Vikan


Vikan - 29.05.1980, Side 6

Vikan - 29.05.1980, Side 6
Krabbamein ÁRLEG TÍÐNI BRJÓSTAKRABBAMEINS Á ÍSLANDI MIÐAÐ VIÐ 100.000 KONUR 62.4 1955-59 1960-64 1965-69 1970—74 75-77 KRABBA- MEIN IBRJÓSTI þessum rannsóknaraðferðum sem við höfum í dag til umráða veitir þó fullkomið öryggi. Rannsókn með nálar- stungu og frumurannsókn er aðallega notuð í þeim tilvikum þar sem fundist hefur eitthvað athugavert, annaðhvort með læknisskoðun eða þá með brjósta- mynd. Rannsóknin er fólgin i því að stungið er með örfínni nál inn i æxlið eða hið grunsamlega svæði og með sprautu er soginn út örfinn vessi sem strokinn er út á gler og þannig fæst frumusýni. Þessi aðferð er talin mjög örugg. Hin endanlega greining brjósta- krabbameins er byggð á vefjasýni. Þrenns konar tækni er beitt við myndatökur. I fyrsta lagi er það svonefnd „mammographia” (röntgen- mynd), sem notuð er hér á landi og veitir 95% öryggi sem rannsóknaraðferð. Með notkun sjálfvirkrar innstillingar og mjög Ijósnæmra filma er hægt að ná fullkomnum myndum af brjóstunum og greina byrjandi illkynja breytingar sem aðeins eru 2-3 millimetrar að stærð (með þreifingu finnast hnútarair fyrst er þeir eru orðnir yfir l sentimetri i þvermál). I öðru lagi er sú aðferð sem nefnist „thermographia" eða hitamynd. Þessi rannsóknaraðferð er einföld og ekki um að ræða skaðlega geislun. Sé æxli i brjóstinu verður aukin útgeislun á viðkomandi svæði og þessi útgeislun er meiri sé þetta illkynja æxli. Eftir 10 til 15 mínútna kælingu af brjóstunum er tekin hitamynd 1 litrófi. „Thermographian” hefur hins vegar ekki verið talin nægilega örugg þvi með henni greinast aðeins um 70% af illkynja æxlum. Þá er það „xeroradiographia” eða rafeindamynda- taka sem er tiltölulega ný aðferð við greiningu brjóstakrabbameins. Röntgen- geislum er hleypt í gegnum segulsvið. I stað venjulegrar röntgenfilmu er notuð selenplata sem eftir geislun er fram- kölluð í sérstakri framköllunarvél þar sem ekki eru notuð kemisk efni. Selen- einingarnar safnast misjafnlega saman eftir því hvað vefurinn tekur mikið i sig af geislunum. Við sjálfa myndatökuna er aftur á móti notað venjulegt röntgen- tæki. Á um 90 sekúndum fæst fram mynd á pappír sem sýnir greinilega alla æðateikningu og bandvefsuppbyggingu brjóstavefsins. Þessi rannsóknaraðferð hefur marga kosti fram yfir þær sem áður eru nefndar en tækin eru geysilega dýr. Kosturinn við þessa tækni er sá að mun fljótlegra er að lesa úr filmunum en sjálf rannsóknaraðferðin er ekki talin öruggari en „mammographian”. Góðkynja — illkynja æxli Hvaða munur er á góðkynja og illkynja æxli í brjósti? Það sem einkum skilur á milli góðkynja og illkynja æxla er sú staðreynd að góðkynja æxli vaxa stað- bundið. þ.e.a.s. þau vaxa ekki inn í nær- liggjandi vefi heldur ýta þeim frá sér en illkynja æxli vaxa inn i nærliggjandi vefi. Annar reginmunurinn er sá að góðkynja æxli senda ekki útsæði út um líkamann á seinni stigum eins og illkynja æxli gera. Auk þess má nefna að mikill munur er á frumuskiptingu og vefjabreytingu góðkynja og illkynja æxla en varla ástæða til að fara nánar út i það hér. Líflö hefur fallið í sinn eðlilega farveg í kringum árið 1952 var stofnaður félagsskapur í Banda- ríkjunum sem hafði það að markmiði að aðstoða konur sem gengu í gegnum þá reynslu að fjarlægja varð brjóst þeirra vegna krabbameins. Meðlimir þessa félagsskapar höfðu eitt sér- staklega sameiginlegt en það var, að þeir höfðu sjálfir gengist undir slíkar aðgerðir og höfðu því þá reynslu sem gat orðið öðrum að liði undir sömu kringumstæðum. Á Norður- löndunum voru konur í Noregi fyrstar til að stofna slíka starf- semi og hér á landi starfar nú Samhjálp kvenna eins og þær kalla sig. Hópurinn starfar í tengslum við krabbameins- félögin og hafa konur úr þessum hópi m.a. verið sendar á Evrópu- þing lækna til að kynna starf- semi sína. Tveir forsvarsmanna þessa hóps, þær Erla Einarsdóttir og Elín Finnbogadóttir, sögðu að starfsenii þessi hefði hafist sl. haust og að þær konur sem starfa í þessum hópi telji sig þegar hafa komist yfir andleg og likamleg óþægindi í sambandi við veikindin og vilji nú að aðrar konur, sem gengist hafa undir samskonar aðgerð, njóti góðs af reynslu þeirra. Þessi hópur er reiðubúinn til að koma í heimsóknir á sjúkrahúsin og tala við þær konur sem þess óska, bæði fyrir og eftir aðgerð, og hefur það oftsinnis reynst til mikillar hjálpar. Hópurinn hefur sett sér starfsreglur sem hann vinnur eftir og er bundinn þagnarheiti. Töldu þær Erla og Elín að þegar hefði sýnt sig greinilega að þörf var á slíkum félagsskap því ekki skorti verkefnin. Meðal þess sem Samhjálp kvenna aðstoðar sjúklinginn við, er notkun gervibrjósta og þeirra sérstöku brjóstahaldara sem eru til á markaðnum hér. Sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akranesi gefa konum ákveðna gerð af brjóstahöldurum eftir aðgerð og hafa þeir reynst vel. Þeir eru léttir og í þá fer létt fylling sem sett er í þar til gerðan vaxa. Gervibrjóstið sjálft er fyllt með Medical Glycerin og hefur þá eiginleika að við hreyfingu koma eðlilegar hreyfingar fram í því líka. Með hverju gervibrjósti er hlíf sem svampur er í og me því að breyta honum í þunna og þykkan er hægt að máta þa eftir þvi sem hentar og jafnfran- eftir því hvað aðgerðin er mikil. Allir brjóstahaldarar er hannaðir með vösum og þeir er til í tveim litum, hvítir og húðli aðir. Konur geta auðveldleg stundað sólböð og sund því t eru sérhannaðir sundbolir me vösum og sérstöku bandi undi brjóstunum, bandi sem liggu alveg aftur á bak og eru þessi sundbolir einkar hentugii Þessar vörur fást að Haman höfða 1. Síminn er 31500. 6 Vikan 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.