Vikan - 14.02.1980, Side 21
Raksl bíllinn sem þú ókst á bíl sem
Sylvia Flora Hoover ók og var með
dóttursina, Audrey Rose, meðsér?
„Já.”
„Viltu segja kviðdómendum hvað
gerðist þennan morgun um klukkan
hálfníu, ungfrú Sides?”
„Ég var að aka eftir hringveginum
á leið til vinnu. Það var von á óveðri.
Þegar ég var um það bil fimm mílur frá
vinnustaðnum skall óveðrið á. Það var
hræðilegt. Haglkornin voru á stærð við
egg. Ég gat varla séð í gegnum rúðuna
og var að hugsa um að vikja til hliðar
þegar bill kom hemlandi fram hjá mér
vinstra megin . . . og ég sá að við mynd-
um lenda saman.” Það heyrðist kjökur
frá henni.
„Báðir bílarnir lentu á varnargirðing-
unni. Minn bíll stansaði en hinn fór yfir
og lenti á brattri syllu.” Hún þagnaði til
að hafa hemil á sér. „Ég man að ég fór
út og sá fólk standa á brúninni á
veginum, horfandi niður á hinn bílinn.
Það kom reykur frá honum og ég sá . . .
andlit litillar stúlku við gluggann.. .
öskrandi.
Síðan varð sprenging. . . og billinn
logaði allur.. . það var hræðilegt. Ég
gat ennþá séð litlu stúlkuna berja á
rúðuna . . . ég sá hana gegnum logana á
meðan bíllinn bráðnaði...”
Hjarta Janice sló örar. Bráðna?
Krýningin og bræðsiuathöfnin. hafði
kennarinn sagt.
Janice starði yfir til Hoovers. Hann
stóð, augu hans virtust loga og leita bak
við kjökrandi stúlkuna í vitnastúkunni,
að tima og stað þar sem vindurinn blés
og börnin hlógu og snjór bráðnaði niður
aðhvæsandi logunum....
Horfandi úr glugganum á skólanum,
þegar logar varðeldsins sleiktu burtu
lögun snjókarlsins, tók móðir Veronica
Joseph eftir að ein stúlkan var allt of
nálægt eldinum.
Ivy? Var þetta Tempietonstúikan?
Hvað var barnið að gera? Færa sig hægt
nær eldinum? Núna var hún á fjórum
fótum. skríðandi! Sér enginn hana?
„Stoppaðu!” kallaði nunnan. Hún
barðist við að opna gluggann en
ryðgaðar krækjurnar voru fastar.
Góði guð. barnið var nœstum inni i
logunum og ennþá hafði enginn tekið
eftir henni!
„Stöðvið! Stöðvið hana!" öskraði hún,
þreif vasa og braut rúðuna. ..STÖDVID
HANA!"
Janice og Bill komu á spitalann í Ijósa-
skiptunum. Móðir Veronica Joseph og
gamall læknir, hr. Webster, tóku á móti
þeim og róuðu þau fljótlega.
Þau voru fullviss um að sár Ivy væru
aðallega fyrsta og annars stigs brunasár
og svo hefði hún fengið vægt taugaáfall.
„Hún var heppin að vera svona mikið
dúðuð og að allur snjórinn var í kring,”
hughreysti Webster læknir þau. „Likami
hennar var algjörlega ósnortinn. Hún
brenndist aðeins i andliti en ekkert sem
skemmir útlit hennar til frambúðar.”
Móðir Veronica hvíslaði að Janice:
„Ég er hrædd um að ég verði að segja
þér, frú Templeton, að þetta var ekki
neitt slys. Dóttir ykkar gekk bókstaflega
og siðan skreið inn í eldinn.”
Ivy sat uppi í rúminu. Andlit hennar
virtist aðeins sólbrennt. Síða. Ijósa hárið
hertnar. va/\ sviðið, stutt og druslulegt.
Þegar húnsá /anice^og BjlJ táraðist hún.
„Það er allt í lagi; elskan,” huggaði
Bill hana.
„Hvað kom fyrir mig?” grét Ivy
kvalin. „Þau segja aðég hafi gengið inn í
eldinn ogég muni ekkert eftir því."
Janice íhugaði spurninguna. Hún
efaðist aldrei um hver hefði verið á bak
við þennan atburð. Eins og Elliot
Hoover hafði aðvarað: ..Audrey mun
halda áfram að misnota likama Ivy þar
til sál hennar verður frjáls. ”
Það gat ekkert stöðvað hana, jafnvel
ekki tafið hana. Nema...
Janice var undrandi á hugsunum
,sjnum; Hút| hikaði við að framkvæma
þ^er"vitandi méð vissu að það væri eini
jnöguleikinn til að ná árangri. Farðtl
varlega, aðvaraði rödd innra með henni.
Íhugaðu það vel. Ákvörðun næstu tólf
klukkustunda gæti sprengt upp heim
þinn.
Snöggur ótti greip hana við tilhugsun-
ina um áhættuna. Hún myndi missa
hann. Hún myndi vafalaust missa Bill.
Hún myndi missa allt. ást hans, hjóna-
band þeirra. Hana svimaði við
tilhugsunina, en samt. Átti hún um
annað að velja? Hún hugsaði um
Hoover. Hann hafði komið að dyrum
þeirra til að bjóða hjálp. Þau höfðu látið
setja hann i fangelsi. Hann hafði varað
þau réttilega við hvað myndi gerast og
þau höfðu látið loka hann inn í klefa.
.. Við erum öll hluti af þessu barni. og
aðeins viðgetum hjálpað henni."
Hann hafði rétt fyrir sér. Aðeins þau.
saman. gátu hjálpað henni. Ef Ivy átti
að lifa.
Þegar Brice Mack kom inn i réttar-
salinn næsta morgun vissi hann að hann
átti langt í land þrátt fyrir hversu vel gekk
með vitnið daginn áður, þar sem vitnis-
burður myndaði hlekk milli hins hræði-
lega dauða Audrey Rose og martraða
lvyTempleton.
Þegar hann sneri sér við til að tala við
Elliot Hoover beindist athygli hans allt i
einu að óvenjulegri kyrrðinni i salnum.
Brátt fór þó kliður um salinn. Hann leit
upp og sá Janice Templeton skálma
ákveðna niður ganginn. Andlit hennar
var fölt en lýsti samt ákafa. Hún
stansaði og sneri sér að Elliot Hoover.
Hann horfði þögull á hana. Brice Mack
gerði sér grein fyrir að hvað sem hefði
komið fyrir Janice Templeton þá yrði
það til góðs fyrir mál þeirra.
Hann hafði fundið næsta vitni sitt.
Eftirfarandi orðaskipti komu loksins-á
MIKIÐ URVAL
Allar nánari upplýsingar:
PENNAVIÐGERÐIN
Ingólfsstræti 2, sími 1 3271
7- tbl. Vtkan 21