Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 22

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 22
Erlent Hringstiginn dularfulli Enginn veit hver smfðaði hann né hvernig hann er hannaður Þær kalla stigann kraftaverkastigann. Hann var smíðaður fyrir meira en 100 árum af dularfullum ókunnum manni og tengir tvær hæðir i lítilli kapellu. Er hringstigi þessi talinn tæknilegt stór- afrek og hafa margir sprenglærðir menn staðið og klórað sér i höfðinu yfir honum. „Allar reglur um venjulega trésmíði eru þverbrotnar i þessum stiga,” segir arkitektinn Harold Stewart, sem er einn þeirra er rannsakað hafa stigann. Þótt ótrúlegt megi virðast var stiginn reistur án þess að smiðurinn notaði lím eða nagla og í honum er enginn miðstólpi, sem þrepin eru látin styðjast við, eins og venjulega gerist. Þeir sem rannsakað hafa stigann eru þvi undrandi yfir því hvernig hann hefur þolað hina áralöngu notkun og þá ekki síður á því hvernig smíði hans varð að veruleika. Þegar kapellan var byggð skömmu eftir 1870, í borginni Santa Fe í Nýju Mexíkó í Eiandaríkjunum, áttu nunn- urnar, sem að byggingunni stóðu, ekki neinn afgang af fé til þess að láta smiða stiga þannig að auðveldara yrði að komast upp á kórloftið. Nunnurnar sneru bænum sínum til himins og báðu samfellt í níu daga til heilags Jósefs, verndardýrlings trésmiða. „Á siðasta degi bænaföstunnar birtist maður nokkur á asna og hann hafði með sér verkfæri og við. Hann reisti þennan fallega stiga og hvarf svo á braut án þess að nokkur fengi vitneskju um hver hann hefði verið,” segir húsvörður Frúarkap- ellunnar. „Stiginn var svarið við bænum okkar og hann er vissulega kraftaverk,” segir systir Carlann. „Svo virðist sem einu verkfæri smiðsins hafi verið exi og sög og viður- inn, sem hann notaði, er ekki héðan úr nágrenninu.” Það voru systurnar sem komust að því að viðurinn hafði ekki verið keyptur í Santa Fe. Þegar verkinu var lokið hvarf smiðurinn og síðan hefur ekki til hans spurst. Stewart, arkitektinn sem séð hefur um viðhald og endurbyggingu kapellunnar, segir ennfremur: „Það er sérkennilegt að I stiganum eru 33 þrep, jafnmörg árunum sem Kristur lifði. En enginn veit hver reisti stigann og nunnurnar segja hann vera kraftaverkið sitt. Alla vega þakka þær heilögum Jósef fyrir stigann.” Stiginn dularfulli sem enginn veit hver reisti. Skeyti . til mín? frá Díönu . . . kemur i dag í HauskúpulundM Vá. Bíður J eftir mér þar? Af stað, hetja. Framhald. UViKan 11. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.