Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 49

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 49
Enn eitt dæmi um frábæra hönnun. Borðlampinn og gólflampinn hans Verners Panton hefur mjög fastmót- aðan, hreinan og mjúkan stil og gefur einstaklega góða og milda birtu. Hönnuður: Verner Panton. Umboð hér á landi: Rafbúð Domus Medica. herbergi þar sem krakkar eru að leik með óteljandi litla kubba og annað sem ekki má týnast. Vinnuljós er nauðsyn- legt við vinnu- eða skrifborð og á það að lýsa beint á athafnasvæðið. Síðast en ekki síst þarf góðan leslampa við rúmið. Snúum okkur þá að borðstofunni. Þar skiptir mestu að hafa gott Ijós yfir borðstofuborðinu, hæfileg fjarlægð frá borðplötu er 60 sm. Borðstofuljós geta verið tvenns konar: Annars vegar þau sem varpa Ijósi beint niður á borðið og einnig út í herbergið. hins vegar þau sem Þessi sérkennilega fallegi borðlampi varpar birtu sinni á mjög hugvitssaman hátt út i herbergið. Peran er i lampafætinum og lýsir á hvítan skjöldinn sem því næst endurvarpar birtunni á veggina í kring. Nýtur sín best í horni. Hönnuður: Achille e Pier Giacomo. Umboð hér á landi: Casa, Borgartúni 29. Þessi lampi er nánast eins og höggmynd og er í rauninni listaverk. Hann er handunninn og gerður úr marmara. Lýsingin er undurfögur, Ijósaperan er falin i hvelfingunni og varpar birtu i gegnum marmarann. Jaf nframt lýsir lampinn vel niður. Hönnuður: Tobia Scarpa. Umboð hér á landi: Casa, Borgartúni 29. eingöngu lýsa niður á borð. Í þvi tilfelli þarf að sjálfsögðu fleiri ijós i borð- stofuna. E.t.v. er gert ráð fyrir veggljós- um. en ef svo er ekki má leysa vandann með staðsetningu brautar í lofti fyrir Ijóskastara sem varpað gætu birtu á veggina. en meira um þaðseinna. Trúlega er stofan mesta vandantálið. Hún þarf að vera notaleg og hlýleg. lýsingin þarf að vera breytileg. frá daufri birtu yfir i góða heildarbirtu án þess þó að nokkurt Ijós skeri i augu eða verki kuldalegt. Við skulum afgreiða kulda- lega þáttinn fyrst. Þá þer fyrst að nefna ijós sem eingöngu lýsir úr lofti. Slík lýsing er ófullnægjandi og óaðlaðandi. fólk virkar þreytulegt þegar skuggar falla beint ofan frá. Einnig geta bláleitir skermar verið kuldalegir. Þægilegasta og notalegasta lýsingin er sú sem kemur frá veggjum og borðlömpum. Mildasta birtan er frá koparlit. fölgulu og opal- hvítu. T.d. gætum við haft birtuna þannig að frá veggjunum kæmi hinn hlýi litur koparsins, en borðlamparnir vörpuðu mildri, fölgulri eða opalhvitri birtu sinni út í herbergið. Það er mikil mýkt í þessari þirtu. En þetta er samt ekki nóg. Okkur vantar enn heildarlýsingu og þar meö komum við aftur að Ijóskösturunum. Ljóskastarar festir í braut i lofti. ca 8Ö- 90 sm frá vegg, endurvarpa birtu veggflatarins út í herbergið án þess að skera í augun. Með þessari lýsingu virkar stofan stærri auk þess sem þetta er besta lausnin fyrir þá sem yndi hafa af listaverkum. Með Ijóskösturum má fá fram öll þau áhrif sem óskað er eftir i hverju einstöku listaverki. Með þessum hætti á að vera hægt að töfra fram allan þann persónuleika stofunnar sem heimilisfólkið hefur veitt henni. Hér fylgja með nokkrar myndir af lömpum. þar sem formfegurð og nota gildi haldast i hendur. og eru þeir allir fáanlegir hér á landi. II. tbl. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.