Vikan


Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 46
Útdráttur: Luke Owen hafði alltaf litið á föður sinn sem hörkutól, gjörsneyddan tilfinningasemi. Hann hafði dáð föður sinn, rétt eins og allir aðrir í Zambiu, sem kynnst höfðu þessum dugnaðar- forki, sem fyrir þrjátiu árum kom þangað frá Wales og byggði upp þennan búgarð úr nánast engu. En þeir feðgar höfðu aldrei staðið nálægt hvor öðrum. Enoch Owen hafði aldrei borið tilfinningar sinar á borö. Aldrei fyrr en á banabeðinum. Orðaslitur hans um löngu liðna atburði sögðu Luke ekki margt. En hann skildi, að það var eitthvað, sem hvíldi þungt á föður hans og hafði hvflt á honum öll þessi ár í Afríku. „Farðu til Wales, Luke! Segðu þeim, að það hafi ekki verið mín sök.” Eftir lát föður sins sökkti Luke sér niður i dagbækur hans, en hann var litlu nær um þann atburð, sem virtist hafa rænt Enoch Owen sálarrö. Það var ekki um annað að ræða en að fara til Wales og reyna að komast til botns í málinu. Eleanor hafði ekki verið sú eina. sem erfitt var að kveðja. Hönd hans þreifaði ósjálfrátt á litlunt fil, sem hékk um háls hans. Skilnaðargjöf frá Kareemu, hinni tryggu bústýru föður hans. Þetta hafði verið óvænt gjöf. Hann og Kareenta höfðu aldrei verið nánir vinir, þau höfðu aldrei verið jafnákomin hvort öðru og hún og faðir hennar höfðu verið. Þegar hann sagði henni, að hann hefði hugsað sér að fara i frí til Wales, hafði hann séð það á augum hennar, að hún trúði honum ekki. „Einkabækur mr. Enochs. Þú ferð þeirra vegna." Þetta var ekki spurning, heldur staðhæfing. Hún yfirgaf herbergið hljóðlega. Nokkrum mínútum síðar kom hún inn aftur. Hún rétti honuni feimnislega litla úl- skorna filabeinsfílinn. „Berðu hann alltaf.... hann boðar gæfu." Þar sem hann nú sat þarna um borð 1 flugvélinni, fann hann til einkennilegrar einmanakenndar og dapurleika. Hann þvingaði huga sinn inn á raunhæfari brautir. Hann hafði yfirgefið búgarðinn í traustum höndum Kareemu. Öll raun- veruleg vandamál lágu framundan. ÞaD var fyrst seint sama kvöld, sem Luke lét skrá sig inn á hótelið í London. Það fyrsta, sem hann hafði gert eftir lendinguna. var að finna kort yfir Wales og leigja bíl daginn eftir. Hann fékk sér steypibað inni á her- berginu og fór að því loknu í baðkápu. Hann breiddi úr kortinu á borðið og tók fram litla dagbók. Þar hafði hann skrifað niður þær fátæklegu upplýsing ar, sem hann hafði yfir að ráða um fortíð föður síns. Staður: Abermorvent (Glantorganshire). Tími: 1920-1946. Starf: Kolanámumaður. 46 Vlkan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.