Vikan - 14.02.1980, Side 20
Framhaldssaga
sækjandann. „Þau vildu fá kostnaðinn
greiddan og þau mótmæltu ekki að
þriðja aðila yrðu gefnar upplýsingar
varðandi veikindi barnsins. Þú getur
ekki krafist þagmælsku þar, hr. Velie.
Mótmælum vísaðfrá.”
Brick Mack sneri sér aftur að vitninu.
„Perez læknir, þú ert beðinn að leggja
fram skjöl Vassars læknis varðandi
sjúkling hennar, Ivy Templeton. Hefur
þú lagt fram þessar skýrslur?”
„Já." Perez rétti honum skjalaum-
slagiðsem Bill og Janice þekktu strax.
„Herra dómari,” sagði Mack, „ég bið
um að allt innihald þess verði lesið á
skrá.”
Það sem eftir var morgunsins fór í að
lesa innihald skjalanna á skrá.
Á meðan Bill pantaði hádegismat
hringdi Janice I skólann þar sem Ivy var.
Ungfrú Alderman svaraði og tjáði
Janice að stúlkurnar væru ánægðar og
önnum kafnar við að undirbúa Sylvester
snjókarlinn, fyrir hina venjulegu
krýningu og bræðsluathöfnina sem átti
að verða síðdegis. Já, Ivy leið vel. Vildi
Janice fá að tala við hana?
„Nei, það er allt í lagi,”sagði Janice og
fann allt í einu fyrir óskiljanlegum
kuldahrolli i upphituðum símaklefanum.
„Ég hringdi bara til að vita hvernig hún
hefði það.”
Á leiðinni til Bills svimaði hana allt í
einu. Hún byrjaði að skjálfa, óviðráðan-
lega. Góði guð, hvað var að? Það hafði
byrjað eftir símtalið, i raun og veru
meðan á þvi stóð. Eitthvað sem ungfrú
Alderman hafði sagt olli því að henni
leiðallt i einu illa. En hvað?
Þau voru aftur i réttarsalnum. Brice
Mack var ásamt Perez að fara í gegnum
minnisskrif Vassars læknis um martraðir
JtaipciV
Látið Hörpu
gefa tóninn.
Perlumatt
Jökul lakk
akl
T;':.
Alhliða innilaKk ú vffftji, loff.
hurðii. glugya og ri húsgögn.
I. akkið <!i auðvt!lt I notkun t!g
þotnai ú íáeinum klukku
stunduni
Ivy. Janice heyrði raddirnar eins og í
fjarska. Skjálftinn var horfinn en
ennþá var kuldahrollur i henni og
tilfinningin um aðdómsdagur nálgaðist.
„Þann 21. apríl,” var Brice Mack að
segja, „er innkoma þar sem segir:
... „glugginn virðist vera aðaltakmarkið
... rúðan er sem hindrun vegna ógurlegs
hita. . reynir að nálgast rúðuna án
árangurs þar sem hitinn er of mikill . .
hrasar til baka, dettur, grætur.. . „Áttir
þú viðræður við Vassar lækni um þessa
sérstöku innkomu?”
„Já, vissulega. Okkur fannst báðum
að þetta gæti verið minning um atburð
þar sem barnið hefði verið innilokað og
flótti hefði haft sársauka í för með sér.”
„Voru foreldrar barnsins spurðir um
það?"
„Það var ekkert í fortíð barnsins sem
gat skýrt svona minningu.”
„Perez læknir. segjum svo að barn
hafi verið innilokað í brennandi bíl, þar
sem gluggarnir voru lokaðir og eldurinn
hindraði flótta. Hefur þú læknisfræði-
legt álit á hvort þessar kringumstæður
gætu framkallað svipuð viðbrögð?”
„Já, hugsanlega gæti það orsakað
svona hegðun.”
„Brice Mack sneri sér að sækjandan-
um. „Gagnspyrðu.”
Rödd Scott Velies virtist þreytuleg.
„Perez læknir, i þessari lokainnkomu
Vassars læknis er minnst á fyrirmyndir
Jungs læknis sem mögulegt svar við
hegðun bamsins. Hvað þýðir þessi til-
vitnun?”
„Kenningin sem hún visar til,” sagði
Perez, „er sú sem stingur upp á að í huga
mannsins sé hæfileiki til að minnast
atburða sem maður hefur ekki upplifað
sjálfur — upplifun mannkynsins.ekki
einstaklingsins.
Það getur hafa verið eina leið Vassars
læknis til að skýra hegðun Ivy Temple-
ton, þar sem það er engin leið að skýra
endurtekningu atburða sem manneskja
hefur ekki upplifað, nema maður trúi á
endurholdgun."
Þarna var það sagt, hugsaði Janice. í
fyrsta skipti var orðið i raun og veru sagt
á þessum degi.
„Trúir þú á endurholdgun, Perez
læknir?"spurði Velie.
Vitnið hló hátt. „Nei, það geri ég
ekki.”
Þegar Velie settist niður stóð Brice
Mack strax upp til að heyra frá Perez að
það væru aðrir visindamenn serft tryðu á
endurholdgun. En Bill, sem horfði á
kviðdómendur, fannst sem þeim fyndust
viðbrögð Perez sjálfs meira sannfær-
andi.
Næsta vitni, Mary Lou Sides. var
feimin kona um fertugt.
„Um morguninn þann 4. ágúst 1964,
ungfrú Sides,” hóf Mack mál sitt, „lentir
þú þá í bílslysi á Pennsylvaniu
hringveginum?”
„Já.”
20 Vikan 7- tbl.