Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 45

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 45
Ljósgjafi er það fyrsta sem þarf til að sjá liti. Þegar við veljum okkur fatnað og ýmsa hluti, gengur okkur yfirleitt vel að velja þá liti sem okkur finnst passa saman. En að velja liti til heimilisins er vandamál fyrir mörg okkar. Þetta er mjög eðlilegt, því við verðum að sjá fyrir okkur hvernig litirnir taka sig út á þeim stað sem við ætlum þeim. Þar sem við höfum yfirleitt aðeins litla litaprufu fyrir framan okkur, þá getur þetta oft verið erfitt. Öll höfum við meðfædda tilfinn- ingu fyrir litum sem við verðum að leggja rækt við. Við gerum það best með því að taka afstöðu til lita og litasam- setninga, veita athygli þeim litum sem eru i okkar daglega umhverfi og umfram allt þeim litatilbrigðum sem náttúran hefur upp á að bjóða — og það er ekki svo lítið. Landslag eða litið blóm eru I nákvæmu litasamræmi. Við mismun- andi veðurfar breytist myndin í grátóna- stiganum en er þó alltaf í fullkomnu jafnvægi. Af öllu þessu getum við lært mikið, þroskað litaskyn okkar sem aftur á móti auðveldar okkur val á litum og litasamsetningum. Takið afstöðu til lita Það er gamalkunn staðrtynd að.litir hafa sterk áhrif á tilfinningalíf okkai,- litir sem gleðja okkur eða litir sem gera okkur döpur, litir sem hafa róandi áhrif og litir sem gera okkur ör og litir sem upplýsa eða rugla. Þess vegna er nauðsynlegt að við leggjum rækt við litaskyn okkar. Litaskynið getum við þróað með því að taka afstöðu til lita, athuga hvaða áhrif þeir hafa á okkur, hvort þeir séu fráhrindandi eða aðlað- andi. Ef við tökum enga afstöðu til lita eða litasamsetninga fyrr en við sjálf þurfum að velja liti til heimilisins, getur litavalið orðið erfitt og árangurinn misheppnaður. Þá er hætta á þvi að við veljum litina af handahófi en ekki af yfirvegun. Með yfirvegun á ég við að við veljum liti sem falla inn í það umhverfi sem við ætlum þeim. Þá þarf að taka tillit til stærðar og lögunar herbergisins, lýsingar og þeirra hluta sem verða i herberginu, forms þeirra og lita og loks litasmekks ibúanna. Moð frumlitunum þramur, GULUM, RAUDUM og BLÁUM, er hœgt að fá fram hvern þann lit sem við óskum með blöndun. Með þvf að bæta HVÍTU og SVÖRTU við getum við enn aukið tilbrigði þeirra. Það er talið að flest venjulegt fólk geti greint á milli um milljón mismunandi lita. LESENDUR ATH! Við minnum á utanáskrift þáttarins: VIKAN og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Siðumúla 23, Reykjavik. Litirnir virka sem duldir kraftar á sjónstöð okkar og taugakerfið leitast við að halda jafnvægi og reglu á litaskynjunum. Frá auganu flytja þrjár gerðir af taugaleiðum boð til heilans. Ein taugaleiðin gefur upplýsingar um gult og blátt, gult sendir jákvætt ( + ) merki til heilans, en blátt neikvætt (—) merki með sömu taugaleið. Rautt sem er jákvætt og grænt sem er neikvætt, fer eftir annarri taugaleið. Þriðja taugaleiðin gefur merki um hvitt ( + ) og svart (—). Allar litskynjanir flokkast eftir þessum þrem tauga- leiðum. Ef við setjum græna litinn þétt upp að þeim rauða þá sjáum við greinilega þessa krafta, samskeytin „flimra" (falla hvor inn i annan). \ 7. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.