Vikan


Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 50

Vikan - 04.01.1979, Qupperneq 50
GLA UMGOSINN „Hvernig ætti það að vera öðruvísi? Þú veist það vel, að pabbi og Saar lávarður sömdu svo um fyrir mörgum árum.” Augnlokin huldu augu hans aftur. „En gamaldags af þér!” stundi sir Richard. „Ekki misskilja mig, Richard! Ef þér líkar ekki við Melissu, þá er málið úr sögunni. En þér líkar við hana — eða, ef þér líkar ekki við hana, þá hef ég að minnsta kosti aldrei heyrt þig segja það! Það sem mömmu og mér finnst — og George líka — er, að það sé timi til kominn, að þú farir að setjast í helgan stein.” Stingandi augnaráð ásakaði Trevor lávarð. „ET TU, BRUTE?” sagði sir Richard. „Ég sver, að ég hef aldrei sagt neitt slíkt!” sagði George og svelgdist á vín- inu. „Þetta kemur allt frá Louisu. Það getur vel verið, að ég hafi sagst vera sammála henni. Þú veist, hvemig þetta er, Richard!” „Ég veit,” samsinnti sir Richard og andvarpið. „Þú líka, mamma?” „Ó, Richard, ég lifi aðeins til þess að sjá þig vel kvæntan, með börnin þín í kringum þig!” sagði lafði Wyndham með titrandi röddu. Það fór auðsjáanlegur hrollur um glaumgosann. „Börnin mín í kringum mig... Já, einmitt, frú. Vinsamlegast haldiðáfram!” „Það er skylda þín gagnvart nafninu,” hélt móðir hans áfram. „Þú ert síðastur af Wyndham niðjunum, því það er ekki að búast við því, að Lucius föðurbróðir þinn eigi eftir að kvænast á gamals aldri. Og svo er Melissa, þessi indæla stúlka, einmitt rétta konan fyrir þig! Svo myndarleg, svo ágæt — ætt, uppeldi: allt hiðákjósanlegasta!" „Ah — ég biðst afsökunar, frú, en flokkið þér Saar og Cedric, svo að maður minnist nú ekki á Beverly, undir allt . þetta?” „Það er einmitt þetta, sem ég hef verið að segja!” greip George fram í. „Það er allt í lagi, eins og ég sagði, ef maður kærir sig um að kvænast ísjaka, þá er það allt í lagi mín vegna, en þið getið ekki sagt, að Saar sé ákjósanlegur tengdafaðir, fjárinn hafi það! Og hvað með þessa elskulegu bræður, þeir eiga eftir að gera Richard gjaldþrota innan árs!” „Della!” sagði Louisa, „auðvitað myndi Richard hjálpa þeim úr verstu kröggunum, en ég fæ ekki séð, að hann þurfi að gerast ábyrgur fyrir þeirra skuldum!” „Þú hughreystir mig, Louisa,” sagði sir Richard. Hún leit á hann. „Ég held, að það sé tími til kominn að vera hreinskilinn, Richard. Eftir ár verður fólk farið að tala um, að þú sért að leika þér að Melissu, því að þú veist, að samband ykkar er altalað. Ef þú hefðir valið þér eitthvert annað konuefni fyrir fimm til tíu árum, þá horfði málið allt öðruvísi við. En svo framarlega sem mér er kunn- ugt, þá hefur þú aldrei gefið neinni ást þína, og nú ert þú þritugur maðurinn svo gott sem heitbundinn Melissu, en ekkert er fastákveðið.” Þó að lafði Wyndham væri á allan hátt sammála dóttur sinni, fannst henni samt, að hún yrði að verja son sinn, sem hún gerði með því að minna Louisu á, að Richard væri aðeins tuttugu og níu ára. „Mamma, Richard verður þrjátíu ára innan sex mánaða. Því að ég,” sagði Louisa og tók á öllu viljaþreki, „er orðin þrjátíuogeinsárs.” „Louisa, ég kemst við!” sagði sir Richard. „Ég er viss um, að aðeins hin innilegasta systurást hefur getað fengið þig til þess að gera slíka játningu.” Hún gat ekki dregið fram bros, en sagði með eins mikilli alvöru og hún gat: „Þetta er ekkert gamanmál. Þú ert ekki lengur á æskuskeiði, og þú veist það eins vel og ég, að það er skylda þín að huga alvarlega að hjónabandi.” „Einkennilegt,” muldraði sir Richard, „aðskylda manns skuli undantekningar- laust vera svo ógeðfelld.” „Ég veit,” stundi George. „Það er alveg sattt.” „Bull og vitleysa! Þið gerið einfalda hluti alltof flókna!” sagði Louisa. „Ef ég væri að þröngva þér til þess að kvænast einhverri rómantiskri stúlku, sem vildi alltaf, að þú elskaðir hana og gréti úr sér augun í hvert sinn sem þú færir að skemmta þér án hennar, þá hefðir þú ástæðu til þess að kvarta. En Melissa — já, George, hún er ísjaki, en segðu mér þá, hvað er Richard annað en það sama? Melissa mun aldrei ergja þig á þennan hátt.” Richard leit á hana óræðu augnaráði. Siðan gekk hann að borðinu og fékk sér annað glas af Madeira. Louisa sagði með varnarrómi: „Ég býst ekki við, að þú viljir alltaf hafa hana hangandi um hálsinn á þér, er það?” „Nei, allsekki.” „Og þú ert ekki ástfanginn af neinni annarri konu, er það?” „Ekki heldur.” „Nú, jæja! Ef þú hefðir þann ávana að verða sífellt ástfanginn af nýrri og nýrri stúlku, þá horfði málið öðruvísi við. En það er auðséð á þér, að þú ert kaldasta, afskiptalausasta og sjálfselsk- asta vera á jörðinni, Richard, og þér á eftir að finnast Melissa ágætur félagi.” Ógreinilegt kvakhljóð, sem benti til mótmæla, kom frá George, og varð til þess, að sir Richard veifaði hendinni til madeiraflöskunnar. „Hjálpaðu þér sjálfur, George.” „Ég verð nú að segja það, að það er alls ekki fallegt af þér að tala svona við hann bróður þinn,” sagði lafði Wynd- ham. „Ekki það að þú ert sjálfselskur, Richard, það hef ég margoft sagt þér, en svo er einnig um meirihlutann af mann- kyninu! Hvar sem þú ferð verður þú alltaf fyrir vanþakklæti.” „Ef ég hef gert Richard rangt til, bið ég hann sjálfviljug afsökunar,” sagði Louisa. „Mjög vel mælt hjá þér, kæra systir. Þú hefur alls ekki gert mér neitt rangt til. Vert þú ekki svona neyðarlegur á svipinn, George, ég fullvissa þig um, að ég þarfnast engrar samúðar. Segðu mér. Louisa: Hefur þú ástæðu til þess að ætla, að Melissa vænti min á biðilsbuxun- um?” „Auðvitað. Hún er búin að bíða þess í fimm ár." Sir Richard virtist eilítið undrandi. „Vesalings stúlkan!” sagði hann. „Ég hlýt að hafa verið ótrúlega sljór.” Móðir hans og systir litu hvor á aðra. „Þýðir þetta það, að þú ætlir að fara að hugsa alvarlega um hjónaband?” spurði Louisa. Hann leit hugsandi á hana. „Ég býst við, að svo verði að vera.” „Ég verð nú að segja mitt álit,” sagði George og bauð konu sinni byrginn, „ég myndi líta betur í kringum mig eftir ein- hverri eftirsóknarverðari stúlku! Guð veit, að það eru tugir af þeim um alla borgina! Framhald í næsta blaði. LINGUAPHONE-umboóió Hljódfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 10 Vlkan X. tbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.