Vikan - 13.03.1980, Síða 42
Framhaldssagan
Þýð.: Steinunn Helgadóttir.
4. hluti
„Einnig aö ég hefði neitað?” Peter
starði undrandi á hann. Hann minntist
rifrildisins við Susan og kuldans og fyrir-
litningarinnar sem hún hafði sýnt hon-
um síðan. Hann varð ekki var við neitt
af þessu i fari Owens.
„En ef þú hefur vitað þetta þá
hlýturðu að hafa fyrirlitið mig. Hvers
konar maður myndi neita að fara til
London og bjarga lífi litillar stúlku?"
„Maður sem hefur mjög góða ástæðu
til þess,” sagði Owen þurrlega. „Það
sagði égSusan.”
„Þakka þér fyrir það, Owen,” sagði
Peter. „En ég býst ekki við að hún hafi
verið þér sammála. En ég gat ekki fengið
mig til aðsegja henni hvers vegna. . . ”
„Og nú, þegar þú hefur skipt um
skoðun, þá þarftu ekki aðgera það. Ertu
búinn að segja henni að þú ætlir til
London þrált fyrir allt?”
„Ekki ennþá. Þetta gerðist allt fremur
snögglega. Ég vissi það ekki sjálfur fyrr
en í gærkvöldi og þá sagði ég aðeins
Janet Collins, móður litlu stúlkunnar,
það.”
Owen kinkaði kolli. „Hvað verðurðu
lengi í burtu?”
„Ég veit það ekki. Ég hef ekki hug-
mynd um hvernig þetta gengur fyrir sig
eða hve lengi þau munu þurfa á mér að
halda. Susan veit þ^tta sjálfsagt allt
saman.” Hann þagnjiði. Owen Jenkins
hafði eindregið vísaðfe bug tilraun hans
til að útskýra hvers vegna hann hefði
ekki viljað fara til London. Þetta var i
annað skiptið sem Peter hafði reynt að
segja honum frá fortið sinni og alltaf lét
Owen í það skína að honum kæmi það
ekki við.
En Susan myndi ekki vísa þessu á bug.
Hún hafði orðið fyrir sárum von-
brigðum með hann þegar hann hafði
neitað að fara til London. Og þó að hann
væri nú búinn að skipta um skoðun þá
var ekki víst að álit hennar á honum
breyttist.
„Ég ætla að hringja til Susan núnaog
segja henni frá þessu.” Hann fann hve
hann kveið fyrir að heyra kuldalega
rödd hennar.
„Þú getur ekki náð í hana i síma fyrr
en eftir hádegið,” sagði Owen. „Hún er
ekki i vinnunni.”
„Hún. . . Er allt í lagi með hana?”
Það var ekki líkt Susan að vera frá
vinnu.
„Ó, jú, það er allt í lagi með hana.
Hún tók sér frí til að aka frú Collins til
flugvallarins i Sydney. Hún virðist hafa
mikinn áhuga á þessari fjölskyldu.”
Hann barði pípunni í öskubakkann og
tæmdi hana. „Svo að ég býst við að hún
hafi frétt þetta núna.”
42 Víkan II. tbl.
„Jæja.” Hann þyrfti þá ekki að segja
henni þetta eftir allt saman. Þetta virtist
þægileg undankomuleið. En hann vissi
að svo var ekki. Einhvern tima yrði
hann að líta framan í Susan og hann
hafði ekki mikinn tima.
Hann stóð upp. „Jæja, þaðer víst best
að fara að gera eitthvað í málinu —
panta farmiða og fylla út eyðublöðin.”
Peter gekk að dyrunum.
„Peter!”
Hann nam staðar og leit aftur fyrir
sig
„Farðu varlega þama fyrir handan,”
sagði Owen. „Við þörfnumst þin hérna.”
Peter kinkaði kolli. Það var næstum
eins og Owen vissi hvaða hætta var
fólgin í þvi fyrir hann að fara til London.
Það var eins og hann grunaði að verið
gæti að Peter kæmist ekki aftur til
Ástralíu.
Peter hringdi til Susan á skrifstofuna
um fimmleytið. Hún virtist vera önnum
kafin og óþolinmóð.
„Ég varð glöð þegar ég frétti að þú
hefðir skipt um skoðun,” sagði hún.
Hún bætti því ekki við að það hefði
Patricia Johnstone:
íleitae
Ifffijafa
getað sparað öllum aðilum töluverða
vinnu ef hann hefði strax svarað játandi
en rödd hennar sá til þess að þetta komst
til skila.
„Geturðu borðað með mér kvöldverð
i kvöld, Susan? Ég gæti sótt þig um
sjöleytið.”
Það varð augnabliks þögn.
„Nei, ég verð að vinna yfir.”
Hann fann að honum var að hitna i
hamsi. Var þetta aðeins afsökun? En
jafnvel þó að svo væri þá ætlaði hann
ekki að lenda í rifrildi við hana núna.
Hann var á förum eftir tvo daga og
timinn var einfaldlega of dýrmætur.
Honum tókst að halda rósemi sinni.
„Jafnvel stúlkur sem vinna yfirvinnu
þurfa að borða,” sagði hann friðsamlega.
„Peter.. . ” Hún virtist ekki viss.
„Þú verður að koma. Þetta er boð sem
ég get ekki endurtekið. Ég er á förum.”
„Ég veit það. Allt i lagi, ég hitti þig
klukkan hálfníu hér á sjúkrahúsinu. En
vertu ekki að taka frá borð á einhverjum
fínum stað, ég er hvorki klædd til þess
né i skapi til þess.”
„Allt i lagi,” sagði hann brosandi.
Susan gat oft verið ákveðin og stjómsöm
á aðlaðandi hátt. Þessi stjórnsemi var
byggð á heiðarleika og hún kom sér vel í
starfi hennar.
En einhvern tíma þyrfti hún að
eignast eiginmann sem vissi hvernig
skapa ætti jafnvægi — einhvern sem
ekki tæki þetta of hátiðlega. Sú hugsun
greip hann, og ekki í fyrsta skiptið, að
hann væri einmitt þessi maður. Þetta
hafði staðið lengi á milli þeirra,
tilhugsunin um að þeim myndi koma vel
saman, en hvorugt þeirra hafði viljað
flýta hlutunum.
Rifrildið um London hafði orðið fyrir
stuttu. Það hafði rist djúpt en það gerði
vinátta þeirra einnig. Hann var farinn
að halda að vinátta þeirra lifði þetta af.
Lifa þetta af og ef til vill fá að
þroskast. Ef hann kæmi aftur frá
London.
Þegar hann kom á skrifstofuna
hennar rétt yfir hálfníu var hún tilbúin.
Hún var að raða saman siðustu
pappirunum á borðinu. Hún fór úr
hvita kyrtlinum og í Ijós kom að hún var
í bláum bómullarkjól innan undir.
Rauðbrúnt hár hennar var bundið
snyrtilega aftur og hún lyfti hendinni til
aðslétta úr þvi.
„Það er fint,” sagði hann. „Ekki svo
mikið sem einn einasti lokkur sem ekki
er á sinum stað. Reyndar liturðu alls
ekki út fyrir að hafa verið að vinna. Ertu
viss um að þú hafir ekki bara verið að
blekkja mig? Kæla mig aðeins, svona i
refsingarskyni?”
Hún leit hægt á hann og græn augu
hennar virtust dekkri en venjulega.
„Vertu ekki að hafa þetta i flimtingum.
Peter. Síðustu dagarnir hafa ekki vertð
neitt sérlega skemmtilegir.”
„Ég veit það,” sagði hann. „En nú er
allt ákveðið. Ég fer til London.”
Hún starði á hann eins og hana
langaði til að segja eitthvað meira. Síðan
tók hún allt í einu upp veskið sitt og
gekk í áttina að dyrunum.
Þegar þau voru á leiðinni niður í lyft-
unni sagði hún: „Ein af ástæðiunum til
að ég varð að vinna svona lengi var að
ég þurfti að hringja í dr. Muir í
London.”
„Svona seint?”
„Þetta var eldsnemma um morgun-
inn hjá honum! Við gátum ekki hringt
fyrr. Hann sendi nokkur skilaboð til þín,
það var ýmislegt sem hann vildi að ég
segði þér."
„Ó?”
Hún sagði ekki meira fyrr en þau voru
komin út í bilinn.
Þá sneri hún sér að honum. „Það fyrsta
sem hann bað mig um að segja við þig
var þakka þér fyrir!”
Þakka þérfyrir. Hann starði á billykil-
inn. Þetta virtust vera undarleg skila-
boð, frá allt öðru heimshorni. Og þó
sagði þetta í rauninni allt. Það sagði
honum eitthvað um lækninn, litlu
stúlkuna og aðstæðurnar yfirleitt. Það
styrkti ákvörðun hans um að fara til
London.
Þau óku þegjandi áfram. Það var lítið
veitingahús í horninu á skemmtigarðin-
um, rétt hjá sjúkrahúsinu. Þar var opið á
kvöldin. Þarna var spiluð popptónlist og
viðskiptavinirnir voru mestmegnis
táningar á mótorhjólum — þetta var
ekki beinlínis það sem hann helst hefði
kosið þessa dagana.
Hann lagði bílnum undir trjánum og
fór út. „Ristaðbrauð meðosti og kaffi?”
Hún kinkaði kolli án þess að hreyfa
sig.
Þetta var sjálfsafgreiðslustaður. Bæði
var hægt að snæða úti undir beru lofti í
hávaðanum eða taka bakkann með í
bilinn. Hann kom aftur með bakkann.
„Hvað sagði dr. Muir meira?” spurði
hann.
„Hann talaði aðallega um ferð þína
til London og dvöl þar. Hann mun taka
á móti þér á Heathrow. Ég á að senda
honum skeyti með upplýsingum um
hvaða flugvél þú tekur. Og þú þarft ekki
að borga miðann sjálfur því að það sér
sjúkrasamlagið um. Uppihald þitt i
London verður einnig greitt af því.”
Hún hafði ekki snert á brauoinu.
„Drífðu þig nú,” sagði hann. „Þetta á að
heita kvöldverður. Talaði hann eitthvað
um hve lengi þau þyrftu á mér að
halda?”
„Sennilega eitthvað í kringum fjórar
vikur. Því lengur sem þú verðu[ þhr því
betra.” Hún beit áhugalaus í brauðið.
„Fjórar vikur'." Honum varð allt i
einu Ijóst hve geysilega mikil áhætta
þetta var. Hann hafði ekki hugsað um
timalengdina áður — alla vega ekkert að
ráði.
„En þú sagðir að þetta gengi fljótt
fyrirsig.”
Rödd hennar var kuldaleg. „Aðgerðin
II. tbl. Vikan 43