur. „Þið vitið, að ég sagðist ekki vilja hafa neitt með þetta að gera! Ég vildi aldrei koma með!” „Fáðu þér meira madeira,” sagði sir Richard sefandi. „Já, þakka þér fyrir, það ætla ég að gera. En ekki halda, að ég sé að skipta mér af hlutum, sem koma mér ekki við, af því að ég geri ekki slíkt.” „Richard,” sagði lafði Wyndham inni- lega, „ég get ekki hugsað mér að hitta Saar lengur.” „Er hann orðinn svo slæmur?” sagði sir Richard. „Ég hef ekki séð hann I nokkrar vikur, en ég er ekki svo undrandi á þvi, mig minnir, að ég hafi heyrt það — ég man ekki frá hverjum — að hann sé farinn að halla sér að flöskunni, ekki satt.” „Stundum,” sagði lafði Wyndham, „held ég, að þú sért laus við alla tilfinningasemi.” „Hann er aðeins að reyna að ergja þig, mamma. Þú veist vel, hvað mamma á við, Richard. Hvenær ætlar þú að biðja um hönd Melissu?” Það varð stutt þögn. Sir Richard setti tómt glasið frá sér og fitlaði með einum fingri við krónublöðin á blómum, sem voru í skál á borðinu. „Á þessu ári, næsta ári, einhvern tima — eða aldrei, kæra Louisa.” „Ég er viss um, að hún telur sig svo gott sem heitbundna þér ,”sagði Louisa. Richard hafði verið aö horfa á blómið, sem hann hélt á i hendi sinni, en nú leit hann á systur sina með óvenju snöggu og hvössu augnaráði. „Einmitt það, já." reldhús ?TCTwf^ígjTiF57í Im!»1 i« | Til r á Æ Jj I.tbl. Vikan 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.