Vikan


Vikan - 14.02.1980, Page 40

Vikan - 14.02.1980, Page 40
Framhaldssaga „Hvernig ætti hann aðgeta það?” „Til hvers heldurðu að hann sé að koma sér upp þjóðvarðliði á hestum? Það er bara einkaklíka, klædd upp í einkennisbúninga til að blekkja alla." Cahill hallaði sér fram á borðið. „Hann flytur inn vopn, frú Kane. Og ekki svo lítið af vopnum. Okkur grunar að hann eigi vopnabúr einhvers staðar í Skag- way.” „Okkur?” spurði hún. „Hverjir eru fleiri?” Hann horfði fast á hana. „Ég vinn fyrir bandarisku stjórnina. Við höfum umboðsmann i Skagway en við þörfn- umst allra upplýsinga sem við getum fengið.” Tara vissi að hann myndi biðja hana að svikja Smith. „Hr. Cahill,” sagði hún rólega, „þú verður að skilja eitt. Ég á engan þátt í þessu. Ég er skelfd yfir þvi sem þú segir að Smith sé að gera. En hann hefur verið mér góður vinur og ég á barn sem ég þarf að annast. Ég þekki ntannorð hans, ég veit um sumt sem hann hefur gert. En ég get ekki endur- goldið honum með. . . Mér þykir það leitt.” Cahill stóð á fætur og horfði alvar- legur á hana. „Allt i lagi,” sagði hann mjög lágri röddu. „Ég trúi þér. En settu ekki snöruna um háls þér!” Það var spenna í loftinu þegar Tara kom aftur til Skagway. Menn með hörkusvip stóðu í hópum á götunum, sem voru undarlega hljóðar. Borgin virtist ekki líta öðruvísi út en það var augljóst að andrúmsloftið var órólegt. Tara nálgaðist Sntith þar sem hún sá hann i dyrunum á Ostrustofunni. „Jeff, hvaðer á seyði?” „Mort varð skotglaður á miðjum degi. Maðurinn sem hann drap var óvopn- aður." Hann andvarpaði þunglega. „Hver var hann?" spurði Tara. „Náungi að nafni Ashbury." Hann yppti öxlunt. „Fólkið er ntjög æst núna í augnablikinu, en það gengur yfir." En það gleymdist ekki í borginni að Ashbury var skotinn. jafnvel þótt Mort hefði verið sýknaður af kviðdómendum. Það var nöldur á ntóti Smith. sem Tara skildi fullkomlega þegar hún heyrði athugasemd Morts við annan af mönnum Smiths: „Það var leitt að þessi umboðsmaður stjórnarinnar lét sjá sig." Blóðiðfraus í æðum hennar. Töfu heppnaðist að hitta Smith einan á skrifstofunni. „Jeff. ég er Itrædd," sagði hún lágri röddu. „Þú ert ekki að undirbúa uppþot, er það?” „Hvað ef ég er að gera það?" spurði Smith. „Nei. Þú getur ekki verið svo tilfinningalaus.” Hún hafði stjórn á George Markstein Þýðandi Guðrún Axelsdóttir SÖGULOK Byssumaðurinn náði í byssuna sína um leið og Smith lyfti Winchester rifflinum aftur upp. röddinni. en hendur hennar voru klemmdar sarnan. „Jeff. stjórnin veit það. Og Ashbury var að rannsaka gerðir þinar. Ég get ekki unnið með þér lengur. Ég verð í San Fransisco þegar þeir hengja þig,” sagði hún. „Þér er ekki alvara með þetta. er það?” spurði hann tortrygginn. Hún kinkaði kolli. „Hvenær ferðu?” „Straxogégfæferð.” „Jæja. þaðerenn tirhi fyrir þig til að skipta um skoðun." muldraði hann. „Ég skal sannfæra þig." „Þú getur það ekki. Jeff, ekki einu sinni þótt þú reyndir að beita valdi." „Heldurðu að ég myndi láta þig gera eitthvað gegn vilja þinuni?" kallaði hann. „Tara. littu á mig. Guð sé ntér til vitnis unt það að ég mun aldrei gera þér mein." Hún dróst að honum eins og af segul magni, lokaði augunum og þáði hug- hreystandi koss hans. „Þú ert ntér mjög mikilvæg. Tara," muldraði hann. „Ef það er satt, Jeff,” sagði hún og horfði rannsakandi í augu hans, „hættu þá við þessa brjálæðislegu áætlun þína." Þögnin virtist óendanleg. „Allt i lagi," sagði hann að lokunt. „Við verðum að semja. En vertu frant yfir þann fjórða. Ég vil allt til vinna til að þú veröir hér þá. Gerðu það. Ef þú gerir það. . . jæja. kannskigetéggert þaðá þinn hátt." „Er þér alvara?" „Elskan. ég ntyndi byrja á öllu upp á nýtt ef það yrði eina leiðin til að Italda þér hér. Ég myndi gera hvað sem er.” Hann kyssti hönd hennar. „Jæja. erunt viðsamntála?" Hún hikaði. „Já." sagði hún hægt. „Ég held það." John sýndi þess nú þegar nterki að hann yrði myndarlegt barn. Dökkt hrokkið hárið umkringdi lítið andlitið og brúnu augun hans voru prýdd þykkum augnhárum. „Guði sé lof að ntér var gefið annað tækifæri," sagði Tara kvöld eitt þegar Smith kom i heimsókn til að sjá guðson sinn. Hún hélt barninu fast að sér.Sntith starði á hana og skildi ekki neitt i neinu. svo hún fór hikandi að tala um hvernig dauði hennar eigin barns, Gabriellu. Itafði hvatt hana til að leita að Daníel. „Þú hefðir átt að segja ntér þetta fyrr. Tara." sagði Smith hljóðlega. „Það Itefði útskýrt margt. Þú komst ekki til að finna Daníel. Þú hefur ekki verið að reyna að finna fortiðina. þú Itefur verið á flótta undan henni." . \ % 40 Vikan 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.