Vikan


Vikan - 13.03.1980, Qupperneq 45

Vikan - 13.03.1980, Qupperneq 45
I leit að lifðjafa skoðun. Það er aðeins.. . Þetta tekur lengri tíma en ég hafði haldið.” Honum virtist hún slaka örlitið á. Hún virtist hugsa mikið um barnið í London og móður þess. ..Susan,” sagði hann blíðlega, „ég vildi að ég gæti útskýrt þetta allt saman fyrir þér. Hvers vegna ég sagði nei i fyrstu. Kannski get ég einhvern tima sagt þér frá því. En ég hef ærna ástæðu til að vilja ekki fara. Því geturðu trúað, gerirðu það?” Hún sneri sér við og leit á hann. Það var orðið næstum aldimmt inni í bíln- um. „Faðir minn getur það.” Hún hristi ihugandi höfuðið. „1 minum augum er engin — alls engin ástæða nógu góð.” „Það eru töluvert hörkuleg lifsvið- horf.” „Finnst þér það? Útskýrðu þetta þá fyrir mér. Segðu mér hvar ég hef á röngu að standa.” Hún starði hvetjandi á hann. Hann sneri sér frá henni og starði út yfir Ijósin og borðin á milli trjánna. „Ég get þaðekki." „Ég vildi gjarnan fara heim,” sagði hún. „Ég er þreytt.” Hann ók henni aftur til sjúkrahússins þar sem bíllinn hennar var. Hann hafði vonast til að þetta kvöld endaði betur en fjarlægðin sem skapast hafði á milli þeirra var jafnmikil og áður. Hann gekk að bilnum hennar. „Ég kveð þig ekki strax. Við eigum eftir að hittast áður en ég fer.” Hún hikaði. „Já, Peter.” Rödd hennar var nú hlýlegri. En siðan bætti hún við: „Ég verð að fá flugnúmerið þitt í fyrra- málið.” Peter átti að fara með morgunfluginu frá Waverley-flugvelli. Það tók aðeins tuttugu mínútur að fljúga til Sydney þar sem hann myndi skipta um flugvél. Það hafði reynst ótrúlega auðvelt að loka ferðatöskunum og yfirgefa íbúðina. Var þetta i siðasta skipti sem hann færi þaðan? Var hann að yfirgefa allt sem honum var einhvers virði fyrir fullt og allt? Eignir — hlutir sem hægt var að kaupa fyrir peninga — höfðu tapað gildi sinu. Ef hann ætti ekki afturkvæmt myndu töluvert veigameiri vandamál blasa viðhonum. Hann hafði komið niður með lyftunni um leið og bíll Owens kom fyrir hornið. Susan sat í framsætinu, við hliðina á föður sínum. Hjarta hans virtist verða léttara. Hún heilsaði honum hljóðlega og hann brosti ánægður til hennar. Hvað svo sem hún myndi segja. „Ég skal láta þig vita hvernig þetta gengur,” sagði Peter klaufalega, „hvernig litlu stúlkunni liður.” „Dr. Muir mun hafa samband við mig,” sagði Susan. Hún sneri höfðinu nákvæmlega nógu mikið að honum til að gefa til kynna að hún beindi orðum sinum til hans. „Við viljum líka vita hvernig þér gengur, Peter.” sagði Owen. „Skrifaðu okkur þegar þú getur." Það var eins og hann væri að reyna að afsaka kulda- lega framkomu dóttur sinnar. „Ég mun láta vita af mér," lofaði Peter. Owen leit áhyggjufullur á Peter. „Og láttu okkur vita hvenær við getum átt von á þér aftur.” Peter hugleiddi sem snöggvast hve mikið eldri maðurinn hefði getið sér til um. Hann gat þó varla hafa getið sér til um hið rétta. Sannleikurinn var of fjar- stæðukenndur til að nokkrum gæti dottið hann í hug. hversu alvarleg sem hún virtist vera, þá hafði hún samt komið með til að kveðja hann. Stundum voru gerðir fólks meira virði en orð og hann hugsaði með sjálfum sér að þetta væri eitt af þeim til- fellum. Vinátta þeirra myndi endast! Owen ók út úr bænum, fram hjá vatninu og fjöllunum, þar til þau komu að litla dalnum þar sem flugvöllurinn var. Það var ekki öllu meira en tylft far- þega með flugvélinni og það tók Peter ekki langan tíma að láta vega ferðatösk- una og sýna miðann. Þau stóðu þarna þrjú saman, eins og ein fjölskylda. Þau biðu rétt fyrir utan flugstöðina og grasflatirnar við húsið voru enn rakar í morgunloftinu. Susan starði út i bláinn eins og hún væri að leita að einhverju og vanga- svipur hennar var hreinn og ákveðinn. Owen stóð örlítið afsíðis. Hann virtist vera áhyggjufullur þegar honum varð litið á dóttur sína. Að síðustu kom lokakallið og farþeg- arnir fóru að tinast inn i flugvélina. Owen rétti fram höndina. „Vertu sæll og farðu gætilega.” Hann lagði hina höndina á öxl Peters augnablik. Alvar- leg'-augu hans gáfu orðum hans aukið gildr. „Gangi þér vel, vinur minn.” Peter beygði sig til að kyssa Susan og hún rétti honum kaldan vanga sinn. Hann lagði hendurnar á handleggi hennar og fann allt i einu að hún skalf. „Þakka þér fyrir að koma með mér hingað,” sagði hann. „Peter. . . .” Hún horfði rannsakandi á hann, full efasemda. „Hvað er það?” Hann beygði sig enn lengra niður. „Gættu þín... ” En nú var tíminn sem þau höfðu nýtt svo illa liðinn. Síðustu farþegarnir hröðuðu sér fram hjá þeim. „Flýttu þér,” sagði hún. „Þú verður að fara núna.” Og allt í einu kyssti hún CROSS 12 karata gull MIKIÐ ÚRVAL Allar nánari upplýsingar: PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2, simi 13271 FYRSTA FLOKKS GJÖF SEM GLEÐUR 1 II. tbl. Víkan 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.