Vikan - 17.05.1979, Page 41
Þegar Fernand Jouver hafði
þurrkað varalitinn af vínglasinu
af mikilli natni, kastað öllum
bleikfilteruðu sígarettustubb-
unum og vellyktandi vasa-
klútunum sömu leið, var hann
sannfærður um að hann hefði
útmáð öll verksummerki. Hann
sléttaði úr silkipúðunum, sem
lágu í Louis-Seize sófanum, leit
sem snöggvast á Sévéres-klukk-
una, sem stóð á arinhillunni, og
flutti litla Seygon-borðlampann
aftur yfir á rókokkó-borðið þar
sem hann var vanur að standa.
Eftir nokkrar mínútur væri
hann reiðubúinn til að taka á
móti Lisettu, konunni sinni.
Ánægjan blikaði í brúnum,
hættulegum augunum og sigur-
bros lék um varir hans. Allt var
á sínum stað. Þetta var hinn
fullkomni glæpur eða væri
kannski réttara að segja — hið
fullkomna ævintýri karlmanns-
ins. Eins fullkomið og ævintýri í
Paris geta orðið — í borg
syndarinnar. Hún hét Yvette og
hann elskaði hana. Hún var eins
frönsk og franskar þokkadísir
verða — og hvernig hún gat
sveipað chinchillfeldinum um
sig! Oh la la!
— Yvette, ég elska þig!
Fernand Jouver snerist eins
og skopparakringla. Hvaðan
kom þessi rödd? Hann
kannaðist við hana, hafði heyrt
hana áður. Hver hafði látið
þessa setningu út úr sér? Páfa-
gaukurinn! Já, það hlaut að vera
páfagaukurinn, þessi viður-
styggilegi fugl, þessi stórmynnta
afæta.
— Yvette, ég elska þig!
Fernand varð kafrjóður í
framan, svo hvítur, svo
kafrjóður aftur.
Que diable! og hann steytti
hnefa í átt að páfagauknum. Svo
klessti hann andlitinu alveg upp
að gylltu búri gauksins og
hvæsti:
— Ef þú ekki steinheldur
þínum ljóta kjafti þá sný ég þig
úr hálsliðnum. Prenez garde!
— Yvette, ég elska þig!
Hann vissi ekki sitt rjúkandi
ráð. En þá fékk hann hugmynd.
Hann stökk inn í eldhús, náði í
sykurkerið, hellti nokkrum syk-
urmolum í hönd sina, gekk inn í
stofuna og stakk nokkrum
molum inn í búrið til páfa-
gauksins.
— Nú þegir þú, er það ekki?
spurði hann auðmjúkur.
Fimm mínútur með
Þýð.: Eiríkur
Jónsson
WILLY BREINHOLST
ENGINN TIL VITNIS ... OG ÞÓ
— Oui, monsieur! lofaði
páfagaukurinn og byrjaði að
háma í sig sykurinn.
Þá hringdi dyrabjallan.
Fernand fékk sem snöggvast
þetta taugaveiklunarlega blik í
augun sem einkennir franska
eiginmenn með slæma
samvisku. En hann tók sig
saman í andlitinu, lagfærði
bleika hálsbindið, gekk að
dyrunum og opnaði. Lisetta var
komin heim.
— Hefur þér leiðst, elsku
vinur?
— Mér leiðst? Fernand leit
undan, o sei sei nei, ég gluggaði
aðeins í bók og steinsofnaði svo
fyrir framan sjónvarpið.
Hann leit flóttalega yfir að
páfagauksbúrinu. Gaukurinn
var að narta í síðasta molann
— Ég . . . ég . . elsk . . . ,
byrjaði páfagaukurinn. Á
örskotsbragði stakk Fernand
öðrum sykurmola inn í búrið til
hans og fuglinn þagnaði.
Lisetta hvarf inn í eldhúsið.
— Þú ert óvandur að
meðölum, bölvaður, urraði
Fernand framan í páfagaukinn.
Ef þú gefur svo mikið sem eitt
einasta hljóð frá þér það sem
eftir er kvöldsins, þá sný ég þig
úr hálsliðnum. Allan hringinn.
Skilið?
— Yvette, ég elska þig!
skrækti páfagaukurinn af öllum
kröftum. Fernand flýtti sér að
skrúfa upp í útvarpinu og hóf að
syngja fullum hálsi svo að
Lisetta heyrði ekki í bannsettum
fuglinum inn í eldhúsið.
— Uss ... uss, ég var bara að
grínast. Mér hefði aldrei dottið í
hug að gera þér mein. Hérna
vinur, fáðu þér meiri sykur.
Verður þú þá ekki stilltur í
kvöld? Ha?
— Qui, monsieur, svaraði
páfagaukurinn sannfærandi.
Kvöldið eftir tókst Fernand að
sleppa út.
— Viðskipti, viðskipti, sagði
hann. Kannski verð ég seinn
fyrir en þú skalt ekkert vera að
vaka eftir mér, elskan.
Hann kyssti Lisettu lauslega á
kinnina og smaug út um dyrnar.
Hálftíma síðar hittust þau
Yvette á Caprice Viennois en
þaðan fóru þau heim í litlu sætu
íbúðina hennar á Boulevard
Saint-Michel og höfðu það nota-
legt.
— Þú ert seint á ferð! sagði
Lisetta þegar hann kom heim.
— Já, sagði hann og gætti
þess að líta ekki í augu hennar.
— Þú veist nú hvernig þetta
gengur fyrir sig í viðskipta-
heiminum, sífelldar tafir og pex.
Hann gekk yfir að barskápn-
um og skenkti sér drykk fyrir
svefninn.
Páfagaukurinn dillaði sér
hróðugur á prikinu í gyllta
búrinu yfir Louis-Seize sófan-
um.
— Ég... ég... elska...
Fernand snerist skelfdur í
hálfhring og leitaði eins og
vitlaus maður að sykri í vösum
sínum en áður en hann fann
nokkuð þagnaði páfagaukurinn.
Lisetta hafði rneð leiftur-
hraða stungið hnefafylli af
sykurmolum inn í búrið til hans.