Vikan


Vikan - 13.03.1980, Side 34

Vikan - 13.03.1980, Side 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst NÚTÍMALEG SKÚGARFERÐ Knútur og Karlo voru nýlega orðnir fimmtán ára. Þeir höfðu ekki áhuga á lærlingsstöðunum fyrir fimm aura. Það eina sem þeir höfðu áhuga á voru skelli- nöðrurnar þeirra. Þegar þeir komu heim frá þessum sjúku vinnustöðum tróðu þeir í sig matnum og viku síðan af staðnum þegjandi og hljóðalaust — niður til skellinaðranna. Þeir spörkuðu þeim í gang og þeystu fyrir hornið niður á plan þar sem aðrir gæjar söfnuðust saman fyrir framan klámbúðina og svo gáfu þeir inn, trömpuðu á fjölina og takmarkið var að hafa hærra en hinn og láta vélina sprengja með hvelli. Yvonne og Oda komu einnig út á planið fyrir framan klámbúðina og þær dáðust að Karlo og Knúti því þeir voru ofsalegir og þeir þeyttust fram hjá þeim á nöðrunum og hrópuðu til þeirra uppástungur um það sem þau ættu að gera og þá veinuðu Yvonne og Oda og urðu enn hrifnari af síðhærðu gæjunum sem voru ofsalegir á skellinöðr- unum. — Mér er ekkert vel við það að þið hangið þarna fyrir framan klámbúðina sýknt og heilagt, sagði mamma Knúts oft og mörgum sinnum. „Góða dinglaðu þér, kelling, hvað í fj . . . . ættum við annars að gera? Viltu að ég rotni hérna í þessum skáp sem þið kallið íbúð? Þú ert farin að kalka, kerling! Knútur hafði ekkert frekar um málið að segja og það var kannski alveg eins gott. Alla vega hafði hann komið skoðun sinni á málinu til skila afdráttar- laust. Svo reif hann í sig nokkrar kjötbollur, náði sér í einn af sígarettupökkum gamla manns- ins og vék af staðnum. — Gætirðu ekki fundið þér einhvern annan félagsskap en þá Knút og Karlo, sagði mamma Y vonne oft við hana. — Ég bara þoli ekki að þú hangir sífellt með þessum götustrákum! — Jesús, það er ekkert að þeim, það ert bara þú sem ert miðaldakelling og móðursjúk. Karlo er æðislegur, akkúrat mitt númer, skilurðu! Þú skalt ekki láta þér detta i hug að ég svo mikið sem lykti af einhverjum nrömmudrengjum með þverslaufu, sem sitja heima hjá sér og halda í höndina á mömmu sinni öll kvöld! Ef það á eitthvað að fara að rifast hérna þá get ég svo sem flutt héðan ef það er það sem þú ert að reyna að segja! Mömmu Karlos fannst heldur ekkert sniðugt að hann gerði ekkert annað en að þeysa um á þessu vitlausa mótorhjóli. — Ætlarðu niður á plan rétt einu sinni, sagði hún þegar hann hafði betlað út úr henni peninga fyrir sígarettum og bensíni á skellinöðruna. — Getið þið ekki gert eitthvað annað til tilbreytingar? — Jú, við gætum auðvitað farið niður í Æskulýðsráð að spila Olsen Olsen, ekki satt? Eða heklað pottaleppa með laufa- mynstri. Furðulegt að við skulum ekki hafa látið okkur detta þaðí hugfyrr! Stjörnuspá llmliirinn 2l.m:ir\ 20.;i|iril Skipuleggðu störf tiin betur svo tómstundirnar nýtist þér fullkomlega og a þann máta sem þér hentar best. Fjármálin virðast i góðu gengi og heppnin er dyggur förunautur um sinn. VmliO 2l. ipril 2l.ni;ii Misstu ekki stjórn á skapi þinu við saklaust fólk þótt eitthvað kunni að vera þér mótdrægt i einkalifinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að taka ósigri eins og um dauðadóm væri að ræða. Taktu öllum breytingum með þakklæti því hversdagsleikinn var að sliga þig andlega. Með þessu hittirðu nýtt fólk og áður litt aðlaðandi áhugamál skjóta upp kollinum með öðru sniði. Kr.hhinii 22.júni J.Yjiilí Reyndu að sýna náunganum meiri þolin- mæði og skilning því það mun gera þér auðveldara um vik i ákveðnu máli. Um þessar mundir veitir þér ekki af öllum fáanlegum meðbyr og stuðningi. l.jóniO 21. jtili 24.11*11*1 Eitthvað gerist i þessari viku sem verður þér til mikillar gleði. Slepptu öllum rómantískum og byltingarkenndum ímyndunum þvi afleið- ingarnar geta orðið ákaflega óþægilegar. Mikil vinna hefur legið á herðum þínum undan- farið og þér finnst afraksturinn ekki fyrir- hafnarinnar virði. Flýttu þér þó hægt i dómum um það þvi ekki eru öll kurl komin til grafar. Fremur rólegt verður i kringum þig fyrri hluta vikunnar en getur brugðið til hins verra þann siðari. Leggðu þig fram við að aðstoða gamlan vin. sem er hjálpar þurfi þessa dagana. Sporóilrckinn 24.okl. !!.Vnói. Varastu að ofgera heils- unni þótt áhuginn sé ódrepandi. Allt bendir til þess að þú sért undir of miklu andlegu fargi og ættir því að taka lífinu með meiri rósemi en hingað til. Hoi*ni;i()urinn 24.nói. 2!.dcs Stundum getur reynst nauðsynlegt að taka sig saman í andlitinu og viðurkenna eigin mistök. Öllum getur skjátlast og þvi þýðingarmikið að reyna að gera gott úr öllu sem fyrst. Sicinöcilin 22.ocs. 20. jan. Sýndu aðgætni i samskiptum við yfir spenntan ættingja þinn sem þarf aðeins á skilningi og tillitssemi annarra að halda. Hegðun hans er skiljan- leg og ástandið er ekki langvarandi. \alnshcrinn 21. jan. I‘).íchf. Þú ættir að geta lært af reynslunni i sambandi við málefni sem nú eru ofarlega á baugi. Hópstarfsemi hvers konar gæti orðið þér mikilvæg og líklega þarftu að taka erfiða skyniákvörðuun í vikulokin. Kiskarnir 20.íchr. 20.mars Lítið gott virðist hljótast af breytingum þeim sem áttu að vera þér og þínum til framdráttar. Þó getur hugsast að svo verði þegar fram i sækir ef nægilega varlega er farið. 34 Vikan II. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.