Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 30
Draumar
Framtíðaráform
í draumi
Kæri draumráöandi.
Mig langar að bidja þig ad
ráöa fyrir mig draum sem mér
fmnst nokkuö skrítinn og ég er
atltaf að hugsa um hann.
Mig dreymdi að ég væri
byrjuð að vera með strák og ég
vœri að segja honum að ég
ætlaði að verða skiptinemi í
eitt ár og síðan að fara I skóla.
Ég sagði honum alla mína
framtíðardrauma. sem ég hef
aldrei sagt neinum frá. Síðan
bauð hann mér í bíó og ég þáði
það. Hér vaknaði ég.
Mig langar að biðja þig að
ráða þennan draum vegna þess
að mér hefði aldrei doltið í hug
að segja neinum frá fram-
tíðaráformum mínum.
Dísa
Ekki er ólíklegt að inn í þennan
draum blandist hugsanir þínar
og langanir í vökunni, svo vara-
samt er að taka mikið mark á
honum. Þó bendir ýmislegt í
draumnum til þess að þú eigir
marga velviljaða vini sem
styðja þig í hvívetna. Þér væri
farsælast að tala ekki mikið um
þessi framtíðaráform í vökunni,
því ekki er fullvíst að þú mætir
nriklum skilningi þinna nánustu
unt þessar mundir.
Afmælisveislan
þann 20.
Kæri draumráðandi.
Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum sem mig
dreymdi fyrir nokkru.
Mérfannst ég sitja á
! veitingahúsi, með mörgum
tómum borðum í sal, ásamt
öðrum manni.
Við sátum báðir sömu megin
við borðið og vorum að drekka
kaffi úr bollum og ræða
eitthvað saman. Þegar við
vorum búnir að drekka stóðum
við upp og ætluðum út. Þá sé
ég að stutt frá mér situr ung
kona, sem ég þekki, ein við
borð sem ekkert er á. Hún
horfir mjög alvarlega og spyrj-
andi á mig og segir: „Kemur
þú í afmælisveisluna þ.20?" Ég
hélt að ég œtlaði að koma og
síðan héldum við áfram út úr
veitingahúsinu.
Með von um svar fjótlega.
Kveðja Þ.
Þessi draumur er fyrir ein-
hverjum óvæntum breytingum
á lífsformi þínu. Oft er það svo,
að dreymi mann að hann sé að
drekka , eitthvað mun löngu
liðinn atburður rifjast upp og
hafa furðuleg áhrif á líf viðkom-
andi. Öll tálín i draumi þessum
benda til þess að um einhverjar
skyndilegar breytingar verði að
ræða, tengdar fréttum og boðið í
afmælisveisluna undirstrikar þá
atburði. Maðurinn og konan í
draumnum eru tákn fólks, sem
við sögu mun koma í þessum
atvikum, en um frekari skilgrein-
ingu á þeim getur varla verið að
ræða, til þess vantar nöfn þeirra
og fleiri smáatriði í drauminn.
Brúðarslör til
hversdagsnota
Ágæti draumráðandi.
Mig dreymdi ekki allsfyrir
löngu stuttan en mjög skýran
draum sem mér þætti vœnt um
að fá að vita hvort gæti verið
fyrir einhverju.
Mig dreymdi að frændi minn
og kona hans kæmu í
heimsókn heim til mín.
(Þennan frœnda minn hef ég
ekki séð í tœp tvö ár og í vöku
get ég ómögulega munað
hvernig kona hans lítur út.)
Konan hans var í stórrósóttum
síðum kjó! með dragsítt hvítt
brúðarslör og fannst mér þetta
vera brúðarklæðnaðurinn
hennar en ég hef ekki
hugmynd um hvernig hann
lítur út raunverulega. Ég var
mjög hriftn af því hvað þetta
væri sniðugt að nota brúðar-
klæðin eftir brúðkaupið í stað
þess að láta þau hanga inni í
klæðaskáp, þar sem þau kæmu
engum að notum.
Lengri var draumurinn nú
ekki. Með von um birtingu og
þökk fyrir ágætan draumaþátt.
Ein sem dreymir sjaldan.
Að dreyma brúði merkir yfirleitt
sættir og gleði eftir mikið
ósamlyndi og deilur. Á einhvern
máta virðist þessi draumur
tengjast mjög þessari fjölskyldu
frænda þíns og ekki er ósenni-
legt að þú fáir innan tíðar
óvæntar fréttir af einhverjum úr
fjölskyldu hans, hvort sem það
tengist konu hans eða öðrum
nákomnum. Það er ýmislegt sem
bendir til þess að þú verðir fyrir
þarðinu á einhverjum öfundar-
mönnum og gættu þín á að segja
ekkert vanhugsað í návist
ókunnugra.
Faðmlög á
skóladansleik
Kæri draumráðandi.
Mig langar til þess að vita
hvort þú getir ráðið þennan
draum fyrir mig, þótt hann sé
ekki skýr.
Mér fannst eins og ég væri
fyrir utan skólann sem ég er í
og mér fannst þetta vera eftir
ball sem var að mér fannst
haldið í skólanum. Þetta var
ekki skólaball heldur ball fyrir
alla eldri en 16 ára.
Jæja. Ég stóð þarna upp við
vegginn á skólanum en þá kom
til mín hálfbróðir stráksins sem
ég er svo hriftn af (köllum
hann D). Tek það fram að ég
hef aldrei verið með þessum
strák.
Mér fannst eins og við
hefðum farið að faðma hvort
annað þarna, og ég hugsaði
með mér að þetta væri þessi
sem ég er svo hriftn af (við
skulum kalla hann S). Þegar ég
og D vorum loksins hætt að
faðmast spurði ég D hvort
hann væri bróðir L (L er
albróðir S en hálfbróðir D). En
þegar ég var að spyrja hann að
þessu fannst mér eins og mig
langaði til að spyrja hann
hvort hann vœri bróðir S, en
ég þorði ekki, mér fannst eins
og hann hefði fattað að ég
væri hrifin af S. Rétt áður en
ég vaknaði fannst mér hann
segja hreykinn: Já ég er bróðir
L.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
S.O.M.G.
Að miklu leyti er draumurinn
afleiðing hugsana þinna í
vökunni og því lítið mark á
honum takandi. Þó er ýmislegt
sem bendir til að þú ættir að fara
varlega um tima í samskiptum
við hitt kynið og gæta þess að
láta ekki glepjast af fögrum
loforðum.
Tveir draumar
um lífgunar-
tilraunir
Elsku draumráðandi.
Ég ætla að biðja þig að ráða
tvo drauma sem mig dreymdi.
Mér fannst ég vera í eldhúsinu
heima hjá mér og ég sat við
eldhúsborðið. Mamma var á
móti mér og á borðinu var
svartur labradorhundur og
hann var dáinn. (Við áttum
þennan hund raunverulega hér
áður en liann er nú dáinn.) Ég
var að reyna að lífga hann við
og ætlaði að nota munn við
munn aðferðina, en þá var
hann svo andfúll og þá vaknaði
ég-
Hinn draumurinn var svona:
Hann var alveg eins og hinn
nema á borðinu lá systir mín,
en hún er 6 ára. Hún var líka
dáin og ég reyndi að lífga hana
við og eftir langa tilraun tókst
mér það. (Ég man ekkl hvernig
égfóraðþví.) bq
Sennilega eru báðir þessir
draumar fyrir sömu atburðum.
Ekki er ólíklegt að svarti
hundurinn sé fyrirboði
gestakomu og mun þar um
einhvern óvinveittan gest að
ræða. Honum tekst þó ekki að
vinna þér og þínum nokkurt
tjón. Systir þín táknar eitthvað
sem þér mun takast mjög vel að
framkvæma og hlýtur þú mikið
lof fyrir vikið.
Vikan 7. tbj.