Vikan - 17.05.1979, Blaðsíða 43
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson:
Áætlun 3 í
fjórum liðum,
þar af einum,
sem heppnaðist
vinna hjá Hinu opinbera mjög eftirsótt.
Honum fannst ómögulegt að leggja upp
laupana. Áætlun tvö fólst hins vegar í
því, að biðja fröken Jórunni um annað
starf og bera því við, að hann langaði til
þess að kynnast fleiri störfum innan
skrifstofunnar, svo hann staðnaði ekki
með timanum. Um skeið safnaði hann
kjarki til þess að færa það í tal við hana,
en hætti svo við allt saman á síðustu
stundu, því hann þóttist viss um að hún
gæti séð í gegnum það og þá yrði
aðstaða hans mun verri. Fröken Jórunn
hélt líka uppteknum hætti, að viðbætt-
um þrýstingi í bókstaflegum skilningi.
Hún lét sér ekki lengur nægja að snerta
hann rétt sem snöggvast, heldur þrýsti
sér upp að honum og andaði á hálsinn á
honum. Stundum svimaði hann, en
harkaði af sér og hélt sér í skrifborðið
meðannarri hendi.
ReIÐARSLAGIÐ dundi yfir,
þegar síst skyldi, á miðvikudegi. Þau
fröken Jórunn höfðu unnið eftirvinnu,
en að henni lokinni bað hún hann að
skutla sér heim, því billinn hennar var
bilaður. Hann gat auðvitað ekki neitað
henni um það, en þegar þau komu að
húsinu, sem hún bjó í, spurði hún
hvort hann gæti komið inn rétt sem
snöggvast og rætt við sig um smávægi-
legar breytingar á skrifstofunni. Hann
varð meira en lítið undrandi, en lét þó
ekki á því bera og varð við bón hennar.
Það var hugsanlegt, að nú fengi hann
skemmtilegra starf og jafnvel betri laun.
Það hlakkaði í honum.
Hannes fór ekki úr frakkanum, heldur
gekk rakleitt á eftir fröken Jórunni inn í
stofuna og settist í sófann. Hún hafði
farið úr kápunni og kom með tvö glös af
sérríi. Þau skáluðu fyrir skrifstofu Hins
opinbera. Fröken Jórunn var óvenju-
viðmótsþýð, settist við hlið hans í sófann
og lagði glasið frá sér á borðið við
hliðina á hans glasi. Hann velti því fyrir
sér, hvort hún myndi koma beint að
efninu. Næstum í sömu andrá fleygði
hún sér á hann, lagði hann eiginlega
undir og kyssti hann hvað eftir annað.
Hannes greip andann á lofti. Hann var
skelfingu lostinn, lamaður af hræðslu og
vissi ekki hvað var að gerast. Þetta líktist
ógnarmartröð, sem hann fékk ekki rönd
við reist. Það var ekki til neins að mót-
mæla, því fröken Jórunn gleypti hann
næstum með húð og hári. Hún hafði
þegar náð honum úr frakkanum og
jakkanum. Hann hélt að hún myndi
kyrkja sig með hálsbindinu, var óglatt og
fékk blóðbragð í munninn. Eftir það var
hann blindur hvolpur, en hún skvap-
holda og ógnvekjandi. Og gammurinn
geysti.
Hann kom fljótlega til sjálfs sín, leið
hræðilega illa og langaði mest til að
gráta, því þetta var allt svo ógeðslegt.
Fötin hans voru stórskemmd, nærfötin
hvergi sjáanleg og hann lék sjálfur á
reiðiskjálfi. Án þess að líta frekar við
fröken Jórunni, flýtti hann sér út og
heim til sín. Honum gekk illa að aka
skikkanlega, lenti óvart yfir á rauðu
Ijósi, en hafði heppnina með sér. Sama
kvöld hófst gerð áætlunar 3, sem var í
sjálfu sér einföld, en krafðist útsjónar-
semi. Hann magnaði hatrið upp í sér.
skrifstofu Hins opinbera var
óvenju stór peningaskápur, vel mann-
gengur, staðsettur á ganginum milli
Skotsins og skrifstofunnar sjálfrar. I
skápnum voru hillur á veggjum, þar sem
geymd voru mikilvæg skjöl og verð-
mæti. Að sjálfsögðu var skápurinn eld-
traustur og meira að segja loftþéttur, svo
reykur gæti ekki skemmt neitt, sem í
honum var geymt. Fröken Jórunn hafði
ein lykil að skáp þessum, en á daginn var
hann venjulega opinn og haft á honum
sérstakt öryggi, svo hann lokaðist ekki,
og það var jafnan haft i flimtingum, að
starfsfólkið gæti átt það á hættu að
lokast inni í skápnum. Um þennan
kostulega skáp spannst áætlun þrjú.
ir AÐ liðu tvær eða þrjár vikur frá
því fröken Jórunn fékk sínu framgengt
og töluðust þau Hannes nær ekkert við.
Með sjálfum sér var Hannes sannfærður
um, að hún væri að safna orku til nýrrar
atlögu og það stappaði heldur stálinu í
hann. Á föstudegi bað hún hann að
vinna eftirvinnu og hann vissi að
stundin var komin. Þau yrðu tvö ein.
Klukkan fimm skrapp hann sem snögg-
vast niður í anddyrið og stimplaði bæði
sig og fröken Jórunni út. Húsvörðurinn
varð einskis var og hann læddist aftur
upp í Skotið. Eftir réttan hálftíma þóttist
hann ætla á klósettið, en í stað þess að
fara þangað tók hann öryggið af
peningaskápshurðinni, svo hægðarleikur
var að skella henni í lás með einu hand-
taki. Þegar hann kom aftur inn í Skotið
var fröken Jórunn einmitt að ljúka
bunka af skýrslum, sem áttu að fara til
geymslu í skápnum. Hún stóð á fætur og
hvarf fram á ganginn. Hannes læddist
þegar á eftir henni og hún var mátulega
horfin, svo hann tók undir sig stökk og
skellti aftur skáphurðinni. Það small í
lásnum, en í sama bili heyrði hann
kunnuglega rödd, sem barst frá skrif-
stofunni:
„Hvaða hljóð var þetta, Hannes?”
„Ég er einmitt að huga að því,” laug
hann samstundis.
Fröken Jórunn kom fram á ganginn.
„Hurðin á skápnum hefur víst skollið
aftur,” sagði hann, án þess að iíta á
hana.
„Það á ekki að geta hent sig,” sagði
hún.
„Kannski öryggið hafi bilað,” stakk
hann uppá og reyndi að vera
sannfærandi.
Hann tók eftir því, að hún hélt á
skýrslunum, sem hún hafði ætlað að
setja í skápinn.
„Ég verð að láta athuga öryggið,”
sagði hún og fór inn í Skotið til þess að
sækja lykilinn að skápnum.
Á meðan gerði hann áætlun 3-B og lét
sig hverfa inn á skrifstofuna. Þegar hann
heyrði hana koma, fór hann aftur fram á
ganginn og horfði á hana opna skápinn.
Hann manaði sjálfan sig og gekk
ákveðnum skrefum í áttina til hennar,
en hún gaf honum engan gaum.
Lykillinn stóð í skránni og fröken
Jórunn var eitthvað að bogra fremst í
skápnum.
Hannes Jónsson, skrifstofumaður hjá
Hinu opinbera, gaf fröken Jórunni Jens-
dóttur, skrifstofustjóra hjá sama fyrir-
tæki, vel útilátið spark í afturendann og
heyrði hana hrópa eitthvað, en greindi
ekki orðaskil, þótt honum fyndist
hurðin vera heila eilifð að falla að
stöfum. Síðan var allt hljótt. Björninn
var unninn.
Hann þurrkaði hugsanleg fingraför af
skáphurðinni og lagaði til á skrifborðinu
sínu. Lyklinum að skápnum stakk hann
á sig í öryggisskyni og yfirgaf húsið bak-
dyramegin. Hann andaði léttar á
leiðinni heim og sá sjálfan sig i anda,
skrifstofustjóra hjá Hinu opinbera.
HaNNES JÓNSSON, skrif-
stofumaður hjá Hinu opinbera, sat í
stofunni heima hjá sér, gat ekki horft á
sjónvarpið og reyndi að réttlæta verkn-
aðinn fyrir sjálfum sér. Það gat engan
grunað neitt, þegar um svo fullkomna
tækni var að ræða, nema ... Það læddist
að honum hræðilegur efi. Fröken
Jórunn var alltof klók til þess að láta fara
svona illa með sig. Henni gæti þess
vegna dottið í hug að skrifa einhverjar
útskýringar á blað og þannig náð að
hefna sín. Við því var bara eitt ráð.
Hann varð að fjarlægja líkið og ganga úr
20. tbl. Vikan 43