Vikan


Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 41
Þegar Fernand Jouver hafði þurrkað varalitinn af vínglasinu af mikilli natni, kastað öllum bleikfilteruðu sígarettustubb- unum og vellyktandi vasa- klútunum sömu leið, var hann sannfærður um að hann hefði útmáð öll verksummerki. Hann sléttaði úr silkipúðunum, sem lágu í Louis-Seize sófanum, leit sem snöggvast á Sévéres-klukk- una, sem stóð á arinhillunni, og flutti litla Seygon-borðlampann aftur yfir á rókokkó-borðið þar sem hann var vanur að standa. Eftir nokkrar mínútur væri hann reiðubúinn til að taka á móti Lisettu, konunni sinni. Ánægjan blikaði í brúnum, hættulegum augunum og sigur- bros lék um varir hans. Allt var á sínum stað. Þetta var hinn fullkomni glæpur eða væri kannski réttara að segja — hið fullkomna ævintýri karlmanns- ins. Eins fullkomið og ævintýri í Paris geta orðið — í borg syndarinnar. Hún hét Yvette og hann elskaði hana. Hún var eins frönsk og franskar þokkadísir verða — og hvernig hún gat sveipað chinchillfeldinum um sig! Oh la la! — Yvette, ég elska þig! Fernand Jouver snerist eins og skopparakringla. Hvaðan kom þessi rödd? Hann kannaðist við hana, hafði heyrt hana áður. Hver hafði látið þessa setningu út úr sér? Páfa- gaukurinn! Já, það hlaut að vera páfagaukurinn, þessi viður- styggilegi fugl, þessi stórmynnta afæta. — Yvette, ég elska þig! Fernand varð kafrjóður í framan, svo hvítur, svo kafrjóður aftur. Que diable! og hann steytti hnefa í átt að páfagauknum. Svo klessti hann andlitinu alveg upp að gylltu búri gauksins og hvæsti: — Ef þú ekki steinheldur þínum ljóta kjafti þá sný ég þig úr hálsliðnum. Prenez garde! — Yvette, ég elska þig! Hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En þá fékk hann hugmynd. Hann stökk inn í eldhús, náði í sykurkerið, hellti nokkrum syk- urmolum í hönd sina, gekk inn í stofuna og stakk nokkrum molum inn í búrið til páfa- gauksins. — Nú þegir þú, er það ekki? spurði hann auðmjúkur. Fimm mínútur með Þýð.: Eiríkur Jónsson WILLY BREINHOLST ENGINN TIL VITNIS ... OG ÞÓ — Oui, monsieur! lofaði páfagaukurinn og byrjaði að háma í sig sykurinn. Þá hringdi dyrabjallan. Fernand fékk sem snöggvast þetta taugaveiklunarlega blik í augun sem einkennir franska eiginmenn með slæma samvisku. En hann tók sig saman í andlitinu, lagfærði bleika hálsbindið, gekk að dyrunum og opnaði. Lisetta var komin heim. — Hefur þér leiðst, elsku vinur? — Mér leiðst? Fernand leit undan, o sei sei nei, ég gluggaði aðeins í bók og steinsofnaði svo fyrir framan sjónvarpið. Hann leit flóttalega yfir að páfagauksbúrinu. Gaukurinn var að narta í síðasta molann — Ég . . . ég . . elsk . . . , byrjaði páfagaukurinn. Á örskotsbragði stakk Fernand öðrum sykurmola inn í búrið til hans og fuglinn þagnaði. Lisetta hvarf inn í eldhúsið. — Þú ert óvandur að meðölum, bölvaður, urraði Fernand framan í páfagaukinn. Ef þú gefur svo mikið sem eitt einasta hljóð frá þér það sem eftir er kvöldsins, þá sný ég þig úr hálsliðnum. Allan hringinn. Skilið? — Yvette, ég elska þig! skrækti páfagaukurinn af öllum kröftum. Fernand flýtti sér að skrúfa upp í útvarpinu og hóf að syngja fullum hálsi svo að Lisetta heyrði ekki í bannsettum fuglinum inn í eldhúsið. — Uss ... uss, ég var bara að grínast. Mér hefði aldrei dottið í hug að gera þér mein. Hérna vinur, fáðu þér meiri sykur. Verður þú þá ekki stilltur í kvöld? Ha? — Qui, monsieur, svaraði páfagaukurinn sannfærandi. Kvöldið eftir tókst Fernand að sleppa út. — Viðskipti, viðskipti, sagði hann. Kannski verð ég seinn fyrir en þú skalt ekkert vera að vaka eftir mér, elskan. Hann kyssti Lisettu lauslega á kinnina og smaug út um dyrnar. Hálftíma síðar hittust þau Yvette á Caprice Viennois en þaðan fóru þau heim í litlu sætu íbúðina hennar á Boulevard Saint-Michel og höfðu það nota- legt. — Þú ert seint á ferð! sagði Lisetta þegar hann kom heim. — Já, sagði hann og gætti þess að líta ekki í augu hennar. — Þú veist nú hvernig þetta gengur fyrir sig í viðskipta- heiminum, sífelldar tafir og pex. Hann gekk yfir að barskápn- um og skenkti sér drykk fyrir svefninn. Páfagaukurinn dillaði sér hróðugur á prikinu í gyllta búrinu yfir Louis-Seize sófan- um. — Ég... ég... elska... Fernand snerist skelfdur í hálfhring og leitaði eins og vitlaus maður að sykri í vösum sínum en áður en hann fann nokkuð þagnaði páfagaukurinn. Lisetta hafði rneð leiftur- hraða stungið hnefafylli af sykurmolum inn í búrið til hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.