Vikan


Vikan - 13.03.1980, Side 24

Vikan - 13.03.1980, Side 24
Smásaga Pamela Speck Þýðandi: Emil öm Kristjánsson Susan Bradley hafði enga hugmynd um frá hverjum bréfið var, þegar hún tók það upp. Hún hafði fengið fjölda bréfa frá vinum og ættingjum, viðsvegar um landið, siðustu vikur. Allir vildu reyna að hughreysta hana og votta henni samúð vegna andláts móður hennar. Hún leit á frímerkið. Þau þekktu ekki neinn í Bandarikjunum. Það var aðeins einn maður þaðan sem móðir hennar hafði þekkt... Hún var eilítið skjálfhent meðan hún reif upp umslagið og tók bréfið út úr þvi. Þó hún hefði aldrei séð þessa rithönd fyrr vissi hún strax hver ætti hana. „Elsku Dorothy mín ...” byrjaði bréfið. Susan lét það falla i kjöltu sér. Svo þú veist það þá ekki, hr. Bates, hugsaði hún beisklega. Þú veist þá ekki að Dorothy er ekki lengur þin né min né nokkurs annars. Mesta áfallið vegna móðurmissisins var liðið hjá en Susan vissi að sársauka- fullt tómarúmið yrði alltaf til staðar. Hvers vegna var þá þessi maður að skrifa núna og gera þetta ennþá sárara? Því þetta bréf kom of seint — næstum þrjátíu árum of seint. Hún tók það upp og hélt áfram að lesa. „. . . ég verð í Englandi i nokkrar vikur frá og með fimmtánda þessa m,ánaðar og ég hlakka til að konia í landshlutann þinn og endurnýja vináttu okkarHiSarah, konan mín, dó fyrir stuttu svo ég kem einn. Ég sendi þér simskeyti og segi þér hvenær ég kem. Bestu kveðjur til þín og þeirra sem kunna að muna eftir mér. Að eilifu þinn, Greg Bates.” Susan starði á undirskriftina. Hvers vegna skrifaði fólk „að eilifu þinn", hugsaði hún með sér. Það þýddi ekkert. Alla vega hafði það enga þýðingu fyrir þennan mann — annars hefði hann ekki verið í burtu í þrjátíu ár. Hún lagði bréfið frá sér og hélt áfram með húsverkin. Hún átti eftir að þvo upp eftir m’or^iíyCerðinn, ryksjúga teppin og búa um rúmin. Þó móðir hennar væri fallin frá máttu húsverkin ekki falla niður. Hún hafði ekki fengið neina verulega huggun hjá manni sínum, Ron, sem hafði aldrei misst foreldri,; né hjá börnunum, sem voru svo lítil að' það eina sem þau skildu var að amma var ekki lengur hjá þeim. Eina manneskjan sem hún hafði getað snúið sér til var móðir hennar. Með skyndilegri beiskju hugsaði hún með sér: Hver mun hugga þig, hr. Bates? Og svo sagði hún upphátt: „Ekki ég!” Þegar bömin voru komin I rúmið um kvöldið tók Susan bréfið fram og sýndi Ron það. „Þetta kom frá — honum," sagði hún. Hann leit aðeins lauslega á það. Það var ekki mikið lesmál í því. „Þú býður hann auðvitað velkominn,” sagði Ron. „Það mun verða áfall fyrir hann þegar hann kemst að því að móðir þín er ekki lengur á meðal vor.” Þetta var fullyrðing, það var ekki *■*- •> *--'**-' ■■ "-■%% -s HULIN FORTÍÐ 24 Vikan II. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.