Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 48

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 48
IMú á tímum eigum við íslendingar liklega mjög erfitt með að ímynda okkur hversu mikið myrkur hefur raunverulega verið i baðstofum gömlu torfbæjanna með lýsislampann sem eina Ijósgjafann. Ekki var ástand ganganna betra, birtumagnið þar var alltaf hið sama hvort sem uti var kolniðamyrkur eða bjartur sumardagur — myrkur. Svo fengum við rafmagn. Hvílíkt undur það hefur verið að sjá kvikna á Ijósaperu og heilt herbergi lýsast upp I einu vetfangi. Með tilkomu rafmagnsins var að sjálfsögðu gert ráð fyrir raflýsingu í öllum húsuni sem byggð voru en yfirleitt var eitt loftljós látið nægja fyrir hvert herbergi, enda voru stofurnar litlar. Þegar svo farið var að byggja stærra þá þurfti meiri lýsingu, gert var ráð fyrir vegglömpum, stand- lömpum eða gólflömpum og borðlömpum. Og i dag getum við valið okkur alla þá lýsingu sem við þörfnumst. Samt er það svo að ótrúlega ntargir eru í algerunt vandræðunt með lýsingu híbýla sinna, finnst þeir vera umluktir hálf- gerðu ntyrkri enn þann dag í dag. Þetta vandamál er að sjálfsögðu mjög einstaklingsbundið en hér skulu nefndar nokkrar lausnir sem e.t.v. henta einhverjum vel. Við skulum taka hvert herbergi venjulegs heintilis fyrir sig og byrjum á anddyri, tökum þvinæst skála, eldhús, baðherbergi. svefnherbergi eða barnaherbergi, borðstofu eða stofu. Lýsing i anddyri er ekki flókin. Þar þarf einfaidlega gott loftljós og Ijós yfir spegli sé hann fyrir hendi. í skála þarf einnig að vera gott loftljós eða óbein lýsing og ef stærð skálans er slik að borð og stólar komast þar fyrir gefur borðlantpi mjög heimilislega og Itlýja birtu á móti loftljósinu. Eldhúsið er mesti vinnustaður heimilisins og þarf þar af leiðandi mesta birtu, góða loftlýsingu til að lýsa vel upp allt eldhúsið. Einnig þurfa að vera Ijós undir öllum efri skápum því loftljós eingöngu duga ekki til að lýsa upp vinnuborð. Undir skápum eru yfirleitt notaðar flúrpípur (fluorocent). Sú tíð er liðin að eingöngu voru á markaðinum bláhvitar flúrpípur sent ollu því að matvælin á eldhúsborðinu fengu á sig mjög vafasaman lit svo ekki sé talað unt heimilisfólkið sjálft. í dag er hægt að fá flúrpipur sem likjast mjög glóðarperulit og reyndar koma ekki aðrir flúrpípulitir til greina á heimilinu eins fráhrindandi sem þeir eru. Nauðsynlegt er að baðher’oergið sé einnig vel lýst og þar konta flúrpipurnar að bestum notum. Flúrpipurnar henta vel i Ijósastokka hjá speglunt og sem loftljós kemur hvort tveggja til greina, glóðarperur og flúrpípur. Best er að hafa perurnar eða pipurnar umluktar opal- lituðu plasti eða gleri. Þá er komið að svefnherberginu og er þá einnig átt við barnaherbergi. Gott loftljós með mildri birtu þarf í barna- Vikan og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta Vikan og Félag húsgagna- og innanhússarkitekta: Guðrún I. Jónsdóttir innanhúss- arkitekt. LYSING Aðeins þrjár línur og jafnvægi mýktar og festu er notað á hárfinan hátt Hreinni stil fyrir lampa er vart hægt að hugsa sér, en þessi gerð lýsir eingöngu beint niður á borðið en gæti endurvarpað töluverðri birtu ef borðið er í Ijósum lit. Hönnuðir: Claus Bonderup og Thorsten Thorup. Umboð hér á landi: Rafbúð Domus Medica. P.H.-lampann þarf vart að kynna fyrir lesendum, svo þekktur sem hann er. Sjaldan hefur sameining tæknilegrar útfærslu og forms náð jafnmiklu jafnvægi, lampinn varpar mildri birtu út i herbergið jafnframt sem hann lýsir vel niður á borðið án þess að nokkurs staðar sjáist i Ijósaperu. Hönnuður: Poul Henningsen. Umboð hér á landi: Rafbúð Domus Medica. 48 Víkan 11. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.