Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTAR MANNA útvegar yöur hljóöfœraleikara og hljómsveitir viö hverskonar tækifceri Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 1 og 5 Viðtalstímar hjá sálfræðingi Kæri Póstur. Ég er fimmtán ára gamall og bý á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Hvar get ég náð viðtalstíma hjá sálfræðingi? Á hvaða tímum? Og hvað myndi svoleiðis kosta? Ég ætla að taka það fram að ég er ekki með eitthvert smávandamál á heilanum. Þú verður að hjálpa mér því ég þori ekki að tala um þetta við neinn. í von um að fá svar. EK Ef þú ert ennþá í grunnskóla, sem er næsta líklegt eftir aldrinum að dæma, er starfandi sálfræðiþjónusta skólanna og þar áttu að geta fengið aðstoð endurgjaldslaust. Fyrir mið- og vesturbæ er starfsemin að Tjarnargötu 20, fyrir Voga og austurbæ í Réttarholtsskóla og fyrir Árbæ og Breiðholt er miðstöðin í Hólabrekkuskóla. Í (Jarðabæ og Hafnarfirði er þjónustan að Lyngási 12. Hafðu samband við þessa þjónustu í þínu hverfi, símanúmerin eru í símaskránni undir sálfræði- deildir og þú þarft ekki að vera neitt feiminn við það. Ef þér líkar miður að notfæra þér eitthvað í tengslum við skóla- kerfið geturðu farið til heimilis- læknisins og fengið tilvisun á einhvern sálfræðing og þú þarft ekki að tilgreina ástæðu, nema þú sjálfur viljir. Hins vegar máttu búast við því að þetta gangi fljótar fyrir sig ef þú velur þá leiðina sem tengist þínum skóla eða hverfi, Hvað lestu úr skriftinni á umslaginu? Kæri Póstur! Ég sá bréf frá tveimur stelpum sem vildu fá að vita um Simon Templar. Ég veit ekki heimilisfangið en ég veit að hann heitirlan Ogilvy oger giftur. Hann er 32 ára og á eina dóttur sem er 10 eða 11 ára. Þú sagðist veita öllum pláss sem gœtu geftð upplýsingar. Ég hef skrifað þér mörg bréf undanfarið og ekki fengið svar og við skulum sjá hvort þú svarar þessu bréft. Hvort ertu kk„ kvk. eða hk. Hvað lestu úr skriftinni á umslaginu? Ekki birta mitt fulla nafn, bara skammstöfunina. S.L. Jæja, svaraði Pósturinn ekki þessu bréfi? Hann á ákaflega erfitt með að standast áskoranir sem þessa og þú hittir einmitt á eitt dæmigert veikleikaandartak. Þakka þér upplýsingarnar um átrúnaðargoðið og skjót viðbrögð við fákunnáttu Póstsins um einkahagi þessa súperstirnis. Pósturinn vill alls ekki láta uppi hvort hann er kk. eða kvk. — en andsk . . . hann telst nú varla hk! Úr skriftinni á umslaginu las Pósturinn af sinni alkunnu skarpskyggni heimilis- fang — sitt eigið nafn og heimilisfang. Og þvi opnaði hann bréfið án frekari umhugsunar. Leiðrétting á matarþætti í 6. tbl. í 6. tbl. birtum við uppskrift og myndir af bananamos, en vegna mistaka féll niður hluti af textanum. Þvi birtum við hér uppskriftina í heild og biðjum lesendur að bæta leiðréttingunum inn í sín eintök. BANANAMOS FYRIR FJÓRA: 100 gsykur 4 eggjarauður 5 bananar 1 sitróna 10 bl. matariim 3 dl rjómi 4 eggjahvítur Sykurinn og eggjarauðurnar hrærist hvitar. Matarlimið bleytt upp og hitað. Bananarnir marðir og sitrónu- safinn settur saman við ásamt eggjarauðunum. Matarlimið sett út i. Rjóminn þeyttur og þeyttum eggja- hvitunum bætt út i. Sett i desert- skálar og kælt. Við getum ekki haldið áfram nema þú útvegir meira b.vggingarefni. 62 Vikan XI. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.