Vikan


Vikan - 13.03.1980, Síða 33

Vikan - 13.03.1980, Síða 33
f Popp Góðgerðastarfsemi poppara Hér getur aö líta tvo kunna kappa úr poppinu sem sjaldan hafa sést saman á sviði — bitilinn Paul McCartney og fyrirliða rokkhljómsveitarinnar Who, Pete Tovvnsend. Þeir héldu ásamt fjölmörgum löndum sínum nokkra hljómleika í London í des. sl. til styrktar hungruðum börnum i Kampútseu. Hljómleikar þessir þóttu takast hið besfcr. a.m.k. söfnuðust litlar tvær milljóhiridrtnaTa.eða sem samsvarar 880 millj. islenskra króna. Dágóð upphæð það og kemur örugglega að góðum notum. Annars eru popptónlistarmenn að góðu kunnir fyrir góðgerðastarfsemi af þessu tagi. Skemmst er að minnast hljómleika sem George Harrison hélt fyrir nokkrum árum til styrktar bág- stöddum í Bangla Desh. Afraksturinn í peningum skipti milljónum dollara. A siðasta ári — barnaári sællar minningar — hélt flokkur frægra poppara hljóm- leika í salarkynnum Sameinuðu þjóðanna og gáfu auk þess Barnahjálp SÞ lagasmiðar sínar. Stjörnumessa sem gaf mikið í aðra hönd. Það er ekki aðeins aðgangsev ririnn að hljómleikunum sem er aðaltekjustofninn. Sjónvarpsstöðvar um heim allan eru áfjáðar I efni af þessu tagi og kaupa sýningarréttinn dýrum dómum. í kjölfarið fylgir svo oftast hljómplata eða hljómplötur sem jafnan hafa reynst hin besta söluvara og hagnaður þvi mikill. Þegar grannt er skoðað er ekki svo vitlaust fyrir poppstjörnurnar sjálfar að taka þátt I svona starfsemi því auglýsingin því samfara er mikil og um leið ódýr. Ollu máli skiptir þó sú upphæð sem safnast í pottinn og að henni sé varið í þágu bágstaddra — þá er tilganginum náð. Albert snýr aftur Fyrir 15 árum eða svo þekktu allir trompetleikarann Herb Alhert og lúðra- sveit hans, Tjuana Brass. Plötur hans runnu út eins og heitar lummur víða um lönd og var Island engin undantekning I þeim efnum. Hann var einhver dýrasti skemmti’ raftur sem völ var á og jafn- framt einhver sá eftirsóttasti — skemmti- músík hans höfðaði til margra. En það er auðvelt að verða undir í baráttunni um vinsældirnar og láta sig hverfa úr sviðs- Ijósinu. Svo fór fyrir Albert — hann hvarf inn í þokuna eins og hvert annað tiskufyrirbrigði en lengi lifir i gömlum glæðum þótt breyttir tímar séu. Mitt I diskófárinu á árinu 1979 birtist hann á ný með trompettinn sinn, blés inn á plötu lagið Rise sem þegar rauk beint á toppinn og er ekki að heyra að gamla manninum hafi förlast þrátt fyrir margra ára hvild. Gullplöturnar streyma inn enn á ný. Það er með öðrum orðum nóg loft í Albert ennþá. II. tbl. Vikan33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.