Vikan


Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 14

Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 14
það fæst enginn annar. Þú veist hvernig það er...” „Ég veit,” sagði hann og varð skyndilega bitur. „Stríðið, stríðið, fjandans stríðið. Fyrirgefðu orðbragðið.” Hann rétti mér höndina. „Johnny Stewart.” „Katherine Hamilton." Hann hélt í hönd mína svolitla stund. „Hvað ertu kölluð? Kathie eða Kate.” „Hvort sem er, býst ég við.” „Kate.” Hann kinkaði kolli og starði tómlega ut í loftið. „Já, það er ágætt. Ég ætla að kalla þig Kate.” Hann fór i jakkann. Ég rak augun i rendurnar þrjár og kórónu flughersins á erminni og fyrir ofan vinstra brjóst- vasann var vængur flugskyttu og einn borði fyrir neðan með fjólubláum og hvítum skáröndum. Þetta hafði lítil áhrif á mig. Á þessum tima voru svo margar flugvélar i loftinu yfir Norfolk að þær voru daglegt brauð fyrir mér. Amerísku flugvélarnar á daginn en konunglegu bresku Lancasterarnir á nóttunni. Þrátt fyrir það vissi ég mjög lítið um flug, utan þess sem ég las í dagblöðunum eða heyrði i útvarpinu. Eftir á að hyggja virðist það fremur undarlegt þvi að jafnframt því að vera prestur i kirkju heilags Péturs var faðir minn sjálfboðaliði i varaliði Konunglega flughersins. Hann tók sig mjög vel út í einkennisbúningi og bar sjálfur vængi og röð af málmborðum en þá hafði hann fengið í fyrri heimsstyrjöldinni. Þegar ég var mjög ung fór hann eitt sinn með mig á mynd sem hét Dawn Patrol. í henni voru tvívængjur og slagsmál og ungir menn í opnum flugstjórnarklefum með hjálma og hlífðargleraugu og hvita trefla sem blöktu í vindinum. Mér fannst alveg fráleitt að faðir minn, sem gekk í predikunarstólinn í kufli sinum á hverjum sunnudegi til að predika fyrir söfnuðinn, hefði einhvern tíma verið eins og þeir. Johnny Stewart hneppti að sér jakkanum. „Svo þú ert flugmaður?” sagði ég. „Mér er flogið, réttara sagt.” Hann brosti. „Ég er stélskytta í Lancaster sprengjuflugvél frá Upton Magna.” Upton Magna. Ég kynntist þeim stað mjög vel. Ég hef aðeins komið þangað einu sinni síðan þetta sumar. Það var fyrir fjórum árum þegar móðir min lá banaleguna. Það var um haust — fyrstu vikuna i nóvember — og allt virtist vera að deyja með henni. Það rigndi allan tímann sem ég var þarna. Það var kalt, óstöðvandi regn frá Norðursjónum. Ég var gripin Sumarið sem var örvæntingu af þvi að verða að horfa á ástvinu mína kveljast til dauða. Að föstudagsmorgni þessarar hræðilegu viku var mér gengið út í regnið, því mér var óbærilegt að horfa á hana þjást augnabliki lengur. Ég reikaði stefnulaust, niðurlút i rigningunni með gamlan labradorhund móður minnar, Séra Jón, á eftir mér. Ég hlýt að hafa gengið að minnsta kosti i klukkutima. Að lokum stoppaði ég undir tré til að kveikja mér í sígarettu. Þegar ég leit upp sá ég flugturninn í Upton Magna hinum megin við engið. Það var verið að setja vél í gang. Þetta var ótrúlegt. Maginn í mér herptist saman og það spratt út á mér kaldur sviti. Var þetta nú eða þá? Ég hljóp af stað með Séra Jón á hælunum þvert yfir blautt engið. Ég stansaði á steyptri braut. Hún var sprungin og grasi vaxin. Ég hafði ekki heyrt i Lancastervél heldur i traktor í skóg- ræktinni hægra megin við mig. í huga mér var þessi staður fullur af lífi. Lancastervélar stóðu tilbúnar hlið við hlið á kyrrum suntarkvöldum. Starfs- liðið var að undirbúa þær fyrir nætur- flug. Allt var iðandi af lífi, alls konar far- artæki, trukkar, reiðhjól og fótgangandi — fullt af ungum mönnum. Nú stóð aðeins aðalflugskýlið eftir ná- lægt varðstofunni og turninum. Allt var autt, yfirgefið og grasi vaxið. Matsalurinn stóðenn. Ég hafði kontið jjangað nokkrum sinnum. Þegar ég nálg- aðist sá ég að gluggarnir voru byrgðir og þakið að mestu leyti horfið. Ég stóð við innganginn og leit á múrsteinana, sem lágu á víð og dreif. Lancastervél stóð þarna eins og grá vofa, málningin farin að flagna af og upplitast eftir öll þessi ár. Hún hafði verið máluð í júlí 1943 af Dad Walker, liðþjálfa frá Leeds, sem féll yfir þýsku ströndinni 22. ágúst sama ár í 46. ferðsinni. 1 horninu hafði verið píanó. Augu min hvörfluðu þangað með trega. Það var vitaskuld farið, en eitt augnablik fannst mér ég heyra raddir syngja gömlu lögin. Raddirnar hurfu og nú heyrði ég sterkan pianóleik. Hljómurinn fyllti hug minn og hjarta og um vit mín lék sjávar- ilmur og rakrar moldar. Óskapleg ein- manakennd greip ntig... Svo margir ungir menn. Ég gekk að dyrunum og starði út i regnið. Séra Jón, sem hafði beðið þolinmóður, stóð nú upp og hristi sig og byrjaði að ýlfra. Ég beygði mig niður til að snerta hann. Hann ýlfraði aftur og þaut af stað i átt til þorpsins. Nokkrar krákur hófu sig gargandi til flugs, eins og hundurinn hefði truflað þær, og settust síðan aftur. Ég fann til undarlegs tómleika, jöcðin tók kipp og ég varð að halla mér að dyrastafnum til að fá stuðning. Það tók mig smá stund að jafna mig. Loks hálfhljóp ég af stað í slóð Sera Jóns. Þegar ég kom til baka var móðir mín dáin drottni sínum. Hann sagði mér í raun og veru mjög lítið um sjálfan sig fyrsta kvöldið, sem við hittumst, þó fannst mér sem við hefðum talað lengi saman. Allt i einu leit hann á klukkuna og rak upp stór augu. „Ég verð að fara,” sagði hann um leið og hann gekk af stað og setti á sig húfuna. Hann sneri við í dyrunum. „Það er dansleikur i félagsheimilinu á morgun. Viltu koma?” Það voru tveir mánuðir i sautjánda afmælið mitt og ég hafði aldrei farið á dansleik nenta i kirkjunni. Foreldrar minir höfðu aldrei gefið mér leyfi til þess. Það var allt öðruvísi þá... Ég hugsa að hann hafi vitað að ég ætlaði að færast undan, því að glampinn hvarf úr augum hans og hann varð aftur hörkulegur og ellilegur á svipinn. Mér fannst ég sjá hann skríða aftur inn i skelina sem hafði umlukið hann þegar viðhittumst. Þá kom ég bæði sjálfri mér og honum á óvart. „Já,” sagði ég. „Þakka þér kær- lega fyrir. Það væri mjög gaman." Þá var það sagt og ég varpaði öndinni léttara. Hann brosti og ég var glöð. „Hvar á ég að hitta þig?” „Á prestssetrinu. Spurðu einhvern." „Klukkan sjö?” „Já.” Hann gekk út um dyrnar. Mér leið hálfundarlega. Ég iðraðist ekki þess sem ég hafði sagt, en hvað mundu foreldrar minir segja? Þá þraut yrði ég að yfir- stiga. Ég ýtti hugsuninni til hliðar, gekk aftur að orgelinu og fór að æfa sunnudagssálmana. Þegar ég kom að húsinu sá ég að faðir minn var kominn. Litli Morrisinn, sem hann notaði til að keyra um sóknina, stóð í innkeyrslunni. Það var ljós í for- stofunni. Móðir mín dró þung flauels- gluggatjöldin fyrir, frekar í seinna lagi miðað við myrkvunarreglurnar. Ég fann til skyndilegs ótta alein i myrkrinu og flýtti mér inn. Þegar ég kom inn var hún að ganga um forstofuna. „Halló,” sagði hún. „Hvar varstu?” Ég fór úr kápunni og elti hana fram í eldhús. „Ég fór upp í kirkju að gá að pabba. Það var piltur þar að spila á orgelið. Ég var aðhlustaá hann.” „Hvers konar piltur?” „Skytta frá Upton Magna.” „Hvað er hann gamall?” Hún var að vaska upp núna. Hún var alltaf að gera eitthvað. „Um það bil nitján ára, held ég, en þú hefðir átt að sjá hann. Hann var svo þreytulegur og hann var með hrukkur á enninu eins og gamall maður.” „Það er skemmtilegt verk sem þeir senda unga menn i nú á dögum." Henni Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Varahlutaþjónusta. örníM Spitalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. 14 Vikan 20. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.