Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 35
— Aðrir unglingar eiga sér
holl og góð áhugamál og...
— Mér kemur ekkert við
hvað aðrir gera og hef enga
fílingu fyrir svona kjaftæði.
Vildirðu heldur að ég væri í
dópi? Góða æstu þig niður og
hættu þessu röfli, kelling!
Svo skellti Karlo hurðum, fór
niður og ræsti nöðruna og
spændi sautján sinnum fyrir
hornið og þandi nöðruna eins og
hann gat — enda var hún
útboruð og ólögleg.
— Ef þið gætuð nú gert
eitthvað skynsamlegra en að
hanga niðri á plani með þessum
skellinöðrudrengjum kvöld eftir
kvöld, sagði mamma Odu.
— En við höngum nú ekki
alltaf þarna niður frá, sagði Oda
blíðlega. Stundum skellum við
okkur í bíó og sjáum góða
klámmynd og stundum förum
við í diskótekið upp frá og æsum
liðið svolítið upp. Víst eigum við
alhliða og góð áhugamál,
mamma! Það munar engu að
við séum komin með vængi!
Og svo hengslaðist Oda út í
níðþröngum buxunum og hvarf
niðurá plan til hinna.
Foreldrunum fannst að þetta
gæti ekki gengið svona lengur og
dag einn fékk faðir Knúts
hugmynd. Elann kom eins og af
tilviljun niður á plan eitt
laugardagskvöldið.
— Heyriði, sagði hann og
bauð sígarettur á línuna, — það
verður fínt veður á morgun.
Vitið þið hvað þið ættuð að
gera? Þið ættuð öll fjögur að
fara eitthvað út i náttúruna, fara
I skógarferð. Því hefðuð þið gott
af, þið verðið svo föl og tekin af
að hanga allan tímann í
uppganginum eða í diskótekinu
eða hérna niðri á plani.
Þau pældu svontið í þessu
með skógarferðina. Hugsuðu
með og á móti. Tillagan hafði
komið þeim á óvart en kannski
var hún ekki eins út úr
heiminum og hún hafði virst.
— Ókei, við diggum það,
kvað Karlo upp úr um skógar-
ferðina, — við meikum þennan
túr!
Af eintómum létti bauð faðir
hans enn einu sinni sígarettur á
línuna og svo flýtti hann sér
heim til þess að segja foreldrum
hinna að honum hefði loks tek-
ist að fá börnin til þess að taka
sér eitthvað skynsamlegt fyrir
hendur.
Á meðan lögðu unglingarnir
fjórir á ráðin um öflun
nauðsynja fyrir ferðin.
— Ég kem með búsið, sagði
Knútur.
— Og ég kem með sígarettur,
sagði Yvonne.
— Og ég kem með
segulbandið, sagði Oda.
— Þá er þetta allt í góðu,
sagði Karlo. — Sem sagt, gengið
mætir þá hér á morgun kl. tíu!
— Heyrðu vinur, sögðu hin
nánast öll í kór, — ætlar þú ekki
að taka eitthvað með þér?
— Ég? sagði Karlo og blés
þunnum reykjarstrók út um
aðra nösina. — Hver í fj . . .
haldiði að ætli að stela bílnum?
Þýð.iHP
II. tbl. Vikan 3S