Vikan


Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 23
Hádegis- verðurinn i Smásaga eftir Somerset Maugham En það færðist breitt bros yfir stóra skinhelga andlitið á honum um leið og hann svaraði: — Vissulega! Það er einmitt til slíkur aspas, dásamlega stór, matarmikill og mjúkur. — Ég er ekkert svöng, sagði gestur minn og andvarpaði, en úr því að þér hvetjið mig til þess, þá ætla ég að þiggja einn eða tvo stöngla .. Ég pantaði aspas fyrir einn. — En hvað um yður? Viljið þér ekki svolítið líka? — Nei, mér þykir aspas ekki góður. — Jæja, það er skrýtið. Ég þekki fleira fólk, sem ekki vill aspas. Viljið þér að ég sé alveg hreinskilin við yður? Þér eyðileggið góminn í yður með öllu þessu kjötáti... Við biðum meðan aspasinn var að soðna. í þetta sinn fann ég hvernig skelfingin gagntók mig. Það var ekki lengur um það að ræða hve mikið ég mundi eiga eftir af peningum til að lifa á til mánaðamóta, heldur hvort ég hefði næga peninga til að borga reikninginn. Hversu auðmýkjandi væri það ekki að vanta einn eða tvo franka og þurfa að fá þá lánaða hjá gesti mínum. Nei, aldrei gæti ég .. . Ef reikningurinn sýndi hærri upphæð en ég ætti, þá yrði ég að stinga hendinni í vasann og reka upp átakanlegt óp: — Þaðer búiðað stela buddunni minni! En ef hún hefði ekki nógu mikla peninga heldur? Það væri ennþá óþægilegra. Þá væri aðeins eitt ráð til, að skilja eftir úrið mitt og segja að ég kæmi aftur seinna og leysti það út. Aspasinn kom, geysistórir stönglar, freistandi og safaríkir. Ilmurinn af brædda smjörinu kitl- aði vit mín, eins og reykurinn af fórnum hinna dyggðugu Israelsmanna hafði kitlað vit Jahve. Meðan ég ræddi kurteislega um stöðu bók- menntanna í Balkanlöndunum, horfði ég á þennan kvenmann háma í sig aspasinn með sýnilegri nautn og i stórum munnbitum, án þess að skammast sin hið allra minnsta. Loks lauk hún þeim síðasta. — Kaffi? spurði ég. — Þakka yður fyrir, ekkert annað en ís og kaffibolla. 1 öngum mínum pantaði ég ís og kaffi handa henni og kaffi handa mér. — Ég er alveg sannfærð um eitt, sagði hún og bragðaði á isnum sínum með súkkulaðinu, maður ætti alltaf að standa upp frá borðinu með það á tilfinningunni að maður sé ekki saddur. — Eruð þér ennþá svangar? spurði ég veikri röddu. — Nei! Ég hef enga lyst eins og þér sjáið. Ég drekk tebolla á morgnana og borða heitan mat á kvöldin, en um hádegið borða ég aðeins einn rétt. Ég átti við yður. — Jæja! Nú gerðist skelfilegt atvik. Meðan við biðum eftir kaffinu, kom yfirþjónninn, hræsnisfullur á svipinn og með fleðulegt bros, að borðinu til okkar með kúffulla körfu að stórum plómum sem voru rjóðar í kinnum af blygðun; þær báru þennan hlýja lit itölsku sveitanna. Hvað skyldu þær kosta, guð minn góður? Ég komst brátt að raun um það, því gestur minn, sem var með allan hugann viðeintal sitt, tók eina. — Þarna sjáið þér hvað ég á við? hélt hún áfram. Þér eruð svo saddur af öllu þessu kjöti (vesælu litlu kótelettunni minnil, að þér getið jafnvel ekki bætt á yður einum ávexti. En ég, sem aðeins hef nartað í matinn, borða eina plómu með mestu ánægju. Ég fékk reikninginn. Ég gat borgað hann, en aðeins með því að skilja eftir alltof litla drykkju- peninga. Ég sá að augnaráð frú N . . . hvíldi á þessum vesælu þremur frönkum, sem lágu eftir á disknum. Ég skildi það vel, að hún áleit mig nirfil. Þegar ég var kominn út fyrir dyrnar, átti ég eftir . . . að lifa heilan mánuð, án þess að eiga einn einasta eyri í vasanum. — Farið að dæmi mínu, yður er óhætt að trúa mér, sagði gestur minn og þrýsti hönd mína. Látið yður nægja einn rétt um hádegið. — Ég ætla að ganga ennþá lengra en það, svaraði ég um hæl. Ég ætla alls ekki að borða neitt í kvöld. — Æringi! kallaði hún glaðlega um leið og hún stökk upp í vagninn. Loksins átti ég að fá hefnd. Ég er ekki hefni- gjarn maður, því fer fjarri, en þegar hinir ódauðlegu guðir taka mál okkar í sínar hendur, þá er það afsakanlegt þó maður virði fyrir sér afleiðingarnar með nokkurri velþóknun. Nú vegur frú N .. .hundrað og þrjátíu kíló. 20. tbl. Vlkan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.