Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 62
Pósturinn
/kídoútbúnaduf
á alla fjölskylduna
INNSBRUCK skidafatnadur i ,
Aglœsilegu urvali
....
5BHEF1 Sklðl
3ff skidaskór
fjölmargar gerdir
öryggisbindinga
frá SALOMOIM
SPORTVAL
Þeir eru uppáhaldshljómsveitin
mín.
Ég vona aö það sé gat á
Helgu svo að bréfið mitt detti á
gólfið og þú finnir það og
svarir því. lnga
Það er nú komið í flesta skóla
að stúlkur geti lært smíði engu
síður en strákar, en þó er víða
pottur brotinn hvað það varðar
ennþá. Eina ráðið til þess að fá
þessu framfylgt í þínum skóla
er að ræða málið við skólastjór-
ann og aðra valdamenn þar og
biðja um skýringu. Lögum
samkvæmt á ekki að mismuna
fólki eftir kynferði og þetta
hlýtur að falla undir þau
ákvæði. Hafðu samt hugfast að
það næst oft betri árangur með
kurteislegri en þó ákveðinni
gagnrýni heldur en miklum
æsingum og hamagangi.
1 52. tbl. 1978 birtist mynda-
frásögn af Bee Gees og frekari
frásögn af þeim bræðrum er til
athugunar.
Einnig var opnuplakat af
þeim í 4. tbl. 1980.
Pennavinir
Þórunn Óskarsdóttir, Nökkvavogi 8,
104 Reykjavik, óskar eftir pennavinum,
helst strákum, á aldrinum 15-17 ára.
Hún er sjálf 15 ára. Mynd fylgi fyrsta
bréfi ef hægt er.
Jacob S. Aggvey, P. O. Box 52, Cape
Coast, Ghana, er 19 ára og óskar eftir
íslenskum pennavinum. Hann skrifar á
ensku. Áhugamál hans eru borðtennis
og diskó.
Ólöf Sigurðardóttir, Löngufit 5, 210
Garðabæ, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 14-15 ára. Áhugamál hennar
eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi
ef hægt er.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir, Boðaslóð
19, 900 Vestmannaeyjum, óskar eftir
pennavinum á aldrinunr 13-15 ára. Hún
er sjálf 13 ára. Áhugamál hennar eru
badminton, diskótek, frímerki og margt
fleira. Hún svarar öllum bréfum.
Valrós Svansdóttir, Baughól 17, 640
Húsavik, óskar eftir að skrifast á við
stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára,
en hún er sjálf 12 ára. Áhugamál eru
bréf, handavinna, plaköt og margt fleira.
Hún svarar öllum bréfum. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er.
Anna Hansson, Nordanvindsg. 3,72348
Vásterás, Sverige, er 14 ára sænsk
stúlka sem hefur áhuga á að eignast
pennavini. stráka og stelpur á aldrinum
13-15 ára. Áhugamál hennar eru dýr,
tónlist, dans, leikhús, íþróttir og margt
fleira. Hún biður um að sér sé skrifað á
ensku.
Smíði og
Bee Gees
Hœ Póstur!
Ég er tólf ára og ég er ofsa
spæid því í mínum skóla fáum
við ekki að læra smíði, bara
strákarnir. Og þeir þurfa ekki
að læra handavinnu. Samt held
ég að suma langi soldið til þess.
Vinkona min er í öðrum skóla
og þar fá krakkarnir bæði að
læra smíði og handavinnu.
Hún segir að þetta sé í
lögunum en þetta er ekki svona
í mínum skóla.
Er þetta í lögunum? Og af
hverju er þetta þá ekki I
öllum skólum? Mig myndi
langa til að skipta um skóla en
það má víst ekki. Viljið þið
koma með plakat af Bee Gees.
6lVlkaa7. *»l.