Vikan - 13.03.1980, Page 19
örþunnur náttkjóll sem ógreinilegt var
að sjá hvernig var á litinn í þessari silfur-
birtu — svo sást mjöðm og grannt mitti.
brjóst og grannur háls og vangasvipur,
fölur eins og á vaxstyttu; fölur eins og
hárið sem var eins og silfur I tungls-
Ijósinu.
Konan kom enn nær og starði, að því
er virtist, á opinn gluggann. því enn sá
ég aðeins vangasvip hennar. Ég held það
hafi verið það sem kom mér mest úr
jafnvægi. Þetta var ekki vangasvipur
grænklæddu konunnar sem gengið hafði
á svölunum í fullri dagsbirtu.
Fyrst vangasvipurinn var annar gat
þetta ekki verið sama konan. En samt
var vöxturinn, hreyfingarnar og
hárið. . .
Ég held að ég hafi farið að stynja. Ég
æpti örugglega ekki, en ég man að ég
reyndi að rifa ofan af mér ábreiðuna til
þess að koma fótunum fram úr ruminu
og um leið hefur hún sennilega heyrt
mig stynja.
Því hún sneri nú að mér höfðinu, en
þó ekki alveg. Samt vissi ég að hún var
að horfa á mig. Eitt augnablik stóð hún
alveg grafkyrr og ég hætti að krafsa í
ábreiðuna og beið eftir, ég veit ekki
hverju.
„Ó, Joanna. Fyrirgefðu — fyrirgefðu.
Joanna.”
Ég heyrði orðin. en rödd hennar var
samt ofurlág, eiginlega líkari hvisli eða
jafnvel andvarpi. Ég horfði á hana snúa
sér við og ganga aftur til dyra og siðan
ekki meir.
Ég held það hafi ekki liðið yfir mig, en
samt var eins og langur og tómur tími
liði áður en ég fór fram úr rúminu og
opnaði hurðina.
Gangurinn var ennþá baðaður í
tunglsljósinu en þar var ekkert — og
engan — aðsjá. og allar dyr lokaðar.
Allt í einu skalf ég af kulda og ég fór
aftur upp i rúmið og dró ábreiðuna upp
að höku til að reyna að stöðva skjálft-
ann. En svo mundi ég eftir hurðinni og
dreif mig fram úr til að læsa. En það var
enginn lykill í skránni. Það var heldur
enginn stóll i herberginu, sem hægt væri
að nota til að skorða undir handfangið á
hurðinni.
Á endanum setti ég lítinn koll fyrir
dyrnar. Það mundi þá að minnsta kosti
heyrast ef einhver reyndi að komast inn
i herbergið — ef konan hafði þá yfirleitt
komið inn eftir hefðbundnum leiðum.
Ég lá vakandi þangað til mánaskinið
blandaðist grárri birtu dögunarinnar, þá
sofnaði ég loks.
Næsta dag höfðu frændi minn og
frænka ráðgert skógarferð og við fórum
að heiman um klukkan tíu. Þetta var
yndislegur morgunn og það var
einhvern veginn mjög róandi að aka
hægt um sveitina.
Þó augu min væru þung af svefnleysi
og ég væri með hálfgerðan höfuðverk.
þá reyndi ég. milli þess sem ég talaði við
gestgjafa mína, að gera mér grein fyrir
því sem hafði hent um nóttina.
Eitt af þvi sem ég átti í erfiðleikum
með var hræðsla min við rifrildi. Ég
hafði alltaf kviðið mikið fyrir að þurfa
að hefja máls á einhverju sem orsakað
gæti ósamkomulag. En ég gerði mér líka
grein fyrir öðru vandamáli og þar gat ég
sjálf litlu um ráðið. Ég vissi ekki hvernig
Vivien myndi bregðast við ef ég spyrði
einhverra óþægilegra spurninga þegar
hún væri viðstödd.
Ég komst að raun um að best væri að
ég talaði við frænda minn í einrúmi.
Tækifærið gafst loks eftir skógarferð-
ina. Þegar ég kom niður eftir að hat’a
farið i bað, skipt um föt og burstað niður
úr hárinu, fann ég Julian frænda einan
inni í stofu. Hann var að fá sér viskí i
glas.
Ég ákvað að koma mér beint að
efninu áður en kjarkurinn væri búinn.
„Er reimt hér í húsinu?"
Glasið, sem frændi minn hafði ætlað
að fara að súpa á. stöðvaðist á miðri leið,
en svo hélt hann áfram og saup á.
„Þetta er undarleg spurning. Hvers
vegna spyrðu?”
Hann gekk að einum stólnum út við
gluggann og settist með slíkum glæsi-
brag að margur yngri maður hefði getað
öfundað hann. En það var ómögulegt
annað en taka eftir að með því að velja
þetta sæti var andlit hans næstum alveg
í skugga.
„Vegna þess,” svaraði ég með minni
venjulegu hræðilegu hreinskilni, „að
annaðhvort ásækja mig einhverjar aftur-
göngur eða hér eru gestir, sem ég hef
ekki enn haft þá ánægju að vera kynnt
fyrir. Ég veit ekki hvort heldur er og því
afréð ég að spyrja þig.”
Þegar ég sagði orðið „gestir” sá ég að
hönd Julians skalf lítið eitt og hann flýtti
sér að setja glasið á borðið við hlið sér.
„Þegar þú segir gestir — þú sagðir
„gestir", var það ekki? — Hversu. . .
margir?” Hann talaði hægt eins og hann
ætti i erfiðleikum með hvert orð.
„Aðeins tveir hingað til. Mér fannst
betra að nefna þetta við þig í einrúmi
vegna Vivien. Hún fékk einhvers konar
kast þegar ég var hérna á laugardaginn.
Sagði Barton læknir þér frá því?”
Hann kinkaði kolli. Það var eins og
honum væri hrein raun að hverju orði.
„Já, hún fær þau við og við. Stundum
getur geðshræring. .. .”
„Ja, ég veit ekki hvað hefur getað
valdið þessu, nema —”
„Veistu það, ekki, Joanna?" Það kom
geifla á munn hans eins og hann fyndi
til. Ég starði á andlit hans í skugganum,
þetta laglega andlit, og hristi höfuðið.
„Nei. Þaðskeði ekkert.”
„Hún þekkti þig auðvitað. Ó, ekki
alveg samstundis. Þú mátt ekki gleyma.
Jo, að Vivien er fjórum árum eldri en
þú. Það munar þvi að hún man betur
eftir þér. Og ef undanskilin eru þessi
augu þín, þá ertu alveg lifandi eftirmynd
föður þíns. Þú virðist meira að segja
hafa þennan sama eiginleika og hann
hafði að hopa hvergi. En Vernon var
hlédrægur maður. Ég hef grun um að þú
líkist honum líka að þvi leyti."
„En hverjir eru gestirnir, frændi?"
spurði ég. „Og af hverju kom önnur
þeirra inn til mín?"
„Inn til þín?” I þetta sinn virtist'
honum virkilega bregða. Hann tók
glasið sitt, lauk úr því og gekk yfir að
skenknum til að hella í það aftur., skjálf-
andi hendi.
Mér til undrunar settist hann samt
ekki aftur í stólinn. Þess í staðgekk hann
að stólnum sem ég hafði tyllt mér á arm-
inn á. Þar settist hann og lagði handlegg-
inn utan um mittið á mér og sagði: „Það
er best þú segir mér frá þessu. Hvenær
var þetta?”
Hurð heyrðist lokað frammi á gangin-
um og ég sneri til höfðinu og spurði: „Er
Vivienaðkoma?"
„Nei. Hún kemur ekki strax. Hún er
að hugsa um kvöldmatinn. Haltu áfram,
Jo.”
„Ég ætti að fara og hjálpa henni,”
sagði ég. En um leið og ég ætlaði að
komast burtu dró Julian mig blíðlega til
baka.
Framhald í næsta blaði.
LANDSINS STÆRSTA
LAMPAÚRVAL
LAMPASKERMAR
LOFTLAMPAR
VEGGLAMPAR
BORÐLAMPAR
GÓLFLAMPAR
STOFULAMPAR
BORÐSTOFULAMPAR
GANGALAMPAR
ELDHÚSLAMPAR
SVEFNHERBERGISLAMPAR
BAÐLAMPAR
ÚTILAMPAR
LESLAMPAR
MÁLVERKALAMPAR
VINNULAMPAR
RÚMLAMPAR
BARNALAMPAR
HRÍSLAMPAR
MÁLMLAMPAR
GLERLAMPAR
KRISTALLAMPAR
TAULAMPAR
MARMARALAMPAR
VIÐARLAMPAR
LJÓSKASTARAR
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
II. tbl. Vikan 19